Már, Ragnar og Friðrik hæfastir Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 18. júlí 2014 11:50 Már Guðmundsson, Ragnar Árnason og Friðrik Már Baldursson eru hæfastir til að gegna stöðu seðlabankastjóra. Hæfisnefnd telur þrjá umsækjendur um stöðu seðlabankastjóra hæfasta. Kjarninn greinir frá þessu. Nefndin, sem fjármála- og efnahagsráðherra skipaði í lok júní og átti að leggja mat á hæfi umsækjenda um stöðuna, telur þá Friðrik Má Baldursson, Ragnar Árnason og núverandi seðlabankastjóra Má Guðmundsson hæfasta til að gegna stöðunni. Hæfisskilyrðin til að gegna stöðu seðlabankastjóra eru að hafa lokið háskólaprófi í hagfræði eða tengdum greinum. Þá skal seðlabankastjóri búa yfir víðtækri reynslu og þekkingu á fjármálastarfsemi og efnahags- og peningamálum. Samkvæmt útreikningum Kjarnans eru Friðrik, Már og Ragnar hnífjafnir í niðurstöðu nefndarinnar, fá tólf stig. Lilja Mósesdóttir fær ellefu stig ásamt Þorsteini Þorgeirssyni. Yngvi Örn Kristinsson og Ásgeir Brynjar Torfason fá níu stig. Kjarninn segir að í niðurstöðu hæfisnefndarinnar megi greina hvar helst er gert upp á milli þremenninganna. „Friðrik Már og Ragnar hafa báðir lokið grunn og framhaldsnámi við háskóla auk doktorsprófs í greinum sem krafa er gerð um (samkvæmt lögum, innsk. blaðamanns). Már hefur sömuleiðis lokið grunn- og framhaldsnámi við háskóla sem fullnægir kröfum laganna og jafnframt lagt stund á doktorsmán um skeið. Allir búa þeir yfir víðtækri reynslu og þekkingu á fjármálastarfsemi og efnahag- og peningamálum. Már sker sig þar úr hvað reynslu af bankastarfsemi varðar vegna starfa sinna í Seðlabanka Íslands um árabil, síðustu ár sem seðlabankastjóri, auk mikilvægrar reynslu sem hann öðlaðist í starfi sínu hjá Alþjóðagreiðslubankanum í Basel í Sviss. Reynsla Friðriks Más og Ragnars á þessu sviði er einna mest af fræði-, kennslu- og stjórnunarstörfum við háskóla þar sem þeir hafa starfað um árabil. Friðrik Már býr einnig að mikilvægri reynslu af sérfræðings- og stjórnunarstörfum hjá Þjóðhagsstofnun og í stjórnun fyrirtækja. Ragnar þekkir vel til starfa Seðlabanka Íslands eftir setu í bankaráði hans undanfarin fimm ár auk fleiri stjórnunarstarfa.“ Umsækjendur um stöðu seðlabankastjóra hafa frest til næsta miðvikudags til að koma á framfæri formlegum athugasemdum er lúta að hæfismati þeirra.Umsækjendur um stöðu seðlabankastjóra:Ásgeir Brynjar Torfason Friðrik Már BaldurssonHaukur JóhannssonÍris Arnlaugsdóttir Lilja Mósesdóttir Már Guðmundsson Ragnar ÁrnasonSandra María Sigurðardóttir Yngvi Örn Kristinsson Þorsteinn Þorgeirsson Nefndina um hæfi umsækjenda um stöðu seðlabankastjóra skipuðu þau Guðmundur Magnússon, fyrrverandi rektor Háskóla Íslands, Ólöf Nordal, fyrrverandi varaformaður og þingmaður Sjálfstæðisflokksins og núverandi formaður bankaráðs Seðlabankans, og Stefán Eiríksson lögfræðingur og lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu. Tengdar fréttir Fyrrverandi alþingismaður og myndlistarkona meðal umsækjenda Alls sóttu 10 manns um stöðu seðlabankastjóra sem auglýst var laus til umsóknar í júní. Már Guðmundsson er þeirra á meðal. 1. júlí 2014 12:01 Embætti Seðlabankastjóra laust til umsóknar Fjármála- og efnahagsráðherra tilkynnti í febrúar síðastliðnum að endurskoðun laga um Seðlabanka Íslands stæði fyrir dyrum og var stofnaður starfshópur í kjölfarið. 2. júní 2014 11:21 Skipa nefnd til að meta stöðu umsækjenda Fjármála- og efnahagsráðherra hefur skipað í nefnd til að meta hæfni umsækjenda um stöðu seðlabankastjóra 30. júní 2014 16:51 Hvetja konur til að sækja um stöðu Seðlabankastjóra Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur auglýst embætti bankastjóra Seðlabanka Íslands laust til umsóknar en Kvenréttindafélag Íslands hvetur konur til að sækja um stöðuna. 10. júní 2014 10:55 Már ætlar að sækja aftur um Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, ætlar að sækja aftur um hjá Seðlabankanum. 15. júní 2014 18:21 Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Hæfisnefnd telur þrjá umsækjendur um stöðu seðlabankastjóra hæfasta. Kjarninn greinir frá þessu. Nefndin, sem fjármála- og efnahagsráðherra skipaði í lok júní og átti að leggja mat á hæfi umsækjenda um stöðuna, telur þá Friðrik Má Baldursson, Ragnar Árnason og núverandi seðlabankastjóra Má Guðmundsson hæfasta til að gegna stöðunni. Hæfisskilyrðin til að gegna stöðu seðlabankastjóra eru að hafa lokið háskólaprófi í hagfræði eða tengdum greinum. Þá skal seðlabankastjóri búa yfir víðtækri reynslu og þekkingu á fjármálastarfsemi og efnahags- og peningamálum. Samkvæmt útreikningum Kjarnans eru Friðrik, Már og Ragnar hnífjafnir í niðurstöðu nefndarinnar, fá tólf stig. Lilja Mósesdóttir fær ellefu stig ásamt Þorsteini Þorgeirssyni. Yngvi Örn Kristinsson og Ásgeir Brynjar Torfason fá níu stig. Kjarninn segir að í niðurstöðu hæfisnefndarinnar megi greina hvar helst er gert upp á milli þremenninganna. „Friðrik Már og Ragnar hafa báðir lokið grunn og framhaldsnámi við háskóla auk doktorsprófs í greinum sem krafa er gerð um (samkvæmt lögum, innsk. blaðamanns). Már hefur sömuleiðis lokið grunn- og framhaldsnámi við háskóla sem fullnægir kröfum laganna og jafnframt lagt stund á doktorsmán um skeið. Allir búa þeir yfir víðtækri reynslu og þekkingu á fjármálastarfsemi og efnahag- og peningamálum. Már sker sig þar úr hvað reynslu af bankastarfsemi varðar vegna starfa sinna í Seðlabanka Íslands um árabil, síðustu ár sem seðlabankastjóri, auk mikilvægrar reynslu sem hann öðlaðist í starfi sínu hjá Alþjóðagreiðslubankanum í Basel í Sviss. Reynsla Friðriks Más og Ragnars á þessu sviði er einna mest af fræði-, kennslu- og stjórnunarstörfum við háskóla þar sem þeir hafa starfað um árabil. Friðrik Már býr einnig að mikilvægri reynslu af sérfræðings- og stjórnunarstörfum hjá Þjóðhagsstofnun og í stjórnun fyrirtækja. Ragnar þekkir vel til starfa Seðlabanka Íslands eftir setu í bankaráði hans undanfarin fimm ár auk fleiri stjórnunarstarfa.“ Umsækjendur um stöðu seðlabankastjóra hafa frest til næsta miðvikudags til að koma á framfæri formlegum athugasemdum er lúta að hæfismati þeirra.Umsækjendur um stöðu seðlabankastjóra:Ásgeir Brynjar Torfason Friðrik Már BaldurssonHaukur JóhannssonÍris Arnlaugsdóttir Lilja Mósesdóttir Már Guðmundsson Ragnar ÁrnasonSandra María Sigurðardóttir Yngvi Örn Kristinsson Þorsteinn Þorgeirsson Nefndina um hæfi umsækjenda um stöðu seðlabankastjóra skipuðu þau Guðmundur Magnússon, fyrrverandi rektor Háskóla Íslands, Ólöf Nordal, fyrrverandi varaformaður og þingmaður Sjálfstæðisflokksins og núverandi formaður bankaráðs Seðlabankans, og Stefán Eiríksson lögfræðingur og lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu.
Tengdar fréttir Fyrrverandi alþingismaður og myndlistarkona meðal umsækjenda Alls sóttu 10 manns um stöðu seðlabankastjóra sem auglýst var laus til umsóknar í júní. Már Guðmundsson er þeirra á meðal. 1. júlí 2014 12:01 Embætti Seðlabankastjóra laust til umsóknar Fjármála- og efnahagsráðherra tilkynnti í febrúar síðastliðnum að endurskoðun laga um Seðlabanka Íslands stæði fyrir dyrum og var stofnaður starfshópur í kjölfarið. 2. júní 2014 11:21 Skipa nefnd til að meta stöðu umsækjenda Fjármála- og efnahagsráðherra hefur skipað í nefnd til að meta hæfni umsækjenda um stöðu seðlabankastjóra 30. júní 2014 16:51 Hvetja konur til að sækja um stöðu Seðlabankastjóra Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur auglýst embætti bankastjóra Seðlabanka Íslands laust til umsóknar en Kvenréttindafélag Íslands hvetur konur til að sækja um stöðuna. 10. júní 2014 10:55 Már ætlar að sækja aftur um Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, ætlar að sækja aftur um hjá Seðlabankanum. 15. júní 2014 18:21 Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Fyrrverandi alþingismaður og myndlistarkona meðal umsækjenda Alls sóttu 10 manns um stöðu seðlabankastjóra sem auglýst var laus til umsóknar í júní. Már Guðmundsson er þeirra á meðal. 1. júlí 2014 12:01
Embætti Seðlabankastjóra laust til umsóknar Fjármála- og efnahagsráðherra tilkynnti í febrúar síðastliðnum að endurskoðun laga um Seðlabanka Íslands stæði fyrir dyrum og var stofnaður starfshópur í kjölfarið. 2. júní 2014 11:21
Skipa nefnd til að meta stöðu umsækjenda Fjármála- og efnahagsráðherra hefur skipað í nefnd til að meta hæfni umsækjenda um stöðu seðlabankastjóra 30. júní 2014 16:51
Hvetja konur til að sækja um stöðu Seðlabankastjóra Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur auglýst embætti bankastjóra Seðlabanka Íslands laust til umsóknar en Kvenréttindafélag Íslands hvetur konur til að sækja um stöðuna. 10. júní 2014 10:55
Már ætlar að sækja aftur um Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, ætlar að sækja aftur um hjá Seðlabankanum. 15. júní 2014 18:21