Már, Ragnar og Friðrik hæfastir Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 18. júlí 2014 11:50 Már Guðmundsson, Ragnar Árnason og Friðrik Már Baldursson eru hæfastir til að gegna stöðu seðlabankastjóra. Hæfisnefnd telur þrjá umsækjendur um stöðu seðlabankastjóra hæfasta. Kjarninn greinir frá þessu. Nefndin, sem fjármála- og efnahagsráðherra skipaði í lok júní og átti að leggja mat á hæfi umsækjenda um stöðuna, telur þá Friðrik Má Baldursson, Ragnar Árnason og núverandi seðlabankastjóra Má Guðmundsson hæfasta til að gegna stöðunni. Hæfisskilyrðin til að gegna stöðu seðlabankastjóra eru að hafa lokið háskólaprófi í hagfræði eða tengdum greinum. Þá skal seðlabankastjóri búa yfir víðtækri reynslu og þekkingu á fjármálastarfsemi og efnahags- og peningamálum. Samkvæmt útreikningum Kjarnans eru Friðrik, Már og Ragnar hnífjafnir í niðurstöðu nefndarinnar, fá tólf stig. Lilja Mósesdóttir fær ellefu stig ásamt Þorsteini Þorgeirssyni. Yngvi Örn Kristinsson og Ásgeir Brynjar Torfason fá níu stig. Kjarninn segir að í niðurstöðu hæfisnefndarinnar megi greina hvar helst er gert upp á milli þremenninganna. „Friðrik Már og Ragnar hafa báðir lokið grunn og framhaldsnámi við háskóla auk doktorsprófs í greinum sem krafa er gerð um (samkvæmt lögum, innsk. blaðamanns). Már hefur sömuleiðis lokið grunn- og framhaldsnámi við háskóla sem fullnægir kröfum laganna og jafnframt lagt stund á doktorsmán um skeið. Allir búa þeir yfir víðtækri reynslu og þekkingu á fjármálastarfsemi og efnahag- og peningamálum. Már sker sig þar úr hvað reynslu af bankastarfsemi varðar vegna starfa sinna í Seðlabanka Íslands um árabil, síðustu ár sem seðlabankastjóri, auk mikilvægrar reynslu sem hann öðlaðist í starfi sínu hjá Alþjóðagreiðslubankanum í Basel í Sviss. Reynsla Friðriks Más og Ragnars á þessu sviði er einna mest af fræði-, kennslu- og stjórnunarstörfum við háskóla þar sem þeir hafa starfað um árabil. Friðrik Már býr einnig að mikilvægri reynslu af sérfræðings- og stjórnunarstörfum hjá Þjóðhagsstofnun og í stjórnun fyrirtækja. Ragnar þekkir vel til starfa Seðlabanka Íslands eftir setu í bankaráði hans undanfarin fimm ár auk fleiri stjórnunarstarfa.“ Umsækjendur um stöðu seðlabankastjóra hafa frest til næsta miðvikudags til að koma á framfæri formlegum athugasemdum er lúta að hæfismati þeirra.Umsækjendur um stöðu seðlabankastjóra:Ásgeir Brynjar Torfason Friðrik Már BaldurssonHaukur JóhannssonÍris Arnlaugsdóttir Lilja Mósesdóttir Már Guðmundsson Ragnar ÁrnasonSandra María Sigurðardóttir Yngvi Örn Kristinsson Þorsteinn Þorgeirsson Nefndina um hæfi umsækjenda um stöðu seðlabankastjóra skipuðu þau Guðmundur Magnússon, fyrrverandi rektor Háskóla Íslands, Ólöf Nordal, fyrrverandi varaformaður og þingmaður Sjálfstæðisflokksins og núverandi formaður bankaráðs Seðlabankans, og Stefán Eiríksson lögfræðingur og lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu. Tengdar fréttir Fyrrverandi alþingismaður og myndlistarkona meðal umsækjenda Alls sóttu 10 manns um stöðu seðlabankastjóra sem auglýst var laus til umsóknar í júní. Már Guðmundsson er þeirra á meðal. 1. júlí 2014 12:01 Embætti Seðlabankastjóra laust til umsóknar Fjármála- og efnahagsráðherra tilkynnti í febrúar síðastliðnum að endurskoðun laga um Seðlabanka Íslands stæði fyrir dyrum og var stofnaður starfshópur í kjölfarið. 2. júní 2014 11:21 Skipa nefnd til að meta stöðu umsækjenda Fjármála- og efnahagsráðherra hefur skipað í nefnd til að meta hæfni umsækjenda um stöðu seðlabankastjóra 30. júní 2014 16:51 Hvetja konur til að sækja um stöðu Seðlabankastjóra Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur auglýst embætti bankastjóra Seðlabanka Íslands laust til umsóknar en Kvenréttindafélag Íslands hvetur konur til að sækja um stöðuna. 10. júní 2014 10:55 Már ætlar að sækja aftur um Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, ætlar að sækja aftur um hjá Seðlabankanum. 15. júní 2014 18:21 Mest lesið Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Viðskipti innlent „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Sjá meira
Hæfisnefnd telur þrjá umsækjendur um stöðu seðlabankastjóra hæfasta. Kjarninn greinir frá þessu. Nefndin, sem fjármála- og efnahagsráðherra skipaði í lok júní og átti að leggja mat á hæfi umsækjenda um stöðuna, telur þá Friðrik Má Baldursson, Ragnar Árnason og núverandi seðlabankastjóra Má Guðmundsson hæfasta til að gegna stöðunni. Hæfisskilyrðin til að gegna stöðu seðlabankastjóra eru að hafa lokið háskólaprófi í hagfræði eða tengdum greinum. Þá skal seðlabankastjóri búa yfir víðtækri reynslu og þekkingu á fjármálastarfsemi og efnahags- og peningamálum. Samkvæmt útreikningum Kjarnans eru Friðrik, Már og Ragnar hnífjafnir í niðurstöðu nefndarinnar, fá tólf stig. Lilja Mósesdóttir fær ellefu stig ásamt Þorsteini Þorgeirssyni. Yngvi Örn Kristinsson og Ásgeir Brynjar Torfason fá níu stig. Kjarninn segir að í niðurstöðu hæfisnefndarinnar megi greina hvar helst er gert upp á milli þremenninganna. „Friðrik Már og Ragnar hafa báðir lokið grunn og framhaldsnámi við háskóla auk doktorsprófs í greinum sem krafa er gerð um (samkvæmt lögum, innsk. blaðamanns). Már hefur sömuleiðis lokið grunn- og framhaldsnámi við háskóla sem fullnægir kröfum laganna og jafnframt lagt stund á doktorsmán um skeið. Allir búa þeir yfir víðtækri reynslu og þekkingu á fjármálastarfsemi og efnahag- og peningamálum. Már sker sig þar úr hvað reynslu af bankastarfsemi varðar vegna starfa sinna í Seðlabanka Íslands um árabil, síðustu ár sem seðlabankastjóri, auk mikilvægrar reynslu sem hann öðlaðist í starfi sínu hjá Alþjóðagreiðslubankanum í Basel í Sviss. Reynsla Friðriks Más og Ragnars á þessu sviði er einna mest af fræði-, kennslu- og stjórnunarstörfum við háskóla þar sem þeir hafa starfað um árabil. Friðrik Már býr einnig að mikilvægri reynslu af sérfræðings- og stjórnunarstörfum hjá Þjóðhagsstofnun og í stjórnun fyrirtækja. Ragnar þekkir vel til starfa Seðlabanka Íslands eftir setu í bankaráði hans undanfarin fimm ár auk fleiri stjórnunarstarfa.“ Umsækjendur um stöðu seðlabankastjóra hafa frest til næsta miðvikudags til að koma á framfæri formlegum athugasemdum er lúta að hæfismati þeirra.Umsækjendur um stöðu seðlabankastjóra:Ásgeir Brynjar Torfason Friðrik Már BaldurssonHaukur JóhannssonÍris Arnlaugsdóttir Lilja Mósesdóttir Már Guðmundsson Ragnar ÁrnasonSandra María Sigurðardóttir Yngvi Örn Kristinsson Þorsteinn Þorgeirsson Nefndina um hæfi umsækjenda um stöðu seðlabankastjóra skipuðu þau Guðmundur Magnússon, fyrrverandi rektor Háskóla Íslands, Ólöf Nordal, fyrrverandi varaformaður og þingmaður Sjálfstæðisflokksins og núverandi formaður bankaráðs Seðlabankans, og Stefán Eiríksson lögfræðingur og lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu.
Tengdar fréttir Fyrrverandi alþingismaður og myndlistarkona meðal umsækjenda Alls sóttu 10 manns um stöðu seðlabankastjóra sem auglýst var laus til umsóknar í júní. Már Guðmundsson er þeirra á meðal. 1. júlí 2014 12:01 Embætti Seðlabankastjóra laust til umsóknar Fjármála- og efnahagsráðherra tilkynnti í febrúar síðastliðnum að endurskoðun laga um Seðlabanka Íslands stæði fyrir dyrum og var stofnaður starfshópur í kjölfarið. 2. júní 2014 11:21 Skipa nefnd til að meta stöðu umsækjenda Fjármála- og efnahagsráðherra hefur skipað í nefnd til að meta hæfni umsækjenda um stöðu seðlabankastjóra 30. júní 2014 16:51 Hvetja konur til að sækja um stöðu Seðlabankastjóra Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur auglýst embætti bankastjóra Seðlabanka Íslands laust til umsóknar en Kvenréttindafélag Íslands hvetur konur til að sækja um stöðuna. 10. júní 2014 10:55 Már ætlar að sækja aftur um Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, ætlar að sækja aftur um hjá Seðlabankanum. 15. júní 2014 18:21 Mest lesið Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Viðskipti innlent „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Sjá meira
Fyrrverandi alþingismaður og myndlistarkona meðal umsækjenda Alls sóttu 10 manns um stöðu seðlabankastjóra sem auglýst var laus til umsóknar í júní. Már Guðmundsson er þeirra á meðal. 1. júlí 2014 12:01
Embætti Seðlabankastjóra laust til umsóknar Fjármála- og efnahagsráðherra tilkynnti í febrúar síðastliðnum að endurskoðun laga um Seðlabanka Íslands stæði fyrir dyrum og var stofnaður starfshópur í kjölfarið. 2. júní 2014 11:21
Skipa nefnd til að meta stöðu umsækjenda Fjármála- og efnahagsráðherra hefur skipað í nefnd til að meta hæfni umsækjenda um stöðu seðlabankastjóra 30. júní 2014 16:51
Hvetja konur til að sækja um stöðu Seðlabankastjóra Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur auglýst embætti bankastjóra Seðlabanka Íslands laust til umsóknar en Kvenréttindafélag Íslands hvetur konur til að sækja um stöðuna. 10. júní 2014 10:55
Már ætlar að sækja aftur um Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, ætlar að sækja aftur um hjá Seðlabankanum. 15. júní 2014 18:21