Viðskipti innlent

Afkoma Eimskips batnar milli ára

Hagnaður Eimskips eftir skatta á fyrsta ársfjórðungi ársins nam rétt tæpum 400 milljónum króna á fyrsta ársfjórðungi ársins. Þetta er mun betri afkoma en á sama tímabili í fyrra þegar hagnaðurinn nam um 95 milljónum kr.

Í tilkynningu um uppgjörið segir að rekstrartekjur félagsins jukust um 12,4% milli ára og voru  um 16,8 milljarðar kr.  Eiginfjárhlutfall var 65,8% í lok mars.

Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips, segir í tilkynningunni að flutningsmagn í áætlanaflutningum félagsins á Norður-Atlantshafi jókst lítillega eða um 0,3% miðað við sama tímabil 2012.

"Töluverður vöxtur hefur verið í flutningum til og frá Færeyjum og í flutningum á milli Evrópu og Norður-Ameríku en samdráttur hefur verið í flutningum til Íslands og í Noregi. Magn í frystiflutningsmiðlun jókst um 13,1% í samanburði við árið á undan, einkum vegna aukinna flutninga innan Asíu," segir Gylfi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×