Viðskipti innlent

Bjarni boðar hömlur á gjaldeyrisviðskiptum til frambúðar

Ísland kann að þurfa takmarkanir við ákveðnum tegundum fjármagnshreyfinga, það er í gjaldeyrisviðskiptum, til frambúðar, segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.

Þetta kemur fram í frétt á Bloomberg fréttaveitunni. Þar segir einnig að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) taki undir orð Bjarna Benediktssonar. Fram kemur í viðtali Bloomberg við Bjarna að Ísland verði að viðhalda takmörkunum að einhverju leyti á gjaldeyrisviðskiptum.

„Við gætum einnig þurft að setja hömlur á söfnun íslenskra banka á gjaldeyri í erlendum félögum,“ segir Bjarni.

Bloomberg ræði m.a. við Jonathan Ostry aðstoðarforstjóra rannsóknardeildar AGS. Hann segir að þrátt fyrir góðan ásetning í að stjórna flæði kviks fjármagns („hot money“) sé slíkt háð erfiðleikum sem ekki eigi að vanmeta. Sjá nánar hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×