Viðskipti innlent

Aukið úrval óverðtryggðra íbúðalána hjá Arion banka

Arion banki býður nú viðskiptavinum tvær nýjar tegundir óverðtryggðra íbúðalána til fasteignakaupa eða endurfjármögnunar.

Í tilkynningu segir að um sé að ræða viðbót við þá fjölbreyttu kosti óverðtryggðra og verðtryggðra lána sem þegar standa viðskiptavinum til boða.

Annars vegar er um að ræða óverðtryggð íbúðalán byggð á stýrivöxtum Seðlabanka Íslands að viðbættu 0,95% álagi. Slíkt lán bæri í dag 6,95% breytilega vexti sem breytast eftir stýrivaxtaákvörðunum Seðlabankans. Um er að ræða nýjung á íslenskum lánamarkaði, þar sem kjör íbúðalána hafa ekki áður verið tengd vöxtum Seðlabankans með svo beinum hætti. Um þessa tegund lána gildir, eins og um önnur óverðtryggð íbúðalán, að þau henta þeim sem sækjast eftir hraðari eignamyndun og hafa rúma greiðslugetu.

Hins vegar er um að ræða óverðtryggð íbúðalán með föstum vöxtum til þriggja ára. Um er að ræða sambærileg lán og þau óverðtryggðu lán sem bankinn reið á vaðið með á íslenskum íbúðalánamarkaði í september 2011 sem bera fasta vexti til fimm ára.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×