Endurkaupsverð lækkaði um 810 milljónir Svavar Hávarðsson skrifar 28. maí 2013 07:00 Elliði Vignisson „Oftast nær er gaman að hafa á réttu að standa en ég fullyrði að mér þykir það mjög miður að hafa haft á réttu að standa hvað Fasteign hf. varðar. Því miður þá fór sem fór,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar. Bærinn hefur ákveðið að kaupa til baka allar eignir sem runnu inn í Eignarhaldsfélagið Fasteign árið 2004 fyrir um 1,9 milljarða króna. Málið var umdeilt í bæjarstjórn þess tíma. Þáverandi meirihluti V-lista og Framsóknarflokks taldi hins vegar að leiðin í gegnum Fasteign hf. væri sú farsælasta fyrir Vestmannaeyjabæ. Í greinargerð meirihlutans frá árinu 2004 sagði að hagsmunum bæjarins væri betur komið með þátttöku í stórri rekstrareiningu en að standa sjálfur í fasteignarekstri. Fjárhagsleg staða bæjarins var þá slæm og breyttar forsendur með hruninu ófyrirséðar. Minnihlutinn vildi hins vegar fara aðra leið og varaði meðal annars við gengisáhættu. Vestmannaeyjabær gerðist hluthafi í Fasteign, seldi eignir sínar og gerði leigusamning um þær. Það lætur nærri að á núverandi verðgildi hafi verið greiddir allt að 1.4 milljarðar í leigu. Nú er hlutaféð tapað og endurkaupin munu kosta 1,9 milljarða. Fjárhagslegri endurskipulagningu á EFF lauk um áramótin. Leiga lækkaði verulega hjá sveitarfélögum við nýja leigusamninga, en þó mismikið eftir sveitarfélögum. Hjá Vestmannaeyjabæ fóru leigugreiðslur úr rúmum 300 milljónum niður í rúmar 115 milljónir. Með nýjum samningum náðist einnig veruleg breyting á endurkaupréttarákvæði á fasteignum sveitarfélaganna. Hjá Vestmannaeyjabæ lækkaði endurkaupsverðið úr rúmum 2.600 milljónum niður í tæpar 1.790 milljónir, eða um 810 milljónir. - Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Samruninn muni taka langan tíma Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Sjá meira
„Oftast nær er gaman að hafa á réttu að standa en ég fullyrði að mér þykir það mjög miður að hafa haft á réttu að standa hvað Fasteign hf. varðar. Því miður þá fór sem fór,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar. Bærinn hefur ákveðið að kaupa til baka allar eignir sem runnu inn í Eignarhaldsfélagið Fasteign árið 2004 fyrir um 1,9 milljarða króna. Málið var umdeilt í bæjarstjórn þess tíma. Þáverandi meirihluti V-lista og Framsóknarflokks taldi hins vegar að leiðin í gegnum Fasteign hf. væri sú farsælasta fyrir Vestmannaeyjabæ. Í greinargerð meirihlutans frá árinu 2004 sagði að hagsmunum bæjarins væri betur komið með þátttöku í stórri rekstrareiningu en að standa sjálfur í fasteignarekstri. Fjárhagsleg staða bæjarins var þá slæm og breyttar forsendur með hruninu ófyrirséðar. Minnihlutinn vildi hins vegar fara aðra leið og varaði meðal annars við gengisáhættu. Vestmannaeyjabær gerðist hluthafi í Fasteign, seldi eignir sínar og gerði leigusamning um þær. Það lætur nærri að á núverandi verðgildi hafi verið greiddir allt að 1.4 milljarðar í leigu. Nú er hlutaféð tapað og endurkaupin munu kosta 1,9 milljarða. Fjárhagslegri endurskipulagningu á EFF lauk um áramótin. Leiga lækkaði verulega hjá sveitarfélögum við nýja leigusamninga, en þó mismikið eftir sveitarfélögum. Hjá Vestmannaeyjabæ fóru leigugreiðslur úr rúmum 300 milljónum niður í rúmar 115 milljónir. Með nýjum samningum náðist einnig veruleg breyting á endurkaupréttarákvæði á fasteignum sveitarfélaganna. Hjá Vestmannaeyjabæ lækkaði endurkaupsverðið úr rúmum 2.600 milljónum niður í tæpar 1.790 milljónir, eða um 810 milljónir. -
Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Samruninn muni taka langan tíma Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent