Viðskipti innlent

Markaðssetja íslenskar heilsuvörur í Kína

Róbert Wessmann
Róbert Wessmann
Lyfjafyrirtækið Alvogen hefur hafið samstarf við íslensk útflutningsfyrirtæki um markaðssetningu og sölu á íslenskum heilsuvörum í Kína. Fram kemur í tilkynningu frá Alvogen að samstarfsaðilarnir búist við því að árlegt söluverðmæti varanna verði um 700 milljónir króna.

Íslenskir samstarfsaðilar Alvogen eru Purity Herbs, Ensímtækni og Lýsi en Alvogen hefur til skoðunar að hefja samstarf við fleiri íslensk fyrirtæki á þessu sviði.

Fyrstu íslensku vörurnar voru settar á markað í Kína í fyrra og eru nú seldar í átján borgum víðs vegar um landið. Vörurnar eru markaðssettar undir vörumerkinu Pure Iceland. Dr. Lue, framkvæmdastjóri Alvogen í Kína, sótti Ísland nýverið heim og kynnti sér starfsemi íslensku fyrirtækjanna.

Alvogen er alþjóðlegt lyfjafyrirtæki með höfuðstöðvar í Pine Brook í Bandaríkjunum en forstjóri þess er Róbert Wessmann, fyrrverandi forstjóri Actavis. Greint hefur verið frá því í fjölmiðlum að Alvogen skoði nú möguleikann á því að reisa lyfjaverksmiðju á Íslandi en um tuttugu starfsmenn fyrirtækisins hafa aðsetur á Íslandi.- mþl





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×