Fleiri fréttir

Fjármálaráðherra fundar með hagsmunaðilum í ferðaþjónustu

Oddný Harðardóttir fjármálaráðherra muna funda með hagsmunaaðilum í ferðaþjónustu í ráðuneyti sínu í dag vegna fyrirhugaðrar hækkunar á virðisaukaskatti á gistiþjónustu. Mikil óánægja er með fyrirhugaða hækkun innan ferðaþjónustunnar.

Byggðastofnun neitar að niðurfæra erlend lán - deilt fyrir dómstólum

Byggðastofnun neitar að niðurfæra erlend lán til viðskiptavina, í samræmi við gengislánadóma Hæstaréttar, þar sem stofnunin telur lánin vera lán í erlendri mynt en ekki grengistryggð lán í krónum. Ágreiningur um þessi lán er kominn til kasta dómstóla, en miklir hagsmunir eru í húfi fyrir skattgreiðendur.

Tekjur ríkissjóðs jukust um 18%

Tekjur ríkissjóðs á fyrri helmingi ársins jukust um 17,6% frá sama tímabili í fyrra og voru um 252 milljarðar króna. Tekjurnar eru nú um 22,2 milljörðum króna, eða um 9,7%, yfir tekjuáætlun fjárlaga.

Hægir á landsframleiðslu Japans

Landsframleiðsla jókst um 0,3 prósent á öðrum ársfjórðungi þessa árs en á fyrsta ársfjórðungi jókst landsframleiðslan um eitt prósent. Sérfræðingar sem breska ríkisútvarpið BBC vitnar til segja að japanskt efnahagslíf gæti tekið dýfu á næstunni vegna óvissu í efnahagsmálum heimsins, ekki síst á evrusvæðinu. Slíkt ástand dregur úr fjárfestingu og heldur aftur af vexti.

Guðný nýr framkvæmdastjóri Líflands

Guðný Benediktsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Líflands/Kornax frá og með 1. september næstkomandi. Guðný lauk prófi í vélaverkfræði frá Háskóla Íslands árið 1989 með áherslu á stjórnun og rekstur og MBA frá Colorado State University árið 1991. Hún hefur fjölbreytta stjórnunarreynslu að baki úr ólíkum greinum atvinnulífsins. Síðast gegndi hún starfi forstöðumanns gæða- og öryggismála hjá Sjóvá. Lífland er einn stærsti framleiðandi og þjónustuaðili á hvers konar fóðurvöru á Íslandi.

Malcolm Walker: Greiði fyrir Baugsfeðga

Vöxtur og uppgangur Iceland Foods í Bretlandi er ævintýri líkastur. Malcolm Walker stofnaði verslunina 1970 í Bretlandi og óx fyrirtækið jafnt og þétt.

Hagnaðurinn fjórfalt meiri en á síðasta ári

Icelandair Group hagnaðist um 1,7 milljarða króna á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Það er rúmlega fjórum sinnum meiri hagnaður en félagið skilaði á sama tíma í fyrra, en hagnaður þess frá byrjun apríl til loka júnímánaðar 2011 var 400 milljónir króna á gengi dagsins í dag. Þetta kemur fram í hálfsársuppgjöri félagsins sem birt var í gær.

Fjögurra milljarða tap af björgun Sjóvár

Skattgreiðendur töpuðu fjórum milljörðum á björgun tryggingarfélagsins Sjóvár, en Seðlabankinn eignaðist kjölfestuhlut í tryggingarfélaginu eftir að ríkissjóður kom fyrirtækinu til bjargar eftir hrun.

Sölsuðu undir sig stóran hlut í Hamleys á undirverði

Hin umdeilda Rowland-fjölskylda, sem keypti Kaupþing í Lúxemborg eftir hrun, sölsaði undir sig stóran hlut í Hamley's leikfangakeðjunni á afsláttarverði út úr huldufélaginu Pillar Securities í Lúxemborg ásamt öðrum eignum félagsins. Rowland fjölskyldan virðist hafa setið beggja vegna borðsins í þessum viðskiptum.

Segja ekkert samráð hjá flugfélögunum tveimur

Upplýsingafulltrúar flugfélaganna Wow air og Iceland Express neita báðir að félögin hafi haft samráð þegar annað félagið ákvað að fljúga ekki til Danmerkur í vetur meðan hitt hættir að fljúga til Berlínar. Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi Wow air, segir að verðstríðið sem verið hefur að undanförnu milli félaganna sé skýrasta dæmið um að þar á bæ sé ekkert samráð í gangi.

Tekjur Icelandair Group jukust um 15 prósent milli ára

Tekjur Icelandair Group jukust um 15 prósent á öðrum ársfjórðungi þessa árs miðað við árið á undan og nam EBITDA hagnaður fyrirtækisins, það er rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði, 28,8 milljónum dala, eða sem nemur tæplega 3,5 milljörðum króna.

Frans Páll hættir hjá Landsbankanum

Frans Páll Sigurðsson,framkvæmdastjóri Fjármála, lætur í dag af störfum í Landsbankanum að eigin ósk, að því er segir í tilkynningu frá Landsbankanum. Frans hóf störf í Landsbankanum haustið 2010 þegar viðamiklar breytingar voru gerðar á framkvæmdastjórn bankans og átta nýir framkvæmdastjórar voru ráðnir.

Milljarða afskriftaþörf LÍN

Framlög á afskriftareikning útlána hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna (LÍN) voru 8,9 milljarðar króna í fyrra. Á fjárlögum ársins 2011 hafði verið gert ráð fyrir að þau yrðu 3,5 milljarðar króna. Því skeikaði 5,4 milljörðum króna á því sem áætlað var og raunverulegum færslum á afskriftaeikning. Um er að ræða hæsta árlega framlag á afskriftarreikning sem átt hefur sér stað hjá LÍN. Þetta kemur fram í ríkisreikningi ársins 2011.

Einna lægstur tekjuskattur á fyrirtæki á Íslandi

Aðeins 5 lönd af þeim 34 sem teljast til OECD-ríkjanna hafa lægri skattlagningu á fyrirtæki en Ísland. Stefán Ólafsson, prófessor, segir frá þessu á bloggi sínu en tölurnar miðast við árið 2011.

Skattahækkun í ferðaþjónustu á að skila 2,5 milljarði

Hækkun virðisaukaskatts á gistikostnað á að skila tveimur og hálfum milljarði aukalega í ríkiskassann, en fjármálaráðherra fundar með hagsmunaðilum í greininni á morgun. Mikil óánægja er meðal fyrirtækja í ferðaþjónustu sem segja hækkunina glórulausa.

„Hinu opinbera engin takmörk sett þegar kemur að sköttum“

Aflahæstu strandveiðibátar landsins í sumar lönduðu afla að verðmæti um 8,6 milljóna króna hver á tímabilinu. Formaður Landssambands smábátaeigenda segir afar misjafnt hve stóran hlut af verðmætinu sjómennirnir fái í sinn hlut.

Dorrit borgar skattinn erlendis

Allar tekjur og eignir forsetafrúarinnar Dorritar eru skattlagðar erlendis. Þetta kemur fram í Viðskiptablaðinu í dag. Hún borgar því ekki íslenskan skatt af eignum sínum, en eignir fjölskyldu hennar hafa verið metnar á tugmilljarða.

Gengi Össurar hækkar skarplega

Gengi bréfa Össurar hefur hækkað skarplega í dag, um 2,54 prósent, og er gengið félagsins í Kauphöll Íslands nú 202. Lítil hreyfing hefur annars verið á gengi félaga á markaði. Gengi bréf í fasteignafélaginu Regin hefur hækkað um 0,36 prósent og er nú 8,4. Gengi bréf Icelandair hefur lækkað um 0,59 prósent og er nú 6,74.

Bjarni Ben: Ríkisstjórnin með „sjokk-aðferðina“ - arfavitlaus hækkun

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir þær hugmyndir sem stjórnvöld hafa nú viðrað, um að hækka virðisaukaskatt á gistikostnað úr sjö prósent í 25,5 prósent, vera „arfavitlausar“. Auk þess séu þær í takt við það sem ríkisstjórnin hafi gert undanfarin ár þegar fjárlög eru til umræðu. „Það er vaðið áfram með hugmyndir, sem „sjokkera“ heilu atvinnugreinarnar, og allir sjá að eru algjörlega út í hött. Síðan er byrjað að tala við hagsmunaaðila, og oftar en ekki hefur ríkisstjórnin síðan tekið ákvörðun sem hún kallar sátt. Þó það sé víðsfjarri raunveruleikanum,“ segir Bjarni.

Aðaleigandi Sjóvár kaupir 20% í viðbót

SF1 slhf., félag í eigu lífeyrissjóða auk annarra fagfjárfesta, hefur nýtt sér kauprétt á 20,6% eignarhluta Eignasafns Seðlabanka Íslands ehf. (ESÍ) í Sjóvá-Almennum tryggingum hf. (Sjóvá). SF1 eignaðist meirihluta í Sjóvá fyrir rúmu ári með kaupum á 52,4% hlut af ESÍ og þá var einnig samið um framangreindan kauprétt. Eftir nýtingu á kaupréttinum hefur SF1 keypt allan eignarhlut ESÍ í Sjóvá eða samtals 73% og hafa kaupin þegar hlotið samþykki Fjármálaeftirlitsins og Samkeppniseftirlitsins.

Framkvæmdastjóri hjá Icelandair: Hækkanirnar munu engu skila

Stjórnvöld leita nú leiða til þess að brúa 16 til 20 milljarða gat með skattahækkunum og niðurskurði í fjárlögum fyrir næsta ár. Meðal þess sem horft er til er að hækka virðisaukaskatt á gistikostnað í ferðaþjónustu úr sjö prósent í 25,5 prósent, það er úr neðsta þrepi í það efsta.

Harpan aðeins lítið brot af heildarmyndinni fyrir hrunið

Svissneska fjárfestingafélagið World Leisure Investment átti hæsta boð í byggingarétt á reitnum við hlið Hörpunnar, og hyggst reisa þar hótelbyggingu sem verður fimm hæða, auka tveggja hæða bílastæðakjallara niður á við. Samkvæmt samþykktu skipulagi má byggingin vera 30 þúsund fermetrar að stærð, en til samanburðar er Harpan 28 þúsund fermetrar.

AMX komið í Hádegismóa

Vefmiðlun ehf. sem meðal annars á og rekur vefinn amx.is, flutti lögheimili sitt og póstfang að Hádegismóum 2 í Reykjavík nýverið. Þetta kemur fram í tilkynningu til fyrirtækjaskráar sem mótttekin var 13. júní síðastliðinn. Hádegismóar 2 hýsa einnig starfsemi Morgunblaðsins en hluti húsnæðisisins hefur verið leiguður undir aðra starfsemi. Vefmiðlun ehf. er í eigu Friðbjörns Orra Ketilssonar og Arthúrs Ólafssonar til helminga. Friðbjörn Orri er auk þess titlaður útgefandi AMX-vefjarins. Félagið hagnaðist um 177 þúsund krónur á árinu 2010 samkvæmt síðasta birta ársreikningi.

Rekstraráætlanir voru óraunhæfar

Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að rekstraráætlanir Hörpu hafi verið óraunhæfar og þurft að endurskoða. Hún segir að ákveðið hafi verið að bíða með ýmsar breytingar þar til reynsla væri komin á reksturinn. Því hafi verið beðið um úttekt eftir fyrsta heila rekstrarárið.

Öll starfskjör til skoðunar

Starfshópur fjármálaráðuneytisins um málefni Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR) stefnir að því að ljúka vinnu fyrir 1. október. Gunnar Björnsson, skrifstofustjóri í ráðuneytinu og formaður hópsins, segir koma til greina að breyta launakjörum samhliða breytingum á lífeyrisréttindum.

Hækkun á virðisaukaskatti gistingar skoðuð

Virðisaukaskattur á gistingu gæti hækkað úr 7%, lægsta skattþrepinu, í 25,5%, almenna skattþrepið, í nýju fjárlagafrumvarpi. Ríkisútvarpið greindi frá þessu í gær en Samtök ferðaþjónustunnar eru mjög gagnrýnin á hugmyndina.

Uppsagnir á Blönduósi

Fiskvinnslan Sæmá á Blönduósi hefur sagt upp öllu starfsfólki sínu, tólf alls. Uppsagnirnar taka gildi þann 1. nóvember næstkomandi.

Segir ekki mikla kreppu í verslun með sumarhús

"Það virðist nú ekki vera mikil kreppa í þessum bransa sko," segir Gunnar Þorgeirsson, oddviti sveitarstjórnar í Grímsnes- og Grafningshreppi, um verslun með sumarbústaði. Hann segir að í Grímsnesi hafi talsvert verið um byggingu nýrra sumarhúsa á liðnu ári.

Skattahækkun væri rothögg fyrir ferðaþjónustuna

Til stendur að hækka virðisaukaskatt á gistinætur úr sjö prósentum í tuttugu og fimm komma fimm prósent í nýju fjárlagafrumvarpi. Samtök ferðaþjónustunnar segja hækkunina reiðarslag en framkvæmdastjóri hjá Icelandair talar um hneyksli.

Harpan átti ekki að kosta skattgreiðendur neitt

Tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpa átti ekki að kosta skattgreiðendur neitt og reksturinn átti að standa undir sér, að því er sagt var þegar ríki og borg ákváðu að ljúka við byggingu hússins og reka það til framtíðar. Til stendur að velta við hverjum steini og endurskipuleggja rekstur hússins.

Skattahækkun muni auka svarta atvinnustarfsemi

Skattahækkun á gistingu mun auka svarta atvinnustarfsemi í greininni, segja Samtök ferðaþjónustunnar. Þau furða sig á fréttum þess efnis að ríkisstjórnin skuli hækka virðisaukaskatt á gistingu úr 7% í 25,5%, eins og greint var frá í fréttum RÚV. Segja þau að þetta muni hækka verð á gistingu um 17,3%.

Aldrei fleiri farþegar hjá Icelandair - 279 þúsund í júlí

Icelandair flutti 279 þúsund farþega í millilandaflugi í júlí og voru þeir 10% fleiri en í júlí á síðasta ári. Aldrei hafa fleiri farþegar ferðast með félaginu í einum mánuði, að því er segir í tilkynningu frá félaginu.

Ekki útilokað að ríkið eignist stærri hlut í Hörpu

Ekki er útilokað að ríkið eignist stærri hlut í Hörpunni eftir að eigendastefna hússins hefur verið endurskipulögð. Fasteignagjöld, sem renna til borgarinnar, nema næstum helmingi af árlegu rekstrarframlagi ríkis og borgar til hússins.

Marel hækkar en Hagar lækka

Gengi bréfa í Marel hefur hækkað um 0,72 prósent í dag og er gengi bréfa félagsins nú 140. Heildarveltan að baki viðskiptunum nemur um 108 milljónum króna, en heildarvelta viðskipta dagsins nemur tæplega 136 milljónum króna. Gengi bréfa í Högum hefur lækkað um 0,27 prósent í dag og er gengið nú 18,25.

Boris Johnson: Árás á London sem fjármálamiðstöð

Boris Johnson, borgarstjórinn í London, segir að bandarísk yfirvöld séu að ráðast á London sem fjármálamiðstöð með því að saka Standard Chartered bankann um stórfellt peningaþvætti fyrir Íransstjórn, en í tilkynningu frá Fjármálaeftirlitinu í New York kom fram að heildarumfang viðskipta bankans við Íransstjórn hafi numið um 250 milljörðum dala, eða sem nemur ríflega 30 þúsund milljörðum króna.

Tekjur ríkisins meiri en ráð var fyrir gert

Innheimtar tekjur ríkisins fyrstu sex mánuði ársins 2012 námu 251,9 milljörðum króna. Það er 23,2 milljörðum umfram áætlun. Á sama tíma hafa gjöld ríkisins dregist saman um 6,4 milljarða, voru 268,6 milljarðar til júníloka. Þetta kemur fram í mánaðaruppgjöri A-hluta ríkissjóðs fyrir júní 2012, sem kom út í gær.

Austurhöfn tapaði 534 milljónum króna

Austurhöfn-TR ehf., sem er í 54 prósenta eigu ríkisins og 46 prósenta eigu Reykjavíkurborgar, fer með eignarhald Hörpu og annarra tengdra eigna. Félagið hefur ekki birt ársreikning sinn fyrir árið 2011 opinberlega. Í ríkisreikningi ársins 2011 kemur hins vegar fram að 534 milljóna króna taprekstur hafi verið á félaginu í fyrra. Eigið fé þess er neikvætt um 270 milljónir króna og skuldir þess nema 23,1 milljarði króna. Eignir þess, sem eru að langstærstu leyti Harpa og meðfylgjandi lóðir, voru metnar á 22,8 milljarða króna í lok síðasta árs.

Þorskurinn orðinn of dýr fyrir Bretana

„Við erum að verðleggja okkur út af markaðnum,“ segir Jón Steinn Elíasson, formaður Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda. Nýleg könnun sem verslunarkeðjan Sainsbury’s stóð fyrir á Bretlandi sýnir að neysla á tilapíu og öðrum fisktegundum sem ekki veiðast hér við land eykst stórlega á kostnað þorsks og ýsu.

Flókið stjórnskipulag Hörpu veldur núningi og árekstrum

Flókið stjórnskipulag innan Hörpu-samstæðunnar hefur valdið núningi og árekstrum, verkaskipting, hlutverk og ábyrgð hafa ekki verið skýr og við ákveðnar aðstæður hefur verið óljóst hver á að taka hvaða ákvörðun. Þetta er meðal þess sem kemur fram í úttekt KPMG á rekstri og skipulagi Hörpu.

Útgjöld ríkisins aukast árið 2013 í fyrsta sinn frá hruni

Fjárlagafrumvarpið 2013 gerir ráð fyrir almennri aðhaldskröfu um eitt prósent. Þegar tekið er tillit til þess að útgjöld verða uppfærð um 3,5 prósent miðað við verðlag er staðreyndin sú að útgjöld ríkisins aukast í fyrsta skipti frá hruni.

Icelandair lækkaði um 1,75 prósent - hækkanir erlendis

Gengi bréfa í Icelandair lækkaði um 1,75 prósent í dag og stendur gengi bréfa félagsins nú í 6,73. Mest var lækkunin þó hjá Bank Nordik en gengi bréfa færeyska bankans lækkaði um 2,86 prósent og er nú 68.

Vegir eru hrörlegir vegna bágrar stöðu ríkissjóðs

Vegir landsins eru margir hverjir orðnir hrörlegir vegna lítils viðhalds að mati vegamálastjóra. Sérstaklega er vegurinn austan Selfoss lélegur. Ástæðan er forgangsröðun í viðhaldi vegna lélegrar stöðu ríkissjóðs.

"Fyrir suma er kreppan rétt að byrja“

"Það er algert rugl" að okkar Íslendinga bíði betri tímar fjárhagslega að mati Guðmundar Ólafssonar, hagfræðings. Í viðtali við Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni segir hann að fyrir suma sé kreppan bara rétt að byrja.

Risavaxið hótel á að bæta afkomu Hörpunnar

Gert er ráð fyrir að Marriot-hótelið sem á að rísa við hlið Hörpunnar verði fimm hæða og allt að 30 þúsund fermetrar að stærð. Framtíðaráætlanir um rekstur Hörpu byggja ekki síst á samvinnu við hótelið þegar kemur að ráðstefnum.

Sjá næstu 50 fréttir