Viðskipti innlent

Verulegar líkur á endurskoðun þrátt fyrir Icesave

Höskuldur Kári Schram skrifar
Dominique Strauss-Kahn
Dominique Strauss-Kahn

Verulegar líkur taldar á því að stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins taki fyrir aðra endurskoðun á efnahagsáætlun Íslands í næsta mánuði óháð stöðu Icesave deilunnar. Aukinnar bjartsýni gætir eftir fund íslenskra ráðamanna með framkvæmdastjóra sjóðsins í gær.

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, og Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, funduðu með Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í gær.

Önnur endurskoðun sjóðsins á efnahagsáætlun Íslands hefur tafist í tæpa tvo mánuði. Stjórn sjóðsins hefur ekki viljað setja málið á dagskrá fyrr en niðurstaða liggur fyrir Icesave málinu.

Íslensk stjórnvöld hafa mótmælt þessari tengingu og nú síðast forsætisráðherra í bréfi til framkvæmdastjóra sjóðsins.

Fjármálaráðherra ítrekaði þessa skoðun íslenskra stjórnvalda á fundinum með Dominique Strauss í gær.

Aukinnar bjartsýni gætir eftir fundinn og nú þykir líklegt að sjóðurinn afgreiði endurskoðaða efnahagsáætlun í næsta mánuði óháð stöðu Icesave málsins.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×