Fleiri fréttir

Þorbjörn Atli í lok dags

Þorbjörn Atli Sveinsson hjá Greiningardeild Kaupþings var gestur Sindra Sindrasonar í lok dags hér á Vísi.

Bréf Færeyjabanka hækkaði mest í dag

Gengi bréfa í Færeyjabanka hækkaði um 2,86 prósent í Kauphöll Íslands í dag. Þetta er mesta hækkunin á markaðnum í dag. Gengi bréfa í Bakkavör hækkað um 1,91 prósent og bréf 365 um 1,74 prósent.

Marel selur í Danmörku

Marel hefur náð samkomulagi um sölu á fyrirtæki í Danmörku sem starfrækt er undir merkjum Scanvaegt Norfo til Nienstedt G.m.b.H. Salan kemur til með að hafa lítil áhrif á veltu og hagnað Marel Food Systems fyrir árið 2008.

Hamleys opnar í Jórdaníu

Breski leikfangarisinn Hamleys, sem er í eigu Baugs Group og stýrt af Íslendingnum Guðjóni Karli Reynissyni, hefur opnað nýja glæsiverslun á Mecca Street í Amman, höfuðborg Jórdaníu.

Tveir af þremur stærstu hluthöfum FL Group úr stjórn

Þrír af mest áberandi viðskiptamönnum Íslands á undanförnum árum, Jón Ásgeir Jóhannesson, Pálmi Haraldsson og Hannes Smárason, hurfu á einu bretti út úr stjórn FL Group í morgun. Pálmi og Hannes eru báðir í hópi þriggja stærstu hluthafa félagsins.

Hækkandi skuldatryggingarálag veldur gengissveiflu

Ein af ástæðnum fyrir hinni miklu gengissveiflu sem nú er í gangi er að skuldatryggingarálag bankanna hefur snarhækkað í þessum mánuði. Er hækkunin á bilinu 30% til 50% eftir bönkunum.

Bakkavör hækkar mest í byrjun dags

Gengi hlutabréfa í Bakkavör hækkaði um 2,4 prósent í upphafi viðskiptadagsins í Kauphöll Íslands í dag. Á sama tíma lækkaði gengi 365 um 1,74 prósent í kjölfar 4,55 prósenta hækkunar í gær.

Greining Kaupþings spáir 13% ársverðbólgu

Greiningardeild Kaupþings spáir 1,1% verðbólgu í júní en samkvæmt því verður 12 mánaða verðbólga í kringum 13%. Verðþróun á eldsneyti skilar mestu til hækkunar vísitölu neysluverðs í júní.

Krónan leitar upp á við á ný

Gengi krónunnar snéri úr lækkun þegar nær dró tíuleytinu eftir fall í gær. Það hefur nú styrkst um 0,63 prósent og stendur gengisvísitalan í 163,7 stigum.

Enn veikist krónan

Krónan veiktist um 0,4 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins á gjaldeyrismarkaði. Þetta er annar dagurinn í röð sem gengi krónunnar sígur. Í gær féll það um 3,8 prósent innan dags. Hún hefur ekki verið veikari frá því Seðlabankinn tók upp verðbólgumarkmið og hóf að skrá gengi krónunnar fyrir sjö árum síðan.

Kínverjar lána Björgólfi Thor 80 milljarða í Póllandi

Þróunarbanki Kína hefur lánað pólska fjarskiptafyrirtækinu Play, sem Novator, félag Björgólfs Thors Björgólfssonar á 75% hlut í, um 80 milljarða íslenskra króna til að standa straum af frekari uppbyggingu fyrirtækisins í Póllandi.

Krónan ekki veikari í sjö ár

Gengi krónunnar féll um 3,8% í gær og hefur gengið ekki verið veikara í sjö ár eða síðan Seðlabankinn tók upp verðbólgumarkmið sitt árið 2001.

Gunnar Haraldsson í lok dags

Gunnar Haraldsson forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands var gestur Ingimars Karls Helgasonar í lok dags hér á Vísi.

Króna veikist hratt í enda dags

Gengi krónunnar hefur veikst um 3,6 prósent í dag og stendur vísitalan í 164,3 stigum. Mikil veiking var á síðustu mínútum viðskiptadagsins.

365 hækkaði um 4,55 prósent

Gengi hlutabréfa í 365 hækkaði um 4,55 prósent í Kauphöll Íslands í dag eftir að stjórn félagsins greindi frá því að það hyggðist taka það af markaði. Á sama tíma féll gengi Færeyjabanka um 5,4 prósent.

Krónan fellur um 2,4 prósent

Gengi krónunnar féll um 2,4 prósent í kringum hádegisbil í dag. Það hefur ekki verið lægra í fimm ár.

Marel semur við Glitni um viðskiptavakt

Marel Food Systems hefur gert samning við Glitni hf. um viðskiptavakt á útgefnum hlutabréfum félagsins. Tilgangurinn með viðskiptavaktinni er að efla viðskipti með hlutabréf félagsins í Kauphöll Íslands hf.

Gengi 365 hf. hækkaði um 4,5%

Gengi í 365 hf. hækkaði um 4,5% í fyrstu viðskiptum dagsins í kauphöllinni. Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,2% og stendur nú í 4.480 stigum.

Áhrif Landsmóts eru ómetanleg

„Ég held að áhrif Landsmóts séu algjörlega ómetanleg og verði seint reiknuð út til fulls. Annars vegar er það þannig að mót af þessu tagi skapa í sjálfu sér mikil verðmæti. Þarna kemur saman mikill fjöldi fólks sem hefur heilmikil áhrif á efnahag svæðisins í kring. Þessi mót hafa sýnt það að þau laða til sín fjölda útlendinga sem styrkja okkar gjaldeyrisgrundvöll,“ segir Einar Kristinn Guðfinnsson, sjávar­útvegs- og landbúnaðarráðherra.

Stjórn 365 hf. vill afskrá félagið úr kauphöllinni

Stjórn 365 hf. hefur samþykkt að boða til hluthafafundar þann 1. júlí næstkomandi og leggja fyrir hluthafa félagsins tillögu um skráningu félagsins úr kauphöllinni á Íslandi. 365 rekur meðal annars vefmiðilinn Vísir.is

Risaskjáirnir komnir, kamrarnir farnir

Landsmót hestamanna var fyrst haldið árið 1950 á Þingvöllum. Þá voru gestir um tíu þúsund talsins. Þó gestum hafi ekki fjölgað mikið síðan þá hefur umfang mótsins gjörbreyst og fyrirkomulag mótsins er orðið allt annað.

Útivist og gönguferðir

„Mývatnssveitin er í uppáhaldi,“ segir Lilja Pálsdóttir, útibússtjóri í Glitni í Þarabakka, en hún er mikil ferðakona þegar kemur að því að ferðast um landið.

Pissað í polla

Vondar fréttir af Eimskipafélaginu sendu markaðinn í þunglyndi í vikunni. Það var svo sem ekki á svartsýnina bætandi og fyrir vikið sat íslenski markaðurinn eftir þegar Evrópa rétti sig örlítið við. Þunglyndið var allsráðandi og ég mann satt að segja ekki eftir jafn svartsýnum tóni á markaðinum síðan 2001-2002 þegar gengið grillaði ansi marga á sama tíma og draumurinn um að þjóðin gæti upp til hópa lifað af arðinum á Decode lognaðist út af.

Kaupþingsbréf hækka í Svíþjóð

Gengi hlutabréfa í Kaupþingi sem skráð er í sænsku kauphöllina hafa hækkað um 1,3 prósent það sem af er dags. Gengið stendur nú í 58,5 sænskum krónum á hlut. Kauphöll Íslands er lokuð vegna Þjóðhátíðardagsins.

Gengisvísitalan hækkar áfram

Gengisvísitala krónunnar hélt áfram að veikjast í dag endaði í 159 stigum. Segir í hálffimmfréttum Kaupþings að gengi krónunnar hafi ekki lokað yfir 160 stigum en í marsmánuði fór vísitalan talsvert yfir 160 stig innan dags.

Bakkavör hækkaði mest í dag

Úrvalsvísitalan hækkaði í dag og við lokun Kauphallar stóð hún í 4470 stigum. Mest hækkuðu bréf í Bakkavör Group og var hækkunin 5,8 prósent.

Greiðslukortavelta dregst saman

Heildar greiðslukortavelta hefur dregist saman um 4,5 prósent á föstu verðlagi síðastliðna tólf mánuði. Þetta kemur fram í nýjum Vegvísi Landsbankans.

Róleg byrjun í kauphöllinni

Það hefur verið róleg byrjun í kauphöllinni í morgun. Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,14% og stendur í 4.433 stigum.

Gengið að styrkjast

Gengi íslensku krónunnar hefur verið að styrkjast frá opnun markaðarins í morgun. Gengisvisitalan hefur lækkað um 0,65% og gengið styrkst sem því nemur. Stendur vísitalan nú í 156,9 stigum.

Applicon samstarfsaðili SAP

Applicon hefur verið valið einn af þremur samstarfsaðilum SAP á Norðurlöndum til þess að annast endursölu og þjónustu á lausnum Business Objects, sem er leiðandi í viðskiptagreind.

Áhugi á Julian Graves

Eins og Vísir greindi frá í dag hefur Baugur fengið Deloitte til þess að taka út heilsuvörukeðjuna Julian Graves sem er í eigu fyrirtækisins. Breska blaðið Telegraph segir líklegt að keðjan verði seld. Samkvæmt heimildum Vísis er málið þannig vaxið að ákveðnir aðilar hafa leitað til Baugs og lýst yfir áhuga á að kaupa Julian Graves.

Baugur að selja Julian Graves?

Breska blaðið Telegraph segir frá því í dag að Baugur hafi ákveðið að kalla inn sérfræðinga frá Deloitte til að meta Julian Graves heilsuvöruverlslanakeðjuna sem er í eigu fyrirtækisins. Blaðið segir að ákvörðunin veki upp spurningar um fjárhagslega stöðu Baugs og veltir því fyrir sér hvort standi til að selja keðjuna.

Baldur fékk engan milljarð

Halldór Kristmannsson, framkvæmdastjóri Samskiptasviðs Eimskips segir fullyrðingar um innleystan söluhagnað Baldurs Guðnasonar fyrrverandi forstjóra Eimskips byggðar á misskilningi. Í Fréttablaðinu í dag er sagt að Baldur hafi fengið næstum milljarð króna við starfslok vegna söluréttar á kaupréttum.

Sjá næstu 50 fréttir