Viðskipti innlent

LME hefur náð 43,3 prósentum

Árni, sem er forstjóri Eyris Invest og stjórnarformaður Marels, segir LME stefna að viðræðum við framkvæmdastjórn, stjórn og aðra hluthafa Stork um framtíð félagsins.
Árni, sem er forstjóri Eyris Invest og stjórnarformaður Marels, segir LME stefna að viðræðum við framkvæmdastjórn, stjórn og aðra hluthafa Stork um framtíð félagsins.

Eignarhlutur LME, eignarhaldsfélags Landsbankans, Marel og Eyris Invest, í Stork í Hollandi er nú 43,3 prósent.

LME hefur markvisst aukið hlut sinn í Stork, en Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Eyris, segir að með því sé sýnd langtímaskuldbinding gagnvart samstæðunni. „Aukinn eignarhlutur er jafnframt ætlaður til að tryggja og vernda þá fjárfestingu sem þegar hefur verið lögð í félagið," segir hann. LME verst yfirtökuáætlunum fjárfestingafélagsins Candover sem Árni segir ætla að beita aðra hluthafa þrýstingi jafnvel þó það næði bara 51 prósents hlut í Stork.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×