Fleiri fréttir Jón Ásgeir þriðji áhrifamesti maðurinn í smásölu á Bretlandi Jón Ásgeir Jóhannessson, forstjóri Baugs, er þriðji áhrifamesti maðurinn í smásölu á Bretlandi samkvæmt tímaritinu Retail Week. Blaðið birtir árlega lista yfir áhrifamestu menn í smásölu í landinu og hefur Jón Ásgeir stokkið úr 21. sæti í fyrra í það þriðja í ár. 10.5.2007 15:52 Bréf Actavis upp um tæp 13 prósent Gengi hlutabréfa í Actavis hefur hækkað mikið í dag eftir að Novator, fjárfestingafélag í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, hyggðist gera yfirtökutilboð í félagið og skrá það af markaði. Gengið stóð í 78,2 krónum á hlut í morgun en hefur farið upp um 12,79 prósent og stendur nú í 88,20 krónum á hlut. 10.5.2007 14:58 365 lýkur sölu á Hands Holding 365 hf. hefur selt allan hlut sinn, 30,7 prósent, í Hands Holding hf. til Arena Holding óstofnaðs félags Baugs Group hf., Fons Eignarhaldsfélags hf. og Icon ehf. Salan nemur 1.620 milljónum króna. Stærstur hluti verðsins, 1,5 milljarðar króna, verður greiddur 28. júní næstkomandi. 10.5.2007 11:45 Novator gerir yfirtökutilboð í Actavis Novator, fjárfestingafélag Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur ákveðið að leggja fram frjálst yfirtökutilboð í allt hlutafé Actavis Group. Tilboðið hljóðar upp á 0,98 evrur á hlut, jafnvirði 85,23 króna. Gengið stendur nú í 78,2 krónum á hlut. Markmið Novator er að eignast allt hlutafé félagsins og afskrá það. Actavis er metið á um 287 milljarða krónur. 10.5.2007 11:12 Landsbankinn gefur út 43,5 milljarða króna skuldabréf Landsbankinn gekk í dag frá útgáfu á 500 milljóna evra skuldabréfi til fimm ára með breytilegum vöxtum. Þetta jafngildir 43,5 milljörðum króna og er fyrsta útgáfa Landsbankans á skuldabréfum í evrum síðan í október fyrir einu og hálfi ári. Útgáfan er liður í endurfjármögnun bankans á þessu ári. 10.5.2007 09:42 Næstbesta uppgjör SPRON á einum fjórðungi Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis (SPRON) hagnaðist um 4,7 milljarða krónur á fyrstu þremur mánuðum ársins samanborið við rúman 1,1 milljarð króna á sama tíma í fyrra. Þetta er 318 prósenta aukning á milli ára.Guðmundur Hauksson, sparisjóðsstjóri, segir afkomuna góða enda þetta næstbesta uppgjörið á einum fjórðungi í 75 ára sögu sparisjóðsins. 9.5.2007 16:31 VÍS hyggst hasla sér völl í Færeyjum Vátryggingarfélag Íslands hyggst í haust stofna útibú í Færeyjum eftir því sem greint er frá í færeyska blaðinu Dimmalættingi. Enn fremur kemur fram í fréttinni að VÍS hafi unnið að undirbúningi innkomunnar á færeyskan markað frá því í nóvember 9.5.2007 13:21 Refresco kaupir franskt fyrirtæki Hollenska drykkjarvörufyrirtækið Refresco, sem FL Group, Vífillfell og Kaupþing eiga meirihluta í, hefur eignast franska fyrirtækið Nuits Saint-Georges Production SAS en félagið er með aðsetur í Dijon héraði í Frakklandi. Þetta er fjórða fyrirtækið sem Refresco hefur keypt á síðastliðnum þremur mánuðum og rúmlega tvöfaldað veltu sína. 9.5.2007 11:05 Hagnaður Sampo jókst um 820 prósent Finnska fjármálafyrirtækið Sampo Group hagnaðist um 3,1 milljarð evra, jafnvirði 272 milljarða íslenskra króna, fyrir skatta á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta er 820 prósentum meiri hagnaður en á sama tíma í fyrra. Níutíu prósent af hagnaðinum er tilkominn vegna sölu á bankastarfsemi fyrirtækisins til Danske Bank. Uppgjörið er undir væntingum og hefur gengi bréfa í Sampo lækkað í OMX-kauphöllinni í Helsinki í dag. 9.5.2007 10:28 Fasteignamarkaðurinn tekur við sér Heildarútlán Íbúðalánasjóðs námu tæpum 5,3 milljörðum króna í apríl, samkvæmt mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs. Þar af voru ríflega 600 milljónir króna vegna leiguíbúðalána en almenn útlán námu tæpum 4,7 milljörðum króna. Meðallán almennra útlána nam tæpum 9,3 milljónum króna. Sjóðurinn segir að svo virðist sem fasteignamarkaðurinn sé að taka við sér á ný. 9.5.2007 10:27 Sparisjóðir í sjöunda himni Hagnaður fimm stærstu sparisjóðanna nam 18,3 milljörðum króna í fyrra og hefur fimmfaldast frá árinu 2005. Gengishagnaður og tekjur af eignarhlutum vógu þungt í heildartekjum og halda áfram að gera svo, þökk sé Existu og Icebank. 9.5.2007 06:15 Kjör bankanna batna Skuldatryggingarálag (CDS) íslensku bankanna hefur lækkað töluvert á undanförnum vikum. Frá áramótum hefur það lækkað um 7 til 17,5 punkta. 9.5.2007 06:15 Glitnir er næststærsti miðlari Norðurlanda Markaðshlutdeild Glitnis hefur áttfaldast milli ára þegar horft er til veltu hlutabréfa á norrænum verðbréfamarkaði. Aukningin er rakin til innri vaxtar og fyrirtækjakaupa. 9.5.2007 06:15 Formenn í augum flokkssystkina Steingrímur J. Sigfússon er fyrst og fremst mikill baráttujaxl, maður úthalds, snerpu og einbeitingar. Það er sameiginlegt mat þeirra Svandísar Svavarsdóttur og Hugins Freys Þorsteinssonar, tveggja af kosningastjórum Vinstri grænna. 9.5.2007 06:00 Samstarf hafið við MIT Íslenskum fyrirtækjum býðst nú að sækja þekkingu í fræðasamfélag MIT-háskólans í gegnum samstarfssamning sem Háskólinn í Reykjavík hefur umsjón með í samstarfi við Samtök iðnaðarins og Viðskiptaráð. 9.5.2007 06:00 Nýjar námsleiðir við Háskóla Íslands Í haust verður ný námsleið tekin upp í Háskóla Íslands. Um er að ræða þjónustustjórnun á vegum Viðskipta- og hagfræðideildar í samvinnu við Endurmenntun Háskóla Íslands. „Fjallað er um þjónustu fyrirtækja í mörgun námskeiðum innan viðskiptafræðinnar. 9.5.2007 06:00 Fyrstu vetnistilraunirnar á sjó að hefjast Íslensk NýOrka setur vetnisljósavél í hvalaskoðunarbátinn Eldingu á næsta ári. Tilraunaverkefni með notkun vetnisstrætisvagna ruddi brautina, segir framkvæmdastjórinn. 9.5.2007 06:00 Ærin verkefni kalla á ný tök Gera má ráð fyrir því að síðar í þessum mánuði taki við ný ríkisstjórn studd nýjum meirihluta á Alþingi. Mörg ný andlit verða þar á meðal ef að líkum lætur. Verkefnin framundan eru ærin og kalla á ný tök á málum. 9.5.2007 05:45 Rekstrarlögmálin gilda ekki alltaf N.Y. Knicks og L.A. Lakers voru verðmætustu félagslið NBA-deildarinnar í Bandaríkjunum leiktíðina 2005-2006 og jafnframt veltuhæstu félögin. Knicks skilaði hins vegar mestu rekstrartapi, eða 2,6 milljörðum. 9.5.2007 05:45 Landsbankinn í Cannes Landsbankinn opnar skrifstofu í Cannes í Frakklandi í sumar. Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, segir að 2-3 starfsmenn muni halda utan um útibúið í byrjun. 9.5.2007 05:30 Tilboðsverð endurspeglar ekki virði félagsins Greiningardeild Landsbankans hefur sent frá sér nýtt verðmat á Mosaic Fashions sem Baugur Group hyggst taka yfir og afskrá úr Kauphöll Íslands í félagi við aðra fjárfesta. Verðmatsgengið hljóðar upp á 17,9 krónur á hlut samanborið við væntanlegt yfirtökugengi upp á 17,5 og mælir bankinn með kaupum og yfirvogun í Mosaic. Landsbankinn horfir til tólf mánaða markgengis í 20,2 krónum. 9.5.2007 05:15 Kínverjar kynna sér íslenskar lausnir Nýverið sótti sendinefnd frá samskiptaráðuneyti Kína, CTTC, Þekkingu heim. Tilgangur sendinefndarinnar var að kynna sér ýmsar íslenskar lausnir í málaflokkum stofnunar sinnar. 9.5.2007 05:15 Gnúpur nálgast Hannes Gnúpur fjárfestingafélag hefur verið að auka við hlut sinn í FL Group á undanförnum vikum og fer nú með 19,55 prósenta hlut sem metinn er á 45,8 milljarða króna. 9.5.2007 05:15 Að vera eða vera ekki vara Frambjóðendur til komandi alþingiskosninga gefa allir súkkulaðihúðuð og sæt loforð. Þau renna þó ekki svo ljúflega niður meltingarveg kjósenda. Kannanir sýna að innan við tuttugu prósent þeirra telja líklegt að stjórnmálamenn standi við gefin loforð. Hólmfríður Helga Sigurðardóttir kynnti sér kúnstina að baki markaðsstarfi stjórnmálamanna. 9.5.2007 05:00 Afkoma Teymis er yfir spám Hagnaður Teymis nam 1,6 milljörðum króna á fyrstu þremur mánuðum ársins. 9.5.2007 05:00 Meirihlutinn situr við sinn keip Síðasta viðskiptagengi Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum var 70 prósentum fyrir ofan yfirtökutilboð. Pattstaða kann að vera komin upp. 9.5.2007 04:45 Sameining fréttastofa í vændum? Breska fréttastofan Reuters staðfesti í gær að hún ætti í viðræðum við kanadíska upplýsingatæknifyrirtækið Thomson Corporation, sem íhugar að leggja fram 17,6 milljarða dala, 1.117 milljarða króna, yfirtökutilboð í fyrirtækið. Gangi það eftir mun sameinað fyrirtæki fá nýtt nafn, Thomson-Reuters. 9.5.2007 04:30 Nýr yfir Klakinu Andri Ottesen hefur tekið við framkvæmdastjórastöðu Klaks nýsköpunarmiðstöðvar af Jóni Helga Egilssyni, sem tók við framkvæmdastjórn Seed Forum í Bandaríkjunum á dögunum. 9.5.2007 04:15 Viðskiptaráð í Helsinki Hinn 20. júní næstkomandi verður formlega sett á stofn finnsk-íslenskt viðskiptaráð í Helsinki. Markmið þess verður að stuðla að enn öflugri viðskiptum ríkjanna. Viðskiptaráðið mun halda utan um skipulagningu viðburða og hlutlausa upplýsingamiðlun um viðskiptaumhverfi Íslands og Finnlands og ný viðskiptatækifæri. 9.5.2007 04:00 Varhugaverð Búlgaríublöð Þeir eru orðnir fáir hér á landi sem þora að lesa búlgörsku dagblöðin án þess að setja upp fyrirvaralesgleraugun. Ástæðan eru þær misvísandi og oft á tíðum beinlínis röngu fregnir sem blöðin fluttu af sölu Novators, fjárfestingafélags Björgólfs Thors Björgólfssonar, á 65 prósenta hlut í búlgarska símafyrirtækinu (BTC), sem gekk í gegn í síðustu viku. 9.5.2007 03:45 Skrifað um glaumgosann Nýfallinn dómur yfir forsvarsmönnum Baugs hefur vakið heldur minni athygli í erlendum fjölmiðlum en einhver kynni að hafa vænt. Þannig er töluvert meira fjallað um yfirtökutilboð Baugs í hlutabréf Mosaic Fashions og mögulega afskráningu af markaði. 9.5.2007 03:30 Gúrú að koma Hinn heimskunni fræðimaður Geert Hofstede er væntanlegur til landsins. Áralangar rannsóknir hans sýna að stjórnunarstíll er afar misjafn eftir uppruna stjórnenda. Viðskipta- og hagfræðideild HÍ stendur fyrir ráðstefnu á fimmtudaginn þar sem Hofstede verður heiðursgestur. 9.5.2007 03:15 Slúður og fréttir Þótt sumarið nálgist óðfluga býst ég ekki við neinni lognmollu á markaðnum á næstunni. Ég ráðlegg reyndar engum að fara út í hanaslag um mitt sumar þegar fjölmiðlar upplifa tóma gúrkutíð. Hver gleymir látunum í Straumi-Burðarási í fyrrasumar og SPRON-málinu fyrir nokkrum árum? 9.5.2007 00:01 Hagnaður Actavis lækkar Actavis birti í dag fyrsta ársfjórðungsuppgjör ársins. Hagnaður dróst saman um 15,3% í 27 milljónir evra, og undirliggjandi hagnaður (að frátöldu afskriftum á yfirverði vegna fyrirtækjakaupa) dróst saman um 7,8% og var 32,4 milljónir evra.Fjórðungurinn var sá tekjuhæsti í sögu félagins og jukust tekjur um 11,9% í 382,7 milljónir evra en árið áður var hagnaðurinn 341,9 milljónir evra. 8.5.2007 17:21 Fasteignamarkaðurinn enn í góðum gír Áfram er góður gangur á fasteignamarkaði miðað við nýbirtar tölur frá Fasteignamati ríkisins um veltu á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram í hálffimmfréttum Kaupþings í dag. Í apríl voru þinglýstir 803 kaupsamningar sem er um 12% færri kaupsamningar en í mars. Það má rekja má til þess að viðskiptadagar í apríl voru færri vegna páskanna. 8.5.2007 17:10 Hagnaður TM eykst Tryggingamiðstöðin skilaði hagnaði upp á 886 milljónir króna á fyrsta ársfjórðungi samanborið við 626 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Rekstrartap af vátryggingastarfsemi nam fimm milljónum króna sem er talsverður viðsnúningur frá síðasta ári þegar tapið nam 215 milljónum króna. Forstjóri Tryggingamiðstöðvarinnar segir tjónaþróun hér á landi áhyggjuefni. 8.5.2007 15:56 Afkoma Marel yfir væntingum Marel skilað hagnaði upp á eina milljón evra, jafnvirði 86,5 milljóna íslenskra króna, á fyrsta fjórðungi ársins. Þetta er tæplega tvöfalt betri afkoma en á sama tíma í fyrra þegar hagnaðurinn nam 551 þúsund evrum, tæpum 47 milljónum íslenskra króna. Þetta er talsvert betri afkoma en greiningardeildir viðskiptabankanna spáðu. 8.5.2007 15:40 Teymi hagnast um 1,6 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Tæknifyrirtækið Teymi skilaði rúmlega 1,6 milljarða króna hagnaði á fyrsta ársfjórðungi þessa árs samkvæmt uppgjöri sem birt var í dag. Þetta er annað tímabilið sem fyrirtækið birtir afkomu undir þessu nafni en það varð til í fyrrahaust eftir að Dagsbrún var skipt upp. 8.5.2007 13:49 Skoða Írland Talið er að Landsbankinn hyggist gera tilboð í írska bankann Irish Nationwide Building Society, sem er með höfuðstöðvar í Dublin. Írska blaðið Irish Times segir að Landsbankinn telji írska fyrirtækið falla vel að starfsemi bankans. 8.5.2007 05:45 Alcoa yfirtekur Alcan Alcoa, einn umsvifamesti álframleiðandi í heimi, ætlar að gera yfirtökutilboð i álfélagið Alcan, sem meðal annars rekur álverið í Straumsvík. Tilboðið hljóðar upp á 33 milljarða bandaríkjadali, jafnvirði tæpra 2.100 milljarða íslenskra króna.Greitt verður með reiðufé og hlutabréfum í Alcan. 7.5.2007 11:40 Landsbankinn í kauphugleiðingum Talið er að Landsbankinn hyggist gera tilboð í írska fjármálafyrirtækið Irish Nationwide Building Society, sem er með höfuðstöðvar í Dublin. Írska blaðið Irish Times sagði um helgina, án þess þó að geta heimildar, að Landsbankinn telji írska fyrirtækið falla vel að starfsemi bankans. 7.5.2007 09:21 Baugur hyggst selja eignir í Bretlandi Baugur íhugar að selja hluta af eignum sínum í Bretlandi til að losa um fé sem bundið er í fjárfestingum þeirra þar í landi. Þetta kemur fram í frétt Daily Telegraph í dag. Félagið hefur undanfarin fjögur ár verið stórtækt í innkaupum á breskum verslanakeðjum en hingað til ekki selt neina þeirra. 6.5.2007 21:08 Baugur ætlar að gera 50 milljarða króna yfirtökutilboð í Mosaic Newco, nýstofnað félag í eigu Baugs Group og fleiri fjárfesta, hefur átt í viðræðum við stjórn Mosaic Fashions um að leggja fram formlegt yfirtökutilboð til hluthafa á næstu vikum og taka félagið úr Kauphöll í kjölfarið, tveimur árum eftir að þetta móðurfélag tískuverslanakeðja á borð við Coast, Karen Millen og Oasis var skráð á markað með pomp og pragt. Tilboðsgengið er 17,5 sem þýðir að markaðsvirði Mosaic er um 51 milljarður króna. 5.5.2007 06:00 Viðsnúningur í rekstrinum Hagnaður Vinnslustöðvarinnar fyrstu þrjá mánuði ársins nemur 765 milljónum króna, samkvæmt uppgjöri sem birt var í gær. Breytingin frá sama tíma í fyrra er mikil, en þá nam tap 213 milljónum króna. 5.5.2007 03:00 Humarhótel opnað á Höfn Starfsstöð Matís (Matvælarannsókna Íslands) og Humarhótel á Höfn í Hornafirði var opnuð með formlegum hætti í byrjun vikunnar. Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra opnaði, en við þetta tækifæri fengu hann og Sjöfn Sigurgísladóttir, forstjóri Matís, að gæða sér á ferskum leturhumri frá Humarhótelinu. 5.5.2007 01:45 Sjá næstu 50 fréttir
Jón Ásgeir þriðji áhrifamesti maðurinn í smásölu á Bretlandi Jón Ásgeir Jóhannessson, forstjóri Baugs, er þriðji áhrifamesti maðurinn í smásölu á Bretlandi samkvæmt tímaritinu Retail Week. Blaðið birtir árlega lista yfir áhrifamestu menn í smásölu í landinu og hefur Jón Ásgeir stokkið úr 21. sæti í fyrra í það þriðja í ár. 10.5.2007 15:52
Bréf Actavis upp um tæp 13 prósent Gengi hlutabréfa í Actavis hefur hækkað mikið í dag eftir að Novator, fjárfestingafélag í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, hyggðist gera yfirtökutilboð í félagið og skrá það af markaði. Gengið stóð í 78,2 krónum á hlut í morgun en hefur farið upp um 12,79 prósent og stendur nú í 88,20 krónum á hlut. 10.5.2007 14:58
365 lýkur sölu á Hands Holding 365 hf. hefur selt allan hlut sinn, 30,7 prósent, í Hands Holding hf. til Arena Holding óstofnaðs félags Baugs Group hf., Fons Eignarhaldsfélags hf. og Icon ehf. Salan nemur 1.620 milljónum króna. Stærstur hluti verðsins, 1,5 milljarðar króna, verður greiddur 28. júní næstkomandi. 10.5.2007 11:45
Novator gerir yfirtökutilboð í Actavis Novator, fjárfestingafélag Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur ákveðið að leggja fram frjálst yfirtökutilboð í allt hlutafé Actavis Group. Tilboðið hljóðar upp á 0,98 evrur á hlut, jafnvirði 85,23 króna. Gengið stendur nú í 78,2 krónum á hlut. Markmið Novator er að eignast allt hlutafé félagsins og afskrá það. Actavis er metið á um 287 milljarða krónur. 10.5.2007 11:12
Landsbankinn gefur út 43,5 milljarða króna skuldabréf Landsbankinn gekk í dag frá útgáfu á 500 milljóna evra skuldabréfi til fimm ára með breytilegum vöxtum. Þetta jafngildir 43,5 milljörðum króna og er fyrsta útgáfa Landsbankans á skuldabréfum í evrum síðan í október fyrir einu og hálfi ári. Útgáfan er liður í endurfjármögnun bankans á þessu ári. 10.5.2007 09:42
Næstbesta uppgjör SPRON á einum fjórðungi Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis (SPRON) hagnaðist um 4,7 milljarða krónur á fyrstu þremur mánuðum ársins samanborið við rúman 1,1 milljarð króna á sama tíma í fyrra. Þetta er 318 prósenta aukning á milli ára.Guðmundur Hauksson, sparisjóðsstjóri, segir afkomuna góða enda þetta næstbesta uppgjörið á einum fjórðungi í 75 ára sögu sparisjóðsins. 9.5.2007 16:31
VÍS hyggst hasla sér völl í Færeyjum Vátryggingarfélag Íslands hyggst í haust stofna útibú í Færeyjum eftir því sem greint er frá í færeyska blaðinu Dimmalættingi. Enn fremur kemur fram í fréttinni að VÍS hafi unnið að undirbúningi innkomunnar á færeyskan markað frá því í nóvember 9.5.2007 13:21
Refresco kaupir franskt fyrirtæki Hollenska drykkjarvörufyrirtækið Refresco, sem FL Group, Vífillfell og Kaupþing eiga meirihluta í, hefur eignast franska fyrirtækið Nuits Saint-Georges Production SAS en félagið er með aðsetur í Dijon héraði í Frakklandi. Þetta er fjórða fyrirtækið sem Refresco hefur keypt á síðastliðnum þremur mánuðum og rúmlega tvöfaldað veltu sína. 9.5.2007 11:05
Hagnaður Sampo jókst um 820 prósent Finnska fjármálafyrirtækið Sampo Group hagnaðist um 3,1 milljarð evra, jafnvirði 272 milljarða íslenskra króna, fyrir skatta á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta er 820 prósentum meiri hagnaður en á sama tíma í fyrra. Níutíu prósent af hagnaðinum er tilkominn vegna sölu á bankastarfsemi fyrirtækisins til Danske Bank. Uppgjörið er undir væntingum og hefur gengi bréfa í Sampo lækkað í OMX-kauphöllinni í Helsinki í dag. 9.5.2007 10:28
Fasteignamarkaðurinn tekur við sér Heildarútlán Íbúðalánasjóðs námu tæpum 5,3 milljörðum króna í apríl, samkvæmt mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs. Þar af voru ríflega 600 milljónir króna vegna leiguíbúðalána en almenn útlán námu tæpum 4,7 milljörðum króna. Meðallán almennra útlána nam tæpum 9,3 milljónum króna. Sjóðurinn segir að svo virðist sem fasteignamarkaðurinn sé að taka við sér á ný. 9.5.2007 10:27
Sparisjóðir í sjöunda himni Hagnaður fimm stærstu sparisjóðanna nam 18,3 milljörðum króna í fyrra og hefur fimmfaldast frá árinu 2005. Gengishagnaður og tekjur af eignarhlutum vógu þungt í heildartekjum og halda áfram að gera svo, þökk sé Existu og Icebank. 9.5.2007 06:15
Kjör bankanna batna Skuldatryggingarálag (CDS) íslensku bankanna hefur lækkað töluvert á undanförnum vikum. Frá áramótum hefur það lækkað um 7 til 17,5 punkta. 9.5.2007 06:15
Glitnir er næststærsti miðlari Norðurlanda Markaðshlutdeild Glitnis hefur áttfaldast milli ára þegar horft er til veltu hlutabréfa á norrænum verðbréfamarkaði. Aukningin er rakin til innri vaxtar og fyrirtækjakaupa. 9.5.2007 06:15
Formenn í augum flokkssystkina Steingrímur J. Sigfússon er fyrst og fremst mikill baráttujaxl, maður úthalds, snerpu og einbeitingar. Það er sameiginlegt mat þeirra Svandísar Svavarsdóttur og Hugins Freys Þorsteinssonar, tveggja af kosningastjórum Vinstri grænna. 9.5.2007 06:00
Samstarf hafið við MIT Íslenskum fyrirtækjum býðst nú að sækja þekkingu í fræðasamfélag MIT-háskólans í gegnum samstarfssamning sem Háskólinn í Reykjavík hefur umsjón með í samstarfi við Samtök iðnaðarins og Viðskiptaráð. 9.5.2007 06:00
Nýjar námsleiðir við Háskóla Íslands Í haust verður ný námsleið tekin upp í Háskóla Íslands. Um er að ræða þjónustustjórnun á vegum Viðskipta- og hagfræðideildar í samvinnu við Endurmenntun Háskóla Íslands. „Fjallað er um þjónustu fyrirtækja í mörgun námskeiðum innan viðskiptafræðinnar. 9.5.2007 06:00
Fyrstu vetnistilraunirnar á sjó að hefjast Íslensk NýOrka setur vetnisljósavél í hvalaskoðunarbátinn Eldingu á næsta ári. Tilraunaverkefni með notkun vetnisstrætisvagna ruddi brautina, segir framkvæmdastjórinn. 9.5.2007 06:00
Ærin verkefni kalla á ný tök Gera má ráð fyrir því að síðar í þessum mánuði taki við ný ríkisstjórn studd nýjum meirihluta á Alþingi. Mörg ný andlit verða þar á meðal ef að líkum lætur. Verkefnin framundan eru ærin og kalla á ný tök á málum. 9.5.2007 05:45
Rekstrarlögmálin gilda ekki alltaf N.Y. Knicks og L.A. Lakers voru verðmætustu félagslið NBA-deildarinnar í Bandaríkjunum leiktíðina 2005-2006 og jafnframt veltuhæstu félögin. Knicks skilaði hins vegar mestu rekstrartapi, eða 2,6 milljörðum. 9.5.2007 05:45
Landsbankinn í Cannes Landsbankinn opnar skrifstofu í Cannes í Frakklandi í sumar. Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, segir að 2-3 starfsmenn muni halda utan um útibúið í byrjun. 9.5.2007 05:30
Tilboðsverð endurspeglar ekki virði félagsins Greiningardeild Landsbankans hefur sent frá sér nýtt verðmat á Mosaic Fashions sem Baugur Group hyggst taka yfir og afskrá úr Kauphöll Íslands í félagi við aðra fjárfesta. Verðmatsgengið hljóðar upp á 17,9 krónur á hlut samanborið við væntanlegt yfirtökugengi upp á 17,5 og mælir bankinn með kaupum og yfirvogun í Mosaic. Landsbankinn horfir til tólf mánaða markgengis í 20,2 krónum. 9.5.2007 05:15
Kínverjar kynna sér íslenskar lausnir Nýverið sótti sendinefnd frá samskiptaráðuneyti Kína, CTTC, Þekkingu heim. Tilgangur sendinefndarinnar var að kynna sér ýmsar íslenskar lausnir í málaflokkum stofnunar sinnar. 9.5.2007 05:15
Gnúpur nálgast Hannes Gnúpur fjárfestingafélag hefur verið að auka við hlut sinn í FL Group á undanförnum vikum og fer nú með 19,55 prósenta hlut sem metinn er á 45,8 milljarða króna. 9.5.2007 05:15
Að vera eða vera ekki vara Frambjóðendur til komandi alþingiskosninga gefa allir súkkulaðihúðuð og sæt loforð. Þau renna þó ekki svo ljúflega niður meltingarveg kjósenda. Kannanir sýna að innan við tuttugu prósent þeirra telja líklegt að stjórnmálamenn standi við gefin loforð. Hólmfríður Helga Sigurðardóttir kynnti sér kúnstina að baki markaðsstarfi stjórnmálamanna. 9.5.2007 05:00
Afkoma Teymis er yfir spám Hagnaður Teymis nam 1,6 milljörðum króna á fyrstu þremur mánuðum ársins. 9.5.2007 05:00
Meirihlutinn situr við sinn keip Síðasta viðskiptagengi Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum var 70 prósentum fyrir ofan yfirtökutilboð. Pattstaða kann að vera komin upp. 9.5.2007 04:45
Sameining fréttastofa í vændum? Breska fréttastofan Reuters staðfesti í gær að hún ætti í viðræðum við kanadíska upplýsingatæknifyrirtækið Thomson Corporation, sem íhugar að leggja fram 17,6 milljarða dala, 1.117 milljarða króna, yfirtökutilboð í fyrirtækið. Gangi það eftir mun sameinað fyrirtæki fá nýtt nafn, Thomson-Reuters. 9.5.2007 04:30
Nýr yfir Klakinu Andri Ottesen hefur tekið við framkvæmdastjórastöðu Klaks nýsköpunarmiðstöðvar af Jóni Helga Egilssyni, sem tók við framkvæmdastjórn Seed Forum í Bandaríkjunum á dögunum. 9.5.2007 04:15
Viðskiptaráð í Helsinki Hinn 20. júní næstkomandi verður formlega sett á stofn finnsk-íslenskt viðskiptaráð í Helsinki. Markmið þess verður að stuðla að enn öflugri viðskiptum ríkjanna. Viðskiptaráðið mun halda utan um skipulagningu viðburða og hlutlausa upplýsingamiðlun um viðskiptaumhverfi Íslands og Finnlands og ný viðskiptatækifæri. 9.5.2007 04:00
Varhugaverð Búlgaríublöð Þeir eru orðnir fáir hér á landi sem þora að lesa búlgörsku dagblöðin án þess að setja upp fyrirvaralesgleraugun. Ástæðan eru þær misvísandi og oft á tíðum beinlínis röngu fregnir sem blöðin fluttu af sölu Novators, fjárfestingafélags Björgólfs Thors Björgólfssonar, á 65 prósenta hlut í búlgarska símafyrirtækinu (BTC), sem gekk í gegn í síðustu viku. 9.5.2007 03:45
Skrifað um glaumgosann Nýfallinn dómur yfir forsvarsmönnum Baugs hefur vakið heldur minni athygli í erlendum fjölmiðlum en einhver kynni að hafa vænt. Þannig er töluvert meira fjallað um yfirtökutilboð Baugs í hlutabréf Mosaic Fashions og mögulega afskráningu af markaði. 9.5.2007 03:30
Gúrú að koma Hinn heimskunni fræðimaður Geert Hofstede er væntanlegur til landsins. Áralangar rannsóknir hans sýna að stjórnunarstíll er afar misjafn eftir uppruna stjórnenda. Viðskipta- og hagfræðideild HÍ stendur fyrir ráðstefnu á fimmtudaginn þar sem Hofstede verður heiðursgestur. 9.5.2007 03:15
Slúður og fréttir Þótt sumarið nálgist óðfluga býst ég ekki við neinni lognmollu á markaðnum á næstunni. Ég ráðlegg reyndar engum að fara út í hanaslag um mitt sumar þegar fjölmiðlar upplifa tóma gúrkutíð. Hver gleymir látunum í Straumi-Burðarási í fyrrasumar og SPRON-málinu fyrir nokkrum árum? 9.5.2007 00:01
Hagnaður Actavis lækkar Actavis birti í dag fyrsta ársfjórðungsuppgjör ársins. Hagnaður dróst saman um 15,3% í 27 milljónir evra, og undirliggjandi hagnaður (að frátöldu afskriftum á yfirverði vegna fyrirtækjakaupa) dróst saman um 7,8% og var 32,4 milljónir evra.Fjórðungurinn var sá tekjuhæsti í sögu félagins og jukust tekjur um 11,9% í 382,7 milljónir evra en árið áður var hagnaðurinn 341,9 milljónir evra. 8.5.2007 17:21
Fasteignamarkaðurinn enn í góðum gír Áfram er góður gangur á fasteignamarkaði miðað við nýbirtar tölur frá Fasteignamati ríkisins um veltu á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram í hálffimmfréttum Kaupþings í dag. Í apríl voru þinglýstir 803 kaupsamningar sem er um 12% færri kaupsamningar en í mars. Það má rekja má til þess að viðskiptadagar í apríl voru færri vegna páskanna. 8.5.2007 17:10
Hagnaður TM eykst Tryggingamiðstöðin skilaði hagnaði upp á 886 milljónir króna á fyrsta ársfjórðungi samanborið við 626 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Rekstrartap af vátryggingastarfsemi nam fimm milljónum króna sem er talsverður viðsnúningur frá síðasta ári þegar tapið nam 215 milljónum króna. Forstjóri Tryggingamiðstöðvarinnar segir tjónaþróun hér á landi áhyggjuefni. 8.5.2007 15:56
Afkoma Marel yfir væntingum Marel skilað hagnaði upp á eina milljón evra, jafnvirði 86,5 milljóna íslenskra króna, á fyrsta fjórðungi ársins. Þetta er tæplega tvöfalt betri afkoma en á sama tíma í fyrra þegar hagnaðurinn nam 551 þúsund evrum, tæpum 47 milljónum íslenskra króna. Þetta er talsvert betri afkoma en greiningardeildir viðskiptabankanna spáðu. 8.5.2007 15:40
Teymi hagnast um 1,6 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Tæknifyrirtækið Teymi skilaði rúmlega 1,6 milljarða króna hagnaði á fyrsta ársfjórðungi þessa árs samkvæmt uppgjöri sem birt var í dag. Þetta er annað tímabilið sem fyrirtækið birtir afkomu undir þessu nafni en það varð til í fyrrahaust eftir að Dagsbrún var skipt upp. 8.5.2007 13:49
Skoða Írland Talið er að Landsbankinn hyggist gera tilboð í írska bankann Irish Nationwide Building Society, sem er með höfuðstöðvar í Dublin. Írska blaðið Irish Times segir að Landsbankinn telji írska fyrirtækið falla vel að starfsemi bankans. 8.5.2007 05:45
Alcoa yfirtekur Alcan Alcoa, einn umsvifamesti álframleiðandi í heimi, ætlar að gera yfirtökutilboð i álfélagið Alcan, sem meðal annars rekur álverið í Straumsvík. Tilboðið hljóðar upp á 33 milljarða bandaríkjadali, jafnvirði tæpra 2.100 milljarða íslenskra króna.Greitt verður með reiðufé og hlutabréfum í Alcan. 7.5.2007 11:40
Landsbankinn í kauphugleiðingum Talið er að Landsbankinn hyggist gera tilboð í írska fjármálafyrirtækið Irish Nationwide Building Society, sem er með höfuðstöðvar í Dublin. Írska blaðið Irish Times sagði um helgina, án þess þó að geta heimildar, að Landsbankinn telji írska fyrirtækið falla vel að starfsemi bankans. 7.5.2007 09:21
Baugur hyggst selja eignir í Bretlandi Baugur íhugar að selja hluta af eignum sínum í Bretlandi til að losa um fé sem bundið er í fjárfestingum þeirra þar í landi. Þetta kemur fram í frétt Daily Telegraph í dag. Félagið hefur undanfarin fjögur ár verið stórtækt í innkaupum á breskum verslanakeðjum en hingað til ekki selt neina þeirra. 6.5.2007 21:08
Baugur ætlar að gera 50 milljarða króna yfirtökutilboð í Mosaic Newco, nýstofnað félag í eigu Baugs Group og fleiri fjárfesta, hefur átt í viðræðum við stjórn Mosaic Fashions um að leggja fram formlegt yfirtökutilboð til hluthafa á næstu vikum og taka félagið úr Kauphöll í kjölfarið, tveimur árum eftir að þetta móðurfélag tískuverslanakeðja á borð við Coast, Karen Millen og Oasis var skráð á markað með pomp og pragt. Tilboðsgengið er 17,5 sem þýðir að markaðsvirði Mosaic er um 51 milljarður króna. 5.5.2007 06:00
Viðsnúningur í rekstrinum Hagnaður Vinnslustöðvarinnar fyrstu þrjá mánuði ársins nemur 765 milljónum króna, samkvæmt uppgjöri sem birt var í gær. Breytingin frá sama tíma í fyrra er mikil, en þá nam tap 213 milljónum króna. 5.5.2007 03:00
Humarhótel opnað á Höfn Starfsstöð Matís (Matvælarannsókna Íslands) og Humarhótel á Höfn í Hornafirði var opnuð með formlegum hætti í byrjun vikunnar. Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra opnaði, en við þetta tækifæri fengu hann og Sjöfn Sigurgísladóttir, forstjóri Matís, að gæða sér á ferskum leturhumri frá Humarhótelinu. 5.5.2007 01:45