Viðskipti innlent

Humarhótel opnað á Höfn

Árni Mathiesen og Sjöfn Sigurgísladóttir, forstjóri Matís, gæða sér á ferskum humri við formlega opnun starfsstöðvar Matís á Höfn.
Árni Mathiesen og Sjöfn Sigurgísladóttir, forstjóri Matís, gæða sér á ferskum humri við formlega opnun starfsstöðvar Matís á Höfn.

Starfsstöð Matís (Matvælarannsókna Íslands) og Humarhótel á Höfn í Hornafirði var opnuð með formlegum hætti í byrjun vikunnar. Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra opnaði, en við þetta tækifæri fengu hann og Sjöfn Sigurgísladóttir, forstjóri Matís, að gæða sér á ferskum leturhumri frá Humarhótelinu.



Sjöfn segir markmiðið með starfsstöðinni að efla rannsóknastarf, skapa aðstöðu og vettvang til aukins samstarfs við atvinnulíf og stuðla að verðmætasköpun í samvinnu við matvælafyrirtæki á svæðinu. Á Humarhótelinu, sem er samvinnuverkefni Matís, Frumkvöðlaseturs Austurlands, Sæplasts, Hafrannsóknastofnunarinnar og Skinneyjar Þinganess, er hægt að geyma lifandi leturhumar sem er veiddur úti á Hornafjarðardjúpi. Humarinn er fluttur lifandi á hótelið þar sem hann er geymdur kældur. Hann er svo fluttur lifandi á markað erlendis.



Útflutningur á lifandi humri hefur staðið yfir í nokkur misseri og voru meðal annars nokkuð hundruð humrar fluttir á sjávarútvegssýninguna European Seafood Exposition í Brussel í Belgíu í síðustu viku. Humrarnir voru vænir, um 100 grömm að þyngd að meðaltali, og veiddir við Hornarfjarðardjúp.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×