Viðskipti innlent

Teymi hagnast um 1,6 milljarða á fyrsta ársfjórðungi

Árni Pétur Jónsson, forstjóri Teymis.
Árni Pétur Jónsson, forstjóri Teymis.

Tæknifyrirtækið Teymi skilaði rúmlega 1,6 milljarða króna hagnaði á fyrsta ársfjórðungi þessa árs samkvæmt uppgjöri sem birt var í dag. Þetta er annað tímabilið sem fyrirtækið birtir afkomu undir þessu nafni en það varð til í fyrrahaust eftir að Dagsbrún var skipt upp. Undir félagið heyra meðal annars Vodafone, EJS, Skýrr og Kögun.

Alls nam sala fyrirtækisins rúmum 4,8 milljörðum á tímabilinu sem er 12 prósentum meira á á sama tíma árið áður eftir því sem segir í tilkynningu frá Teymi. Gengishagnaður af langtímalánum nam tæpum 1,3 milljörðum og þá seldi félagið eignarhlut sinn í Securitas á tímabilinu. Innleystur söluhagnaður þar nam 535 milljónum króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×