Fleiri fréttir Tap deCode nemur tæpum 1,5 milljörðum króna deCode skilaði 22,6 milljóna dala taprekstri á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta jafngildir 1.458 milljónum íslenskra króna. Til samanburðar nam tap fyrirtæksins 20,3 milljónum dala, 1.309 milljónum króna, á sama tíma í fyrra. 30.4.2007 21:33 Treysta öðrum en íslenskum fyrirtækjum Íslenskir áhrifavaldar bera mest traust til sænskra, þýskra og kanadískra alþjóðafyrirtækja. Íslensk fyrirtæki lenda í fjórða til fimmta sæti yfir þau fyrirtæki sem mesta traustsins njóta. Þetta er meðal niðurstaðna nýrrar rannsóknar Capacent Gallup og AP almannatengsla á trausti íslenskra „áhrifavalda“. 30.4.2007 19:17 Lárus tekur við forstjórastóli í Glitni Lárus Welding hefur verið ráðinn forstjóri Glitnis. Hann tekur við starfinu af Bjarna Ármannssyni sem hefur gegnt starfi forstjóra í 10 ár. Lárus Welding hefur verið framkvæmdastjóri Landsbanka Íslands í Lundúnum frá 2003 en hann hóf starfsferil sinn innan bankakerfisins á fyrirtækjasviði Fjárfestingarbanka atvinnulífsins árið 1999. Fjárfestingarbankinn rann saman við Íslandsbanka árið 2000 og heitir nú Glitnir. 30.4.2007 16:36 Tíðindalaust á hluthafafundi Glitnis Tíðindalaust var á þéttsetnum hluthafafundi Glitnis sem lauk um klukkan hálf þrjú dag. Ný stjórn bankans tók við af fráfarandi stjórn og situr hún nú á sínum fyrsta fundi. 30.4.2007 15:38 Glitnir spáir 4,3 prósenta verðbólgu Greiningardeild Glitnis spáir því að vísitala neysluverðs hækki um hálft prósent á milli mánaða í maí. Gangi það eftir mun ársverðbólga lækka úr 5,3 prósentum í 4,3 prósent. Helstu ástæðurnar fyrir verðbólgulækkuninni eru minni verðhækkanir á húsnæði og í apríl auk þess semaðgerðir stjórnvalda á neysluverði hafi skilað sér. 30.4.2007 11:54 Hagnaður Glitnis 7 milljarðar króna Hagnaður Glitnis banka nam sjö milljörðum króna á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta er 2,1 milljarði króna minna en á sama tíma fyrir ári. Þetta er í takt við spár greiningardeilda viðskiptabankanna sem gerðu ráð fyrir allt frá 6,8 til 7,7 milljarða króna hagnaði á tímabilinu. 30.4.2007 10:51 Mjög dregur úr vöruskiptahallanum Vöruskipti við útlönd voru óhagstæð um 9,1 milljarð króna á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta er umtalsverð breyting frá sama tíma í fyrra en þá nam hallinn á vöruskiptum 36,2 milljörðum króna. Af þessum þremur mánuðum nam halli á vöruskiptum í mars 4,5 milljörðum króna. Til samanburðar voru vöruskiptin óhagstæð um 18,2 milljarða krónur fyrir ári, samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands. 30.4.2007 09:00 Sala Novators á hlut sínum í BTC á lokastigi Viðræður Novators, fjárfestingafélags Björgólfs Thors Björgólfssonar, um sölu á 65 prósent hlut í búlgarska símafyrirtækinu BTC eru nú á lokastigi. Að sögn Ásgeirs Friðgeirssonar, upplýsingafulltrúa Novators, á félagið í viðræðum við tvo mögulega kaupendur en ekkert hafi verið ákveðið. Hann segir fréttir þessa efnis að búið sé að ganga frá sölusamningi rangar og ennfremur sé það rangt að Novator sé að draga sig út úr fjarskiptarekstri í austur Evrópu. 29.4.2007 12:31 Novator að yfirgefa símamarkaðinn Erlendir fjölmiðlar herma að Novator, fjárfestingafélag í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, hafi selt 10,8 prósenta hlut sinn, um helmingseign sína, í gríska símafélaginu Forthnet til þarlendra stofnanafjárfesta og annarra aðila. Novator er sagt vera að hverfa af símamarkaði í A-Evrópu. 28.4.2007 12:45 Láta til sína taka á evrópskum bankamarkaði Hlutur FL Group í Commerzbank er metinn á yfir 63 milljarða. FL hagnaðist um 15 milljarða á 1. ársfjórðungi. 28.4.2007 06:30 Kaupþing á þrjá kosti í Stórabrandi Kaupþing er komið upp með 18,5 prósenta hlut í norska fjármálafyrirtækinu Storebrand. Markaðsvirði hlutarins er fimmtíu milljarðar króna. 28.4.2007 06:15 Íslenskir fjárfestar atkvæðamiklir í Svíþjóð Íslenskir fjárfestar hafa verið atkvæðamiklir á sænskum hlutabréfamarkaði á árinu og fjárfest grimmt í sænskum stórfyrirtækjum. Í Dagens Industri kemur fram að Landsbankinn hefur tekið hlutabréfastöður í Nordea, Electrolux, tóbaksframleiðandanum Swedish Match og leikjafyrirtækinu Net Entertainmet. 28.4.2007 06:00 Meðalupphæð kaupsamninga hæst á Árborgarsvæðinu 291 kaupsamningi var þinglýst á höfuðborgarsvæðinu, á Árborgarsvæðinu og á Akureyri í vikunni. Meðalupphæð samninganna var hæst á Árborgarsvæðinu, 32,4 milljónir króna, næsthæst á höfuðborgarsvæðinu, 30,2 milljónir króna, en lægst á Akureyri þar sem meðalupphæðin var 19,9 milljónir króna á Akureyri, samkvæmt upplýsingum frá Fasteignamati ríkisins. 27.4.2007 17:30 Svefnlyf frá Actavis á markað í Bandaríkjunum Actavis hefur fengið samþykki bandarísku Matvæla og lyfjastofnunarinnar (FDA) fyrir skráningu á svefnlyfinu Zolpidem Tartrate á markað í Bandaríkjunum. Lyfið verður markaðssett í samvinnu við Carlsbad Technology, Inc., og hefst dreifing lyfsins nú þegar. 27.4.2007 12:29 Hagnaður FL Group jókst um 158 prósent Fjárfestingafélagið FL Group skilaði 15,1 milljarðs króna hagnaði á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta er 158 prósenta aukning á milli fjórðunga. Hannes Smárason, forstjóri félagsins, segist afar ánægður með niðurstöðuna og er þess fullviss að núverandi aðferðafræði félagsins gefi möguleika á að nýta þau tækifæri sem kunni að koma upp í framtíðinni. 27.4.2007 10:12 FL Group kaupir í Commerzbank FL Group hefur eignast 2,99 prósenta hlut í Commerzbank, öðrum stærsta banka Þýskalands. Markaðsvirði hlutarins nemur 63,5 milljörðum króna. Hannes Smárason, forstjóri FL Group, segir markaðsvirði bankans ekki endurspegla þann bata sem hafi orðið á starfseminni í Þýskalandi og í öðrum löndum þar sem bankinn hefur starfsemi. 27.4.2007 09:45 Vísitala framleiðsluverðs óbreytt milli mánaða Vísitala framleiðsluverðs í mars hélst óbreytt frá því í mánuðinum á undan en þá lækkaði hún um 3,1 prósent á milli mánaða, samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands. Vísitala framleiðsluverðs fyrir sjávarafurðir lækkar um 0,3 prósent og vísitala fyrir stóriðju hækkar á móti um 0,4, svo eitthvað sé nefnt. 27.4.2007 09:13 Kjaraskertir forstjórar Í nýjasta tölublaði Vísbendingar er góðlátlegt grín gert að flýtisvillu mbl.is fyrir helgi þar sem svissneskir forstjórar voru sagðir hæst launaðir í Evrópu. Það er satt og rétt þótt í fréttinni væri haft eftir ráðgjafarfyrirtæki að þeir væru með rétt rúma milljón á mánuði, samkvæmt sömu frétt voru franskir forstjórar með 325 þúsund kall á mánuði. 27.4.2007 08:58 Samkeppni um athygli Aflýst var óvænt í gær töluvert auglýstum fundi Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga undir yfirskriftinni „Samkeppnishæft viðskiptaumhverfi eftir kosningar?“ Stórkanónur stjórnmálanna áttu að sitja fyrir svörum á hádegisverðarfundi undir fundarstjórn Ólafs Ísleifssonar, lektors við viðskiptadeild Háskólans i Reykjavík. 27.4.2007 07:45 Lundúnir kalla Starfsmenn Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis halda upp á árshátíð fyrirtækisins í Lundúnum um helgina og glæstan árangur á síðasta ári þegar hagnaðurinn nam níu milljörðum króna. Yfir 200 manns vinna hjá SPRON. 27.4.2007 00:52 Minni hagnaður hjá Mosaic Fashions Tískuverslanakeðjan Mosaic Fashions skilaði hagnaði upp á 10,7 milljón pund, jafnvirði 1.377 milljóna íslenskra króna, á fjórða rekstrarfjórðungi sem lauk í enda mars. Þetta er nokkur samdráttur á milli ára en keðjan, sem rekur nokkrar tískuvöruverslanir undir fyrirtækjahatti sínum víða um heim, skilaði 12,6 milljóna punda hagnaði í fyrra eða 1.621 milljónum króna. 26.4.2007 22:34 Stærsta sambankalán í sögu Icebank Icebank undirritaði í dag 217 milljóna evra sambankalán til þriggja ára hjá 34 evrópskum bönkum. Lánið samsvarar 19 milljörðum íslenskra króna. Fénu verður varið til endurfjármögnunar eldri lána og fjármögnunar áframhaldandi vaxtar bankans. Lánið var undirritað í Berchtesgaden í Þýskalandi. 26.4.2007 19:04 Hagnaður Bakkavarar 1,2 milljarðar króna Bakkavör Group skilaði 1,2 milljarða króna hagnaði á fyrsta fjórðungi þessa árs. Afkoman á fjórðungnum er í takt við spár greiningardeilda viðskiptabankanna. Ágúst Guðmundsson, forstjóri Bakkavarar, segir fjórðunginn lofa góðu enda sé búist við miklum vexti á markaði með ferskar matvörur í Evrópu og Kína á næstu fjórum árum. 26.4.2007 16:09 Exista selur hlut sinn í IGI Group Exista hefur selt hlut sinn í breska tryggingafélaginu IGI Group Ltd, 54,4 prósent hlutafjár, til alþjóðlega tryggingafélagsins AmTrust Insurance. Salan mun hafa óveruleg áhrif á rekstur og efnahag samstæðunnar en samkvæmt samningi er söluverðið trúnaðarmál, að því er segir í tilkynningu til Kauphallar Íslands. 26.4.2007 15:51 Sparisjóðir Skagafjarðar og Siglufjarðar sameinast Stjórnir Sparisjóðs Skagafjarðar og Sparisjóðs Siglufjarðar hafa undirritað áætlun um samruna sparisjóðanna. Í tillögu sem lögð verður fyrir fund stofnfjáreigenda er gert ráð fyrir því að eigið fé hins sameinaða sjóðs verði um einn milljarður króna. 26.4.2007 14:38 Systirin selur bræðrum sínum Bræðurnir Karl og Steingrímur Wernerssynir hafa keypt ríflega fjórðungshlut Ingunnar, systur þeirra, í alþjóðlega fjárfestingarfélaginu Milestone og eiga þar með félagið að öllu leyti. „Við höfum verið í farsælu samstarfi í nokkur ár. Það lá fyrir tilboð frá henni til okkar bræðra sem við tókum. Tímapunkturinn var því ágætur fyrir alla,“ segir Karl. 26.4.2007 11:46 Ingvar Helgason kaupir AVIS og Budget Ingvar Helgason hefur keypt fyrirtækið ALP sem rekur bílaleigurnar AVIS og Budget á Íslandi. Fram kemur í tilkynningu frá félögunum að stofnað verði sérstakt eignarhaldsfélag um þessa fjárfestingu. 26.4.2007 11:34 Afkoma Árborgar langt umfram áætlanir Sveitarfélagið Árborg skilaði 83,6 milljóna króna rekstrarafgangi á síðasta ári. Þetta er talsvert yfir áætlun sem gerð var í október í fyrra en þá var gert ráð fyrir tapi upp á 137 milljónir króna. Hagnaðurinn er því 199,7 milljónum yfir áætlunum. 26.4.2007 10:15 Hagnaður Exista 57,2 milljarðar króna Fjármálaþjónustufyrirtækið Exista skilaði 57,2 milljörðum króna á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta er nokkuð yfir væntingum greiningardeilda viðskiptabankanna sem spáðu því að hagnaður félagsins myndi nema á bilinu 52 til 54,5 milljörðum króna á tímabilinu. Þetta er langmesti hagnaður íslensks félags á einum fjórðungi. 26.4.2007 09:57 Kaupþing með rúma 20 milljarða í hagnað Kaupþing skilaði 20,3 milljarða króna hagnaði á fyrstu þremur mánuðum ársins samanborið við 18,8 milljarða króna á sama tíma í fyrra. Þetta er í takt við spár greiningardeilda. 26.4.2007 09:08 Straumur Burðarás hagnast um 6 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hagnaður fjárfestingarbankans Straums Burðaráss eftir skatta nam um 6 milljörðum króna á fyrstu þremur mánuðum þessa árs. Þetta kemur fram í afkomutilkynningu bankans. Á sama tíma í fyrra nam hagnaður bankans um 19 milljörðum. 26.4.2007 08:00 Milestone gerir 70 milljarða yfirtökutilboð í Invik í Svíþjóð Fjárfestingafélagið Milestone hefur lagt fram 70 milljarða króna yfirtökutilboð í sænska fjármálafyrirtækið Invik og Co. eftir kaup á 26 prósenta hlut í dag sem tryggir Milestone 63 prósent atkvæða í Invik. Stjórn Invik mælir með að hluthafar taki tilboðinu, en þetta er ein stærstu fyrirtækjakaup Íslandssögunnar. Kaupin eru háð blessun fjármálayfirvalda í þremur löndum. 26.4.2007 06:30 Starfsmenn Milestone verða um 900 Gangi áform Milestone eftir um yfirtöku á sænska fjármálafyrirtækinu Invik & Co. verða starfsmenn innan samstæðunnar um 900 talsins. Ríflega helmingur eigna Milestone verður erlendis og vægi tryggingastarfsemi og sérhæfðrar fjármálaþjónustu mun aukast til muna. Heildareignir Milestone verða um 341 milljarður króna. 26.4.2007 06:30 Sjálfkjörið í stjórn Glitnis Framboðsfrestur til setu í stjórn Glitnis banka hf. rann út í dag. Nokkrar breytingar verða á stjórninni, sem er sjálfkjörin, en einungis tveir af fyrrum stjórnarmönnum bankans gáfu kost á sér að nýju eftir sviptingar í hluthafahópi bankans um páskana. Ný stjórn tekur við á hluthafafundi bankans á mánudag í næstu viku. 25.4.2007 16:03 Þjóðarbúskapurinn aldrei næmari en nú Íslenskur þjóðarbúskapur hefur aldrei jafn næmur fyrir breytingum á alþjóðlegum mörkuðum og nú. Þetta sést á tengslum á milli gengis íslensku krónunnar, annarra hávaxtagjaldmiðla og erlendrar vaxtaþróunar. Tengslin má rekja til mikils viðskiptahalla,sem erlendir fjárfestar og lánardrottnar fjármagna að nokkru leyti. Þetta kemur fram í riti Seðlabanka Íslands um fjármálastöðugleikann á þessu ári, sem kom út fyrir stundu. 25.4.2007 15:30 Penninn og Te&kaffi fjárfesta í Lettlandi Penninn og Te&kaffi hafa gengið frá kaupum á Melna Kafija Ltd., leiðandi fyrirtæki á sviði kaffiframleiðslu í Lettlandi og einum stærsta kaffiframleiðanda í Eystrasaltslöndunum. 25.4.2007 14:10 Höfuðstöðvar Geysir Green Energy opnaðar í Reykjanesbæ Geysir Green Energy opnaði formlega í gær höfuðstöðvar sínar í Reykjanesbæ en þær eru staðsettar á efri hæð pósthússins við Hafnargötu. Geysir Green Energy er alþjóðlegt fjárfestingarfélag um sjálfbæra orkuvinnslu og er í eigu FL Group, Glitnis og VGK hön ... 25.4.2007 12:21 Skipulagsbreytingar hjá FL Group FL Group hefur ákveðið að gera breytingar á skipulagi félagsins. Þannig verður starfssvið eigin viðskipta félagsins útvíkkað, heiti þess breytt og mun það eftirleiðis hafa umsjón með skammtíma fjárfestingum á verðbréfamörkuðum um heim allan og stöðutöku félagsins í gjaldeyri. Á sama tíma hafa mannabreytingar orðið í stjórnendastöðu starfssviðsins. 25.4.2007 11:13 Kópavogur skilaði 4,3 milljörðum í rekstrarafgang Kópavogsbær skilaði tæplega 4,3 milljarða króna rekstrarafgangi á síðasta ári. Þetta er tæplega tvöfalt betri afkoma en áætlanir bæjarstjórnar höfðu gert ráð fyrir. Mestu munar umhagnað af sölu byggginarréttar umfram væntingar auk þess sem skatttekjur voru hærri en gert hafði verið ráð fyrir. Hærri lífeyrisskuldbindingar og aðrir fjármagnsliðir vega á móti. 25.4.2007 10:13 MBA-nám við Háskóla Íslands Háskóli Íslands tekur árlega á móti í kringum 40 manns í tveggja ára MBA-nám. Í vor munu 39 einstaklingar útskrifast og bætast þá í hóp þeirra 135 einstaklinga sem útskrifast hafa með MBA-gráðu frá Háskóla Íslands. MBA-námið skiptist í kjarna og valnámskeið, auk lokaverkefnis. 25.4.2007 06:15 Keyrslan borgaði sig Ásgeir Baldurs, forstjóri VÍS, útskrifaðist úr MBA-námi við Háskóla Íslands árið 2004. Þegar Ásgeir hóf námið var hann forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá VÍS. Í dag gegnir hann stöðu forstjóra vátryggingafélagsins. Það hefur hann gert frá því í upphafi ársins 2006. 25.4.2007 06:15 MBA-nám við Háskólann í Reykjavík Undanfarin þrjú ár hefur Háskólinn í Reykjavík útskrifað um fimmtíu nemendur árlega úr tveggja ára MBA-námi. Sama verður uppi á teningnum þann 2. júní þegar 52 nemendur sækja prófskírteini sín. Frá upphafi munu þá rétt tæplega 250 manns hafa útskrifast úr náminu. 25.4.2007 06:15 Enn meiri krónubréf Í gærmorgun var tilkynnt um fjögurra milljarða króna krónubréfaútgáfu. Krónubréf eru skuldabréf í íslenskum krónum sem gefin eru út erlendis. Í Vegvísi Landsbankans segir að þar með sé krónubréfaútgáfan komin í 22 milljarða króna í apríl. Í mánuðinum hafa bréf að andvirði fjórtán milljarða króna fallið á gjalddaga. 25.4.2007 06:00 Þörf er á stöðugri uppfræðslu Forstöðumaður Evrópuréttarstofnunar Háskólans í Reykjavík segir íslenska fyrirtækjarekendur þurfa á stöðugri uppfræðslu í Evrópurétti að halda. Auðunn Arnórsson hitti Peter Dyrberg að máli, en hann kemur hingað reglulega til kennslu. 25.4.2007 06:00 Týndu börnin koma fram Nú bíð ég pollrólegur eftir að uppgjörahrinan í Kauphöllinni hefjist. Bankarnir verða í fluggír eins og greiningardeildirnir spá og sjáum við væntanlega ótrúlegar tölur. Hvaða heilvita manni hefði dottið það í hug að Exista ætti eftir að hagnast um fimmtíu milljarða króna á einum ársfjórðungi? 25.4.2007 06:00 Sjá næstu 50 fréttir
Tap deCode nemur tæpum 1,5 milljörðum króna deCode skilaði 22,6 milljóna dala taprekstri á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta jafngildir 1.458 milljónum íslenskra króna. Til samanburðar nam tap fyrirtæksins 20,3 milljónum dala, 1.309 milljónum króna, á sama tíma í fyrra. 30.4.2007 21:33
Treysta öðrum en íslenskum fyrirtækjum Íslenskir áhrifavaldar bera mest traust til sænskra, þýskra og kanadískra alþjóðafyrirtækja. Íslensk fyrirtæki lenda í fjórða til fimmta sæti yfir þau fyrirtæki sem mesta traustsins njóta. Þetta er meðal niðurstaðna nýrrar rannsóknar Capacent Gallup og AP almannatengsla á trausti íslenskra „áhrifavalda“. 30.4.2007 19:17
Lárus tekur við forstjórastóli í Glitni Lárus Welding hefur verið ráðinn forstjóri Glitnis. Hann tekur við starfinu af Bjarna Ármannssyni sem hefur gegnt starfi forstjóra í 10 ár. Lárus Welding hefur verið framkvæmdastjóri Landsbanka Íslands í Lundúnum frá 2003 en hann hóf starfsferil sinn innan bankakerfisins á fyrirtækjasviði Fjárfestingarbanka atvinnulífsins árið 1999. Fjárfestingarbankinn rann saman við Íslandsbanka árið 2000 og heitir nú Glitnir. 30.4.2007 16:36
Tíðindalaust á hluthafafundi Glitnis Tíðindalaust var á þéttsetnum hluthafafundi Glitnis sem lauk um klukkan hálf þrjú dag. Ný stjórn bankans tók við af fráfarandi stjórn og situr hún nú á sínum fyrsta fundi. 30.4.2007 15:38
Glitnir spáir 4,3 prósenta verðbólgu Greiningardeild Glitnis spáir því að vísitala neysluverðs hækki um hálft prósent á milli mánaða í maí. Gangi það eftir mun ársverðbólga lækka úr 5,3 prósentum í 4,3 prósent. Helstu ástæðurnar fyrir verðbólgulækkuninni eru minni verðhækkanir á húsnæði og í apríl auk þess semaðgerðir stjórnvalda á neysluverði hafi skilað sér. 30.4.2007 11:54
Hagnaður Glitnis 7 milljarðar króna Hagnaður Glitnis banka nam sjö milljörðum króna á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta er 2,1 milljarði króna minna en á sama tíma fyrir ári. Þetta er í takt við spár greiningardeilda viðskiptabankanna sem gerðu ráð fyrir allt frá 6,8 til 7,7 milljarða króna hagnaði á tímabilinu. 30.4.2007 10:51
Mjög dregur úr vöruskiptahallanum Vöruskipti við útlönd voru óhagstæð um 9,1 milljarð króna á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta er umtalsverð breyting frá sama tíma í fyrra en þá nam hallinn á vöruskiptum 36,2 milljörðum króna. Af þessum þremur mánuðum nam halli á vöruskiptum í mars 4,5 milljörðum króna. Til samanburðar voru vöruskiptin óhagstæð um 18,2 milljarða krónur fyrir ári, samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands. 30.4.2007 09:00
Sala Novators á hlut sínum í BTC á lokastigi Viðræður Novators, fjárfestingafélags Björgólfs Thors Björgólfssonar, um sölu á 65 prósent hlut í búlgarska símafyrirtækinu BTC eru nú á lokastigi. Að sögn Ásgeirs Friðgeirssonar, upplýsingafulltrúa Novators, á félagið í viðræðum við tvo mögulega kaupendur en ekkert hafi verið ákveðið. Hann segir fréttir þessa efnis að búið sé að ganga frá sölusamningi rangar og ennfremur sé það rangt að Novator sé að draga sig út úr fjarskiptarekstri í austur Evrópu. 29.4.2007 12:31
Novator að yfirgefa símamarkaðinn Erlendir fjölmiðlar herma að Novator, fjárfestingafélag í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, hafi selt 10,8 prósenta hlut sinn, um helmingseign sína, í gríska símafélaginu Forthnet til þarlendra stofnanafjárfesta og annarra aðila. Novator er sagt vera að hverfa af símamarkaði í A-Evrópu. 28.4.2007 12:45
Láta til sína taka á evrópskum bankamarkaði Hlutur FL Group í Commerzbank er metinn á yfir 63 milljarða. FL hagnaðist um 15 milljarða á 1. ársfjórðungi. 28.4.2007 06:30
Kaupþing á þrjá kosti í Stórabrandi Kaupþing er komið upp með 18,5 prósenta hlut í norska fjármálafyrirtækinu Storebrand. Markaðsvirði hlutarins er fimmtíu milljarðar króna. 28.4.2007 06:15
Íslenskir fjárfestar atkvæðamiklir í Svíþjóð Íslenskir fjárfestar hafa verið atkvæðamiklir á sænskum hlutabréfamarkaði á árinu og fjárfest grimmt í sænskum stórfyrirtækjum. Í Dagens Industri kemur fram að Landsbankinn hefur tekið hlutabréfastöður í Nordea, Electrolux, tóbaksframleiðandanum Swedish Match og leikjafyrirtækinu Net Entertainmet. 28.4.2007 06:00
Meðalupphæð kaupsamninga hæst á Árborgarsvæðinu 291 kaupsamningi var þinglýst á höfuðborgarsvæðinu, á Árborgarsvæðinu og á Akureyri í vikunni. Meðalupphæð samninganna var hæst á Árborgarsvæðinu, 32,4 milljónir króna, næsthæst á höfuðborgarsvæðinu, 30,2 milljónir króna, en lægst á Akureyri þar sem meðalupphæðin var 19,9 milljónir króna á Akureyri, samkvæmt upplýsingum frá Fasteignamati ríkisins. 27.4.2007 17:30
Svefnlyf frá Actavis á markað í Bandaríkjunum Actavis hefur fengið samþykki bandarísku Matvæla og lyfjastofnunarinnar (FDA) fyrir skráningu á svefnlyfinu Zolpidem Tartrate á markað í Bandaríkjunum. Lyfið verður markaðssett í samvinnu við Carlsbad Technology, Inc., og hefst dreifing lyfsins nú þegar. 27.4.2007 12:29
Hagnaður FL Group jókst um 158 prósent Fjárfestingafélagið FL Group skilaði 15,1 milljarðs króna hagnaði á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta er 158 prósenta aukning á milli fjórðunga. Hannes Smárason, forstjóri félagsins, segist afar ánægður með niðurstöðuna og er þess fullviss að núverandi aðferðafræði félagsins gefi möguleika á að nýta þau tækifæri sem kunni að koma upp í framtíðinni. 27.4.2007 10:12
FL Group kaupir í Commerzbank FL Group hefur eignast 2,99 prósenta hlut í Commerzbank, öðrum stærsta banka Þýskalands. Markaðsvirði hlutarins nemur 63,5 milljörðum króna. Hannes Smárason, forstjóri FL Group, segir markaðsvirði bankans ekki endurspegla þann bata sem hafi orðið á starfseminni í Þýskalandi og í öðrum löndum þar sem bankinn hefur starfsemi. 27.4.2007 09:45
Vísitala framleiðsluverðs óbreytt milli mánaða Vísitala framleiðsluverðs í mars hélst óbreytt frá því í mánuðinum á undan en þá lækkaði hún um 3,1 prósent á milli mánaða, samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands. Vísitala framleiðsluverðs fyrir sjávarafurðir lækkar um 0,3 prósent og vísitala fyrir stóriðju hækkar á móti um 0,4, svo eitthvað sé nefnt. 27.4.2007 09:13
Kjaraskertir forstjórar Í nýjasta tölublaði Vísbendingar er góðlátlegt grín gert að flýtisvillu mbl.is fyrir helgi þar sem svissneskir forstjórar voru sagðir hæst launaðir í Evrópu. Það er satt og rétt þótt í fréttinni væri haft eftir ráðgjafarfyrirtæki að þeir væru með rétt rúma milljón á mánuði, samkvæmt sömu frétt voru franskir forstjórar með 325 þúsund kall á mánuði. 27.4.2007 08:58
Samkeppni um athygli Aflýst var óvænt í gær töluvert auglýstum fundi Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga undir yfirskriftinni „Samkeppnishæft viðskiptaumhverfi eftir kosningar?“ Stórkanónur stjórnmálanna áttu að sitja fyrir svörum á hádegisverðarfundi undir fundarstjórn Ólafs Ísleifssonar, lektors við viðskiptadeild Háskólans i Reykjavík. 27.4.2007 07:45
Lundúnir kalla Starfsmenn Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis halda upp á árshátíð fyrirtækisins í Lundúnum um helgina og glæstan árangur á síðasta ári þegar hagnaðurinn nam níu milljörðum króna. Yfir 200 manns vinna hjá SPRON. 27.4.2007 00:52
Minni hagnaður hjá Mosaic Fashions Tískuverslanakeðjan Mosaic Fashions skilaði hagnaði upp á 10,7 milljón pund, jafnvirði 1.377 milljóna íslenskra króna, á fjórða rekstrarfjórðungi sem lauk í enda mars. Þetta er nokkur samdráttur á milli ára en keðjan, sem rekur nokkrar tískuvöruverslanir undir fyrirtækjahatti sínum víða um heim, skilaði 12,6 milljóna punda hagnaði í fyrra eða 1.621 milljónum króna. 26.4.2007 22:34
Stærsta sambankalán í sögu Icebank Icebank undirritaði í dag 217 milljóna evra sambankalán til þriggja ára hjá 34 evrópskum bönkum. Lánið samsvarar 19 milljörðum íslenskra króna. Fénu verður varið til endurfjármögnunar eldri lána og fjármögnunar áframhaldandi vaxtar bankans. Lánið var undirritað í Berchtesgaden í Þýskalandi. 26.4.2007 19:04
Hagnaður Bakkavarar 1,2 milljarðar króna Bakkavör Group skilaði 1,2 milljarða króna hagnaði á fyrsta fjórðungi þessa árs. Afkoman á fjórðungnum er í takt við spár greiningardeilda viðskiptabankanna. Ágúst Guðmundsson, forstjóri Bakkavarar, segir fjórðunginn lofa góðu enda sé búist við miklum vexti á markaði með ferskar matvörur í Evrópu og Kína á næstu fjórum árum. 26.4.2007 16:09
Exista selur hlut sinn í IGI Group Exista hefur selt hlut sinn í breska tryggingafélaginu IGI Group Ltd, 54,4 prósent hlutafjár, til alþjóðlega tryggingafélagsins AmTrust Insurance. Salan mun hafa óveruleg áhrif á rekstur og efnahag samstæðunnar en samkvæmt samningi er söluverðið trúnaðarmál, að því er segir í tilkynningu til Kauphallar Íslands. 26.4.2007 15:51
Sparisjóðir Skagafjarðar og Siglufjarðar sameinast Stjórnir Sparisjóðs Skagafjarðar og Sparisjóðs Siglufjarðar hafa undirritað áætlun um samruna sparisjóðanna. Í tillögu sem lögð verður fyrir fund stofnfjáreigenda er gert ráð fyrir því að eigið fé hins sameinaða sjóðs verði um einn milljarður króna. 26.4.2007 14:38
Systirin selur bræðrum sínum Bræðurnir Karl og Steingrímur Wernerssynir hafa keypt ríflega fjórðungshlut Ingunnar, systur þeirra, í alþjóðlega fjárfestingarfélaginu Milestone og eiga þar með félagið að öllu leyti. „Við höfum verið í farsælu samstarfi í nokkur ár. Það lá fyrir tilboð frá henni til okkar bræðra sem við tókum. Tímapunkturinn var því ágætur fyrir alla,“ segir Karl. 26.4.2007 11:46
Ingvar Helgason kaupir AVIS og Budget Ingvar Helgason hefur keypt fyrirtækið ALP sem rekur bílaleigurnar AVIS og Budget á Íslandi. Fram kemur í tilkynningu frá félögunum að stofnað verði sérstakt eignarhaldsfélag um þessa fjárfestingu. 26.4.2007 11:34
Afkoma Árborgar langt umfram áætlanir Sveitarfélagið Árborg skilaði 83,6 milljóna króna rekstrarafgangi á síðasta ári. Þetta er talsvert yfir áætlun sem gerð var í október í fyrra en þá var gert ráð fyrir tapi upp á 137 milljónir króna. Hagnaðurinn er því 199,7 milljónum yfir áætlunum. 26.4.2007 10:15
Hagnaður Exista 57,2 milljarðar króna Fjármálaþjónustufyrirtækið Exista skilaði 57,2 milljörðum króna á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta er nokkuð yfir væntingum greiningardeilda viðskiptabankanna sem spáðu því að hagnaður félagsins myndi nema á bilinu 52 til 54,5 milljörðum króna á tímabilinu. Þetta er langmesti hagnaður íslensks félags á einum fjórðungi. 26.4.2007 09:57
Kaupþing með rúma 20 milljarða í hagnað Kaupþing skilaði 20,3 milljarða króna hagnaði á fyrstu þremur mánuðum ársins samanborið við 18,8 milljarða króna á sama tíma í fyrra. Þetta er í takt við spár greiningardeilda. 26.4.2007 09:08
Straumur Burðarás hagnast um 6 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hagnaður fjárfestingarbankans Straums Burðaráss eftir skatta nam um 6 milljörðum króna á fyrstu þremur mánuðum þessa árs. Þetta kemur fram í afkomutilkynningu bankans. Á sama tíma í fyrra nam hagnaður bankans um 19 milljörðum. 26.4.2007 08:00
Milestone gerir 70 milljarða yfirtökutilboð í Invik í Svíþjóð Fjárfestingafélagið Milestone hefur lagt fram 70 milljarða króna yfirtökutilboð í sænska fjármálafyrirtækið Invik og Co. eftir kaup á 26 prósenta hlut í dag sem tryggir Milestone 63 prósent atkvæða í Invik. Stjórn Invik mælir með að hluthafar taki tilboðinu, en þetta er ein stærstu fyrirtækjakaup Íslandssögunnar. Kaupin eru háð blessun fjármálayfirvalda í þremur löndum. 26.4.2007 06:30
Starfsmenn Milestone verða um 900 Gangi áform Milestone eftir um yfirtöku á sænska fjármálafyrirtækinu Invik & Co. verða starfsmenn innan samstæðunnar um 900 talsins. Ríflega helmingur eigna Milestone verður erlendis og vægi tryggingastarfsemi og sérhæfðrar fjármálaþjónustu mun aukast til muna. Heildareignir Milestone verða um 341 milljarður króna. 26.4.2007 06:30
Sjálfkjörið í stjórn Glitnis Framboðsfrestur til setu í stjórn Glitnis banka hf. rann út í dag. Nokkrar breytingar verða á stjórninni, sem er sjálfkjörin, en einungis tveir af fyrrum stjórnarmönnum bankans gáfu kost á sér að nýju eftir sviptingar í hluthafahópi bankans um páskana. Ný stjórn tekur við á hluthafafundi bankans á mánudag í næstu viku. 25.4.2007 16:03
Þjóðarbúskapurinn aldrei næmari en nú Íslenskur þjóðarbúskapur hefur aldrei jafn næmur fyrir breytingum á alþjóðlegum mörkuðum og nú. Þetta sést á tengslum á milli gengis íslensku krónunnar, annarra hávaxtagjaldmiðla og erlendrar vaxtaþróunar. Tengslin má rekja til mikils viðskiptahalla,sem erlendir fjárfestar og lánardrottnar fjármagna að nokkru leyti. Þetta kemur fram í riti Seðlabanka Íslands um fjármálastöðugleikann á þessu ári, sem kom út fyrir stundu. 25.4.2007 15:30
Penninn og Te&kaffi fjárfesta í Lettlandi Penninn og Te&kaffi hafa gengið frá kaupum á Melna Kafija Ltd., leiðandi fyrirtæki á sviði kaffiframleiðslu í Lettlandi og einum stærsta kaffiframleiðanda í Eystrasaltslöndunum. 25.4.2007 14:10
Höfuðstöðvar Geysir Green Energy opnaðar í Reykjanesbæ Geysir Green Energy opnaði formlega í gær höfuðstöðvar sínar í Reykjanesbæ en þær eru staðsettar á efri hæð pósthússins við Hafnargötu. Geysir Green Energy er alþjóðlegt fjárfestingarfélag um sjálfbæra orkuvinnslu og er í eigu FL Group, Glitnis og VGK hön ... 25.4.2007 12:21
Skipulagsbreytingar hjá FL Group FL Group hefur ákveðið að gera breytingar á skipulagi félagsins. Þannig verður starfssvið eigin viðskipta félagsins útvíkkað, heiti þess breytt og mun það eftirleiðis hafa umsjón með skammtíma fjárfestingum á verðbréfamörkuðum um heim allan og stöðutöku félagsins í gjaldeyri. Á sama tíma hafa mannabreytingar orðið í stjórnendastöðu starfssviðsins. 25.4.2007 11:13
Kópavogur skilaði 4,3 milljörðum í rekstrarafgang Kópavogsbær skilaði tæplega 4,3 milljarða króna rekstrarafgangi á síðasta ári. Þetta er tæplega tvöfalt betri afkoma en áætlanir bæjarstjórnar höfðu gert ráð fyrir. Mestu munar umhagnað af sölu byggginarréttar umfram væntingar auk þess sem skatttekjur voru hærri en gert hafði verið ráð fyrir. Hærri lífeyrisskuldbindingar og aðrir fjármagnsliðir vega á móti. 25.4.2007 10:13
MBA-nám við Háskóla Íslands Háskóli Íslands tekur árlega á móti í kringum 40 manns í tveggja ára MBA-nám. Í vor munu 39 einstaklingar útskrifast og bætast þá í hóp þeirra 135 einstaklinga sem útskrifast hafa með MBA-gráðu frá Háskóla Íslands. MBA-námið skiptist í kjarna og valnámskeið, auk lokaverkefnis. 25.4.2007 06:15
Keyrslan borgaði sig Ásgeir Baldurs, forstjóri VÍS, útskrifaðist úr MBA-námi við Háskóla Íslands árið 2004. Þegar Ásgeir hóf námið var hann forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá VÍS. Í dag gegnir hann stöðu forstjóra vátryggingafélagsins. Það hefur hann gert frá því í upphafi ársins 2006. 25.4.2007 06:15
MBA-nám við Háskólann í Reykjavík Undanfarin þrjú ár hefur Háskólinn í Reykjavík útskrifað um fimmtíu nemendur árlega úr tveggja ára MBA-námi. Sama verður uppi á teningnum þann 2. júní þegar 52 nemendur sækja prófskírteini sín. Frá upphafi munu þá rétt tæplega 250 manns hafa útskrifast úr náminu. 25.4.2007 06:15
Enn meiri krónubréf Í gærmorgun var tilkynnt um fjögurra milljarða króna krónubréfaútgáfu. Krónubréf eru skuldabréf í íslenskum krónum sem gefin eru út erlendis. Í Vegvísi Landsbankans segir að þar með sé krónubréfaútgáfan komin í 22 milljarða króna í apríl. Í mánuðinum hafa bréf að andvirði fjórtán milljarða króna fallið á gjalddaga. 25.4.2007 06:00
Þörf er á stöðugri uppfræðslu Forstöðumaður Evrópuréttarstofnunar Háskólans í Reykjavík segir íslenska fyrirtækjarekendur þurfa á stöðugri uppfræðslu í Evrópurétti að halda. Auðunn Arnórsson hitti Peter Dyrberg að máli, en hann kemur hingað reglulega til kennslu. 25.4.2007 06:00
Týndu börnin koma fram Nú bíð ég pollrólegur eftir að uppgjörahrinan í Kauphöllinni hefjist. Bankarnir verða í fluggír eins og greiningardeildirnir spá og sjáum við væntanlega ótrúlegar tölur. Hvaða heilvita manni hefði dottið það í hug að Exista ætti eftir að hagnast um fimmtíu milljarða króna á einum ársfjórðungi? 25.4.2007 06:00