Viðskipti innlent

MBA-nám við Háskóla Íslands

Háskóli Íslands tekur árlega á móti í kringum 40 manns í tveggja ára MBA-nám. Í vor munu 39 einstaklingar útskrifast og bætast þá í hóp þeirra 135 einstaklinga sem útskrifast hafa með MBA-gráðu frá Háskóla Íslands. MBA-námið skiptist í kjarna og valnámskeið, auk lokaverkefnis.

Ellefu námskeið mynda kjarnann. Valnámskeiðin eru um tíu talsins og hver nemandi velur þrjú þeirra. Gert er ráð fyrir að nemendur leggi 25 til 35 stundir í vinnu að meðaltali á viku. Kennt er föstudaga og laugardaga aðra hverja viku. Kennslan fer fram á íslensku og ensku. Umsóknarfrestur í næsta MBA-hóp er til 2. maí næstkomandi en áfram er tekið á móti umsóknum eftir þann tíma.

Umsækjendur verða að hafa lokið grunnnámi í háskóla og búa yfir þriggja ára starfsreynslu. Aðrir þættir geta þó verið metnir þessu að jöfnu, svo sem reynsla af stjórnun eða sérfræðistörfum. Námið kostar 2,1 milljón króna. Kennslugögn eru ekki innifalin í þeirri upphæð.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×