Viðskipti innlent

Enn meiri krónubréf

Í gær var tilkynnt um fjögurra milljarða króna krónubréfaútgáfu.
Í gær var tilkynnt um fjögurra milljarða króna krónubréfaútgáfu.

Í gærmorgun var tilkynnt um fjögurra milljarða króna krónubréfaútgáfu. Krónubréf eru skuldabréf í íslenskum krónum sem gefin eru út erlendis.

Í Vegvísi Landsbankans segir að þar með sé krónubréfaútgáfan komin í 22 milljarða króna í apríl. Í mánuðinum hafa bréf að andvirði fjórtán milljarða króna fallið á gjalddaga.

Gengisvísitala krónunnar er nú 118,6 stig. Hún styrktist um 0,38 prósent í gær. Velta á gjaldeyrismarkaði nam rúmum 11 milljörðum króna í gær. Krónubréfaútgáfa styður við gengi krónunnar sem hefur styrkst um 0,5 prósent í mánuðinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×