Viðskipti innlent

Íslenskir fjárfestar atkvæðamiklir í Svíþjóð

Íslenskir fjárfestar hafa verið atkvæðamiklir á sænskum hlutabréfamarkaði á árinu og fjárfest grimmt í sænskum stórfyrirtækjum. Í Dagens Industri kemur fram að Landsbankinn hefur tekið hlutabréfastöður í Nordea, Electrolux, tóbaksframleiðandanum Swedish Match og leikjafyrirtækinu Net Entertainmet.

Straumur-Burðarás hefur aukið fjárfestingar sínar á sænska markaðnum um rúma níu milljarða króna á á árinu, í 21,1 milljarð króna. Meðal þeirra félaga sem Straumur er hluthafi í má nefna Saab, Swedbank, heimilistækjaframleiðandanum Husqvarna og Electrolux auk Net Entertainment.

Þá er finnska fjármálafyrirtækið Sampo orðið þriðji stærsti hluthafinn í Nordea með 2,3 prósenta hlut. Exista er sem kunnugt er stærsti hluthafinn í Sampo.

Sænski markaðurinn hefur verið á ágætisflugi á árinu, þannig nemur gengishækkun í Electrolux einu og sér tæpum sextíu prósentum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×