Viðskipti innlent

MBA-nám við Háskólann í Reykjavík

Undanfarin þrjú ár hefur Háskólinn í Reykjavík útskrifað um fimmtíu nemendur árlega úr tveggja ára MBA-námi. Sama verður uppi á teningnum þann 2. júní þegar 52 nemendur sækja prófskírteini sín. Frá upphafi munu þá rétt tæplega 250 manns hafa útskrifast úr náminu.

Umsóknarfrestur fyrir næsta hóp er 29. maí. Fyrri umsóknarfrestur rann út 18. apríl. Umsækjendur þurfa að hafa lokið grunnnámi í háskóla, búa yfir þriggja ára starfsreynslu og hafa góð tök á ensku. Kennt er fimmtudaga, föstudaga og laugardaga aðra hverja viku. Allt námið fer fram á ensku. Gert er ráð fyrir þrjátíu stunda vinnu á viku að meðaltali.

Fyrra árið fylgja allir nemendur sömu stundaskrá. Seinna árið geta nemendur sérhæft sig með því að velja á milli þriggja námsleiða. Námið kostar 2,6 milljónir króna. Innifalið í þeirri upphæð eru öll kennslugögn.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×