Týndu börnin koma fram 25. apríl 2007 06:00 Nú bíð ég pollrólegur eftir að uppgjörahrinan í Kauphöllinni hefjist. Bankarnir verða í fluggír eins og greiningardeildirnir spá og sjáum við væntanlega ótrúlegar tölur. Hvaða heilvita manni hefði dottið það í hug að Exista ætti eftir að hagnast um fimmtíu milljarða króna á einum ársfjórðungi? Árið hefur svo sannarlega verið stórt hjá bönkunum og ávöxtunin í Kaupþingi og Landsbankanum er orðin meiri en allt árið í fyrra. Ég er ekki sannfærður um að góð bankauppgjör muni bústa markaðinn áfram heldur miklu fremur yfirtökur og fyrirtækjakaup eins og allir búast við að verði. Hver hefði trúað því fyrir nokkrum árum að Barclays myndi taka yfir ABN Amro? Þetta er bara byrjunin á því sem koma skal í Evrópu og er ég ekki í nokkrum vafa um að Íslendingar munu eins og svo oft áður troða sér fremst. En allur þessi eltingarleikur fjárfesta á eftir bönkunum hefur bitnað á stórum hópi fyrirtækja. Ég hef sagt áður að það séu enn þá ótrúlega mörg tækifæri á okkar smáa hlutabréfamarkaði og horfi þar sérstaklega til rekstrarfélaganna, týndu barnanna á hlutabréfamarkaði. Þau minna mig svolítið á stóra systkinið sem gufar upp þegar litla barnið kemur í heiminn. Allt í einu vill enginn af þeim vita. Ég velti því fyrir mér hvernig á þessu standi. Getur verið að fyrirsagnir eins og „Afkoman í ár verður lituð af samþættingarkostnaði“ hræði líftóruna úr fjárfestum? Hér á ég auðvitað ekki við stóru útrásarfélögin Actavis og Bakkavör heldur smærri rekstrarfélög á borð við Alfesca, Eimskipafélagið Icelandair Group, Marel, Mosaic og Össur. Fyrir þá sem vilja líta lengra fram á veginn en sem nemur sjónvarpsdagskrá kvöldsins eru þetta þau félög sem ég trúi að eigi hvað mest inni. Mörg þessara félaga eru annaðhvort komin langt á veg að ganga frá fyrirtækjakaupum, þar sem samþættingarkostnaður litar uppgjörin, eða að stíga næstu skref í ytri vexti. Og flest eru þau ódýr í alþjóðlegum samanburði. Sjáið nú bara að bókfært eigið fé þeirra sumra, eins og Icelandair, er sennilega hærra en markaðsverðmæti þeirra. Ef spádómar mínir ganga eftir um að krónan gefi eftir á seinni hluta ársins þá er sannkölluð gós-entíð fram undan hjá þeim sem trúa að tími rekstrarfélaganna sé að renna upp. Spákaupmaðurinn á horninu Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Nú bíð ég pollrólegur eftir að uppgjörahrinan í Kauphöllinni hefjist. Bankarnir verða í fluggír eins og greiningardeildirnir spá og sjáum við væntanlega ótrúlegar tölur. Hvaða heilvita manni hefði dottið það í hug að Exista ætti eftir að hagnast um fimmtíu milljarða króna á einum ársfjórðungi? Árið hefur svo sannarlega verið stórt hjá bönkunum og ávöxtunin í Kaupþingi og Landsbankanum er orðin meiri en allt árið í fyrra. Ég er ekki sannfærður um að góð bankauppgjör muni bústa markaðinn áfram heldur miklu fremur yfirtökur og fyrirtækjakaup eins og allir búast við að verði. Hver hefði trúað því fyrir nokkrum árum að Barclays myndi taka yfir ABN Amro? Þetta er bara byrjunin á því sem koma skal í Evrópu og er ég ekki í nokkrum vafa um að Íslendingar munu eins og svo oft áður troða sér fremst. En allur þessi eltingarleikur fjárfesta á eftir bönkunum hefur bitnað á stórum hópi fyrirtækja. Ég hef sagt áður að það séu enn þá ótrúlega mörg tækifæri á okkar smáa hlutabréfamarkaði og horfi þar sérstaklega til rekstrarfélaganna, týndu barnanna á hlutabréfamarkaði. Þau minna mig svolítið á stóra systkinið sem gufar upp þegar litla barnið kemur í heiminn. Allt í einu vill enginn af þeim vita. Ég velti því fyrir mér hvernig á þessu standi. Getur verið að fyrirsagnir eins og „Afkoman í ár verður lituð af samþættingarkostnaði“ hræði líftóruna úr fjárfestum? Hér á ég auðvitað ekki við stóru útrásarfélögin Actavis og Bakkavör heldur smærri rekstrarfélög á borð við Alfesca, Eimskipafélagið Icelandair Group, Marel, Mosaic og Össur. Fyrir þá sem vilja líta lengra fram á veginn en sem nemur sjónvarpsdagskrá kvöldsins eru þetta þau félög sem ég trúi að eigi hvað mest inni. Mörg þessara félaga eru annaðhvort komin langt á veg að ganga frá fyrirtækjakaupum, þar sem samþættingarkostnaður litar uppgjörin, eða að stíga næstu skref í ytri vexti. Og flest eru þau ódýr í alþjóðlegum samanburði. Sjáið nú bara að bókfært eigið fé þeirra sumra, eins og Icelandair, er sennilega hærra en markaðsverðmæti þeirra. Ef spádómar mínir ganga eftir um að krónan gefi eftir á seinni hluta ársins þá er sannkölluð gós-entíð fram undan hjá þeim sem trúa að tími rekstrarfélaganna sé að renna upp. Spákaupmaðurinn á horninu
Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira