Týndu börnin koma fram 25. apríl 2007 06:00 Nú bíð ég pollrólegur eftir að uppgjörahrinan í Kauphöllinni hefjist. Bankarnir verða í fluggír eins og greiningardeildirnir spá og sjáum við væntanlega ótrúlegar tölur. Hvaða heilvita manni hefði dottið það í hug að Exista ætti eftir að hagnast um fimmtíu milljarða króna á einum ársfjórðungi? Árið hefur svo sannarlega verið stórt hjá bönkunum og ávöxtunin í Kaupþingi og Landsbankanum er orðin meiri en allt árið í fyrra. Ég er ekki sannfærður um að góð bankauppgjör muni bústa markaðinn áfram heldur miklu fremur yfirtökur og fyrirtækjakaup eins og allir búast við að verði. Hver hefði trúað því fyrir nokkrum árum að Barclays myndi taka yfir ABN Amro? Þetta er bara byrjunin á því sem koma skal í Evrópu og er ég ekki í nokkrum vafa um að Íslendingar munu eins og svo oft áður troða sér fremst. En allur þessi eltingarleikur fjárfesta á eftir bönkunum hefur bitnað á stórum hópi fyrirtækja. Ég hef sagt áður að það séu enn þá ótrúlega mörg tækifæri á okkar smáa hlutabréfamarkaði og horfi þar sérstaklega til rekstrarfélaganna, týndu barnanna á hlutabréfamarkaði. Þau minna mig svolítið á stóra systkinið sem gufar upp þegar litla barnið kemur í heiminn. Allt í einu vill enginn af þeim vita. Ég velti því fyrir mér hvernig á þessu standi. Getur verið að fyrirsagnir eins og „Afkoman í ár verður lituð af samþættingarkostnaði“ hræði líftóruna úr fjárfestum? Hér á ég auðvitað ekki við stóru útrásarfélögin Actavis og Bakkavör heldur smærri rekstrarfélög á borð við Alfesca, Eimskipafélagið Icelandair Group, Marel, Mosaic og Össur. Fyrir þá sem vilja líta lengra fram á veginn en sem nemur sjónvarpsdagskrá kvöldsins eru þetta þau félög sem ég trúi að eigi hvað mest inni. Mörg þessara félaga eru annaðhvort komin langt á veg að ganga frá fyrirtækjakaupum, þar sem samþættingarkostnaður litar uppgjörin, eða að stíga næstu skref í ytri vexti. Og flest eru þau ódýr í alþjóðlegum samanburði. Sjáið nú bara að bókfært eigið fé þeirra sumra, eins og Icelandair, er sennilega hærra en markaðsverðmæti þeirra. Ef spádómar mínir ganga eftir um að krónan gefi eftir á seinni hluta ársins þá er sannkölluð gós-entíð fram undan hjá þeim sem trúa að tími rekstrarfélaganna sé að renna upp. Spákaupmaðurinn á horninu Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Stefán endurkjörinn formaður Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira
Nú bíð ég pollrólegur eftir að uppgjörahrinan í Kauphöllinni hefjist. Bankarnir verða í fluggír eins og greiningardeildirnir spá og sjáum við væntanlega ótrúlegar tölur. Hvaða heilvita manni hefði dottið það í hug að Exista ætti eftir að hagnast um fimmtíu milljarða króna á einum ársfjórðungi? Árið hefur svo sannarlega verið stórt hjá bönkunum og ávöxtunin í Kaupþingi og Landsbankanum er orðin meiri en allt árið í fyrra. Ég er ekki sannfærður um að góð bankauppgjör muni bústa markaðinn áfram heldur miklu fremur yfirtökur og fyrirtækjakaup eins og allir búast við að verði. Hver hefði trúað því fyrir nokkrum árum að Barclays myndi taka yfir ABN Amro? Þetta er bara byrjunin á því sem koma skal í Evrópu og er ég ekki í nokkrum vafa um að Íslendingar munu eins og svo oft áður troða sér fremst. En allur þessi eltingarleikur fjárfesta á eftir bönkunum hefur bitnað á stórum hópi fyrirtækja. Ég hef sagt áður að það séu enn þá ótrúlega mörg tækifæri á okkar smáa hlutabréfamarkaði og horfi þar sérstaklega til rekstrarfélaganna, týndu barnanna á hlutabréfamarkaði. Þau minna mig svolítið á stóra systkinið sem gufar upp þegar litla barnið kemur í heiminn. Allt í einu vill enginn af þeim vita. Ég velti því fyrir mér hvernig á þessu standi. Getur verið að fyrirsagnir eins og „Afkoman í ár verður lituð af samþættingarkostnaði“ hræði líftóruna úr fjárfestum? Hér á ég auðvitað ekki við stóru útrásarfélögin Actavis og Bakkavör heldur smærri rekstrarfélög á borð við Alfesca, Eimskipafélagið Icelandair Group, Marel, Mosaic og Össur. Fyrir þá sem vilja líta lengra fram á veginn en sem nemur sjónvarpsdagskrá kvöldsins eru þetta þau félög sem ég trúi að eigi hvað mest inni. Mörg þessara félaga eru annaðhvort komin langt á veg að ganga frá fyrirtækjakaupum, þar sem samþættingarkostnaður litar uppgjörin, eða að stíga næstu skref í ytri vexti. Og flest eru þau ódýr í alþjóðlegum samanburði. Sjáið nú bara að bókfært eigið fé þeirra sumra, eins og Icelandair, er sennilega hærra en markaðsverðmæti þeirra. Ef spádómar mínir ganga eftir um að krónan gefi eftir á seinni hluta ársins þá er sannkölluð gós-entíð fram undan hjá þeim sem trúa að tími rekstrarfélaganna sé að renna upp. Spákaupmaðurinn á horninu
Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Stefán endurkjörinn formaður Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira