Láta til sína taka á evrópskum bankamarkaði 28. apríl 2007 06:30 Hannes Smárason FL hefur eignast þriggja prósenta hlut í öðrum stærsta banka Þýskalands, Commerzbank. Þetta er hlutur sem metinn er á rúma 63 milljarða króna. Bankinn er að mati Hannesar á góðu verði sem endurspeglar ekki þann viðsnúning sem hefur orðið á rekstri bankans heima fyrir og erlendis. Í fyrra hagnaðist þýski bankinn um 140 milljarða króna. „Okkur finnst evrópski bankageirinn í heild spennandi og teljum að ýmislegt eigi eftir að gerast hvað varðar samruna og yfirtökur á næstu misserum.“ Forsvarsmenn FL líta á kaupin í Commerzbank sem spennandi kosti án þess að næstu skref hafi þar verið ákveðin, en segja þó að fleiri fjárfestingar í fjármálageiranum séu til skoðunar. Commerzbank er önnur stærsta eignin í eignasafni FL á eftir tæplega þriðjungshlut í Glitni. FL Group skilaði 15,1 milljarðs hagnaði á fyrsta ársfjórðungi en greiningardeildir Glitnis og Kaupþings höfðu reiknað með að afkoma félagsins yrði í kringum tólf milljarða króna. Góða afkomu má þakka að stórum hluta gengishagnaði af Glitnishlutnum. Hagnaður jókst um 158 prósent á milli ára. Ársfjórðungurinn var sá fyrsti sem FL starfar sem hreint fjárfestingarfélag - án tengingar við rekstrarfélög á borð við Icelandair. Arðsemi eigin fjár var 42,4 prósent á ársgrundvelli. Fjárfestingatekjur gáfu um 15,6 milljarða króna, en rekstrargjöld námu 883 milljónum króna. „Við áttum góðu gengi að fagna á alþjóðlegum fjármálamörkuðum og óskráðar fjárfestingar okkar ganga vel,“ segir forstjórinn Hannes Smárason og er bjartsýnn um góðan hagnað fyrir árið í heild. Stærstu óskráðu fjárfestingar félagsins liggja annars vegar í House of Fraser og hins vegar í Refresco sem óx hratt á fjórðungnum samfara þremur yfirtökum. Hollenska félagið er nú orðið stærsti drykkjarvöruframleiðandi Evrópu. Hannes telur að nýleg fyrirtækjakaup hafi aukið mjög virði Refresco og bendir á að margfaldarar sem notaðir eru við kaup á félögum í geiranum hafi verið hækka. Velta Refresco er áætluð 1,1 milljarður evra á þessu ári og rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) um 100 milljónir evra. Efnahagsreikingur FL stóð í 303 milljörðum í lok árs og óx um 15 prósent frá ársbyrjun. Eigið fé var um 142 milljarðar og stóð í stað, enda nam arðgreiðsla fyrir síðasta ár um fimmtán milljörðum króna. Bréf í FL enduðu vikuna í 29,5 krónum á hlut og hækkuðu um 1,5 prósent í gær. Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Sjá meira
FL hefur eignast þriggja prósenta hlut í öðrum stærsta banka Þýskalands, Commerzbank. Þetta er hlutur sem metinn er á rúma 63 milljarða króna. Bankinn er að mati Hannesar á góðu verði sem endurspeglar ekki þann viðsnúning sem hefur orðið á rekstri bankans heima fyrir og erlendis. Í fyrra hagnaðist þýski bankinn um 140 milljarða króna. „Okkur finnst evrópski bankageirinn í heild spennandi og teljum að ýmislegt eigi eftir að gerast hvað varðar samruna og yfirtökur á næstu misserum.“ Forsvarsmenn FL líta á kaupin í Commerzbank sem spennandi kosti án þess að næstu skref hafi þar verið ákveðin, en segja þó að fleiri fjárfestingar í fjármálageiranum séu til skoðunar. Commerzbank er önnur stærsta eignin í eignasafni FL á eftir tæplega þriðjungshlut í Glitni. FL Group skilaði 15,1 milljarðs hagnaði á fyrsta ársfjórðungi en greiningardeildir Glitnis og Kaupþings höfðu reiknað með að afkoma félagsins yrði í kringum tólf milljarða króna. Góða afkomu má þakka að stórum hluta gengishagnaði af Glitnishlutnum. Hagnaður jókst um 158 prósent á milli ára. Ársfjórðungurinn var sá fyrsti sem FL starfar sem hreint fjárfestingarfélag - án tengingar við rekstrarfélög á borð við Icelandair. Arðsemi eigin fjár var 42,4 prósent á ársgrundvelli. Fjárfestingatekjur gáfu um 15,6 milljarða króna, en rekstrargjöld námu 883 milljónum króna. „Við áttum góðu gengi að fagna á alþjóðlegum fjármálamörkuðum og óskráðar fjárfestingar okkar ganga vel,“ segir forstjórinn Hannes Smárason og er bjartsýnn um góðan hagnað fyrir árið í heild. Stærstu óskráðu fjárfestingar félagsins liggja annars vegar í House of Fraser og hins vegar í Refresco sem óx hratt á fjórðungnum samfara þremur yfirtökum. Hollenska félagið er nú orðið stærsti drykkjarvöruframleiðandi Evrópu. Hannes telur að nýleg fyrirtækjakaup hafi aukið mjög virði Refresco og bendir á að margfaldarar sem notaðir eru við kaup á félögum í geiranum hafi verið hækka. Velta Refresco er áætluð 1,1 milljarður evra á þessu ári og rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) um 100 milljónir evra. Efnahagsreikingur FL stóð í 303 milljörðum í lok árs og óx um 15 prósent frá ársbyrjun. Eigið fé var um 142 milljarðar og stóð í stað, enda nam arðgreiðsla fyrir síðasta ár um fimmtán milljörðum króna. Bréf í FL enduðu vikuna í 29,5 krónum á hlut og hækkuðu um 1,5 prósent í gær.
Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent