Viðskipti innlent

Sviptingar á krónunni

Miklar sveiflur urðu á gengi krónunnar á síðasta ári. Krónan veiktist um átján prósent á árinu eftir styrkingu árið 2005.

Lækkunarhrina hennar hófst seinni partinn í febrúar og var gengisvísitalan hæst um mitt ár.

Þá tók hún að styrkjast nokkuð hressilega, en lækkaði svo flugið aftur á 4. ársfjórðungi. Gengisvísitalan stóð í 127,9 stigum í árslok. Gjaldmiðlar þróuðust einnig með ólíkum hætti gagnvart krónu. Bandaríkjadalur og jen styrktust mun minna gagnvart krónu en evra, sterlingspund og sænska krónan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×