Viðskipti innlent

Breyttir tímar

Hlutabréfavelta á síðasta viðskiptadegi ársins 2006 slagaði hátt upp í alla veltu ársins 2001 á innlendum hlutabréfamarkaði. Veltan síðastliðinn föstudag nam tæpum 113 milljörðum króna sem mestmegnis var tilkomin vegna færslu á eignarhlut FL Group í Glitni frá Íslandi til Hollands.

Til samanburðar nam heildarveltan á Verðbréfaþingi Íslands, forvera Kauphallarinnar, 137 milljörðum króna árið 2001. Þetta var annað versta ár sem fjárfestar hafa upplifað á innlendum hlutabréfamarkaði en Úrvalsvísitalan féll um ellefu prósent frá árinu áður.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×