Viðskipti innlent

Peningaskápurinn ...

406 millioner i krigskassenDanskir fjölmiðlar greindu margir hverjir frá því undir yfirskriftinni dagblaðastríðið (aviskrigen) að Nyhedsavisen hefði í „vopnabúri“ sínu á 406 milljónum danskra króna að byggja, eða sem nemur 5,1 milljarði íslenskra króna. 365 hf. og Baugur Group hafa nefnilega stofnað nýtt fjölmiðlafyrirtæki í Danmörku, Dagsbrun Media K/S. Félagið á Nyhedsavisen og rétt rúman meirihluta í dreifingarfyrirtækinu Morgendistribution Danmark A/S. Gunnar Smári Egilsson er forstjóri fyrirtækisins sem meðal annars mun skoða útgáfu á fríblöðum í Norður-Evrópu og Bandaríkjunum. Í skrifum um vopnabúr Dagsbrun Media er vísað til þess að hlutafé félagsins nemur þessum 406 milljónum danskra króna en það er sagt munu duga til reksturs og fjárfestinga í Danmörku næstu þrjú árin. Reyktur Íslandslax í Frakklandi
...
Labeyrie, dótturfélag Alfesca í Frakklandi, hefur hafið sölu á íslenskum eldislaxi undir sínum merkjum. Labeyrie er eitt sterkasta vörumerkið á frönskum matvörumarkaði. Laxinn var seldur í frönskum verslunum fyrir hátíðarnar og segir Alfesca viðtökur hafa verið góðar. Labeyrie kaupir laxinn af HB Granda og Samherja. Með þessu var Labeyrie fyrst fyrirtækja til að markaðssetja reyktan lax í Frakklandi eftir upprunalandi. Hingað til hefur laxinn komið frá Noregi, Skotlandi og Írlandi. Gangi salan á íslenska laxinum vel segir Alfesca það eiga að vera góðar fréttir fyrir laxeldi hér. Alfesca seldi tæp 16 þúsund tonn af laxi á fjárhagsárinu 2005–2006.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×