Fleiri fréttir

Síminn seldur í heilu lagi

Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hafa náð samkomulagi um að selja hlut ríkisins í Símanum einum hópi kjölfestufjárfesta. Ríkisstjórnin hóf fund klukkan tólf sem er óvenjulegur fundartími og -dagur þar sem á að ræða málefni Símans.

Síminn: 30% boðið almenningi

Hlutur ríkisins í Símanum verður seldur kjölfestufjárfesti í einu lagi og er stefnt að því að ljúka sölunni í júlí á þessu ári. Þrjátíu prósent af heildarhlutafé Símans skal boðið almenningi og öðrum fjárfestum til kaups fyrir árslok 2007.

Sölunni á að ljúka í sumar

Síminn verður seldur í einu lagi, einum hópi fjárfesta, og má hver þeirra ekki eiga meira en 45% í fyrirtækinu. Ekki hefur verið ákveðið hvað verðið skiptir miklu máli en auglýst verður eftir áhugasömum kaupendum á morgun og á sölunni að ljúka í júlí.

Afgreiðslu lögbannsbeiðni frestað

Fulltrúi sýslumannsins í Reykjavík frestaði í gær úrskurði um lögbannsbeiðni á hlutafjáraukningu í Festingu, sem á og rekur fasteignir Olíufélagsins Essó og Samskipa. Verður málið tekið fyrir næsta föstudag.

Kröfur þrettánfalt hærri en eignir

Lýstar kröfur í þrotabú Fróða, stærstu tímaritaútgáfu landsins, nema rúmlega hálfum milljarði króna. Eignir í búinu eru tæplega 40 milljónir. Skiptastjóri hafnaði einu forgangskröfunni í búið sem kom frá fyrrverandi eiganda Fróða.

Verðið hæst hjá Atlantsolíu

Atlantsolía er með hæsta verð á bensíni á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt lauslegri könnun fréttastofu Bylgjunnar. Á bensínstöð félagsins í Reykjavík kostar lítrinn af 95 oktana bensíni nú 101,2 krónur til samanburðar við sjálfsafgreiðsluverð hinna olíufélaganna sem er frá rúmum 97 krónum í rúmar 98 krónur.

Úrvalsvísitala hækkar áfram

Ekkert lát er á hækkun hlutabréfa í fyrirtækjum sem mynda úrvalsvísitöluna í Kauphöll Íslands og er meðalhækkun rúmlega 16,5 prósent fyrstu þrjá mánuði ársins, samkvæmt samantekt KB banka. Gengi bréfa í Flugleiðum, eða FL Group, hækkaði langmest eða um tæp 45 prósent, næst kemur Bakkavör með rúmlega 31 prósent og svo Kögun með rösk 30 prósent.

Nýr ritstjóri Viðskiptablaðsins

Gunnlaugur Árnason, blaðamaður Reuters-fréttasamsteypunnar í Lundúnum, hefur verið ráðinn ritstjóri Viðskiptablaðsins. Jónas Haraldsson, sem gengt hefur starfi ritstjóra frá áramótum, mun taka við starfi fréttastjóra þegar Gunnlaugur kemur til starfa í byrjun maí. Mun Gunnlaugur móta ritstjórnarstefnu blaðsins og stjórna fréttaflutningi.

Methagnaður hjá Actavis

Methagnaður varð á rekstri Actavis í fyrra en þá skilaði félagið 63 milljóna evra, eða 4,9 milljarða króna, hagnaði. Þetta kom fram á aðalfundi félagsins í gær. Hagnaðurinn jókst um 55 prósent frá fyrra ári og þá var 43 prósenta veltuaukning milli ára, en veltan var alls 452 milljónir evra eða 35,3 milljarðar króna, eftir því sem kemur fram í tilkynningu frá Actavis.

Rætt um yfirtöku á breskum banka

Kaupþing banki hefur hafið viðræður um yfirtöku á breska bankanum Singer og Friedlander. Í tilkynningu sem birtist í Kauphöllunum í Lundúnum og Reykjavík segir að viðræðurnar séu á frumstigi. Kaupþing banki á tæp tuttugu prósent í bankanum og Burðarás tæp tíu prósent. Markaðsvirði Singer og Friedlander var yfir sextíu milljarðar króna í dag en stjórn bankans leggur sérstaka áherslu á þá óvissu sem ríkir um niðurstöður viðræðna.

Vilja kaupa Singer

Verð á hlutabréfum í bæði KB banka og breska bankanum Singer & Friedlander hækkaði snögglega í kauphöllum í Reykjavík og Lundúnum í gærmorgun. Í lok dags hafði KB banki hækkað um 2,3 prósent en Singer um 14,8 prósent.

Hlutabréf aldrei hærri

Úrvalsvísitalan náði hæstu hæðum í gær þegar hún endaði í 3.957 stigum. Fyrra metið var sett 8. október 2004 þegar hún endaði í 3.947 stigum.

Hlutaféð seldist allt í áskrift

Nýtt hlutafé í Landsbankanum upp á tæpa tíu milljarða seldist allt í áskrift til hluthafa og er útboðinu lokið. Miðað við efnahag er bankinn nú orðinn þriðja stærsta fyrirtæki á Íslandi.

Sjávarútvegsfyrirtækjum fækkar

Aðeins þrjú sjávarútvegsfyrirtæki verða skráð í Kauphöll Íslands þegar Samherji á Akureyri verður væntanlega afskráður þar í sumar í kjölfar yfirtökutilboðs aðaleigendanna og samstarfsfélaga þeirra á öllu öðru hlutafé í félaginu. Sjávarútvegsfyrirtækin eru því á hraðri útleið úr Kauphöllinni.

Nafninu breytt í Kaupþing banki

Aðalfundur Kaupþings Búnaðarbanka sem haldinn var 18. mars sl. samþykkti að breyta nafni félagsins í Kaupþing banki hf.<span style="mso-spacerun: yes">  </span>Hið nýja heiti félagsins er nú þegar orðið virkt í viðskiptakerfi Kauphallarinnar. Þetta kemur fram á vef Kauphallarinnar í dag.

Fyrirtækjum fækkað úr 75 í 31

Fyrirtækjum í Kauphöll Íslands hefur fækkað úr 75 árið 2000 niður í 31 núna og aðeins þrjú sjávarútvegsfyrirtæki verða skráð þar þegar Samherji á Akureyri verður afskráður í sumar. Sú afskráning gerist í kjölfar yfirtökutilboðs aðaleigendanna og samstarfsfélaga þeirra á öllu öðru hlutafé í félaginu.

KB banki hækkar vexti

KB banki hefur ákveðið að hækka vexti óverðtryggðra inn- og útlána frá og með 1. apríl. Vaxtabreytingin er gerð í kjölfar tilkynningar Seðlabankans fyrr í vikunni um hækkun stýrivaxta um 0,25 prósentustig.

Somerfield opnar bókhald sitt

Líklegt þykir að stjórn bresku verslunarkeðjunnar Somerfield ákveði á fundi sínum í dag að opna bókhald sitt fyrir þremur tilboðsgjöfum sem hafa hug á því að kaupa fyrirtækið. Baugur Group hefur tilkynnt stjórn Somerfield að fyrirtækið vilji kaupa verslunarkeðjuna og hyggist leika leikinn til enda.

Landsbankinn hækkar einnig

Landsbankinn mun hækka óverðtryggða vexti inn- og útlána um allt að 0,25 prósentustig á morgun, 1. apríl.  Ákvörðun um vaxtahækkun er tekin í kjölfar 0,25 prósentustiga stýrivaxtahækkunar Seðlabankans sem tilkynnt var á dögunum. 

Telja efnahagslífið vel statt

Um 76 prósent forráðamanna íslenskra fyrirtækja telja aðstæður í efnahagslífinu almennt góðar. Sjö prósent forráðamanna íslenskra fyrirtækja telja aðstæður í efnahagslífinu slæmar. Þetta kemur fram í könnun IMG-Gallup fyrir fjármálaráðuneytið og Seðlabankann en könnunin var birt í vefriti fjármálaráðuneytisins í dag.

Öll nema þrjú hækkuðu í verði

Hlutabréf allra fyrirtækja utan þriggja í Kauphöll Íslands hækkuðu í verði á fyrsta fjórðungi ársins. Mest hækkuðu hlutabréf í FL Group, sem áður hét Flugleiðir, Bakkavör og Þormóði ramma - Sæberg en öll þessi félög hafa hækkað yfir 30 prósent á fyrstu þremur mánuðum ársins.

Tugir kvartana á viku

Sigurður Helgi Guðjónsson, formaður Húseigendafélagsins, telur að hlutfallstengd þóknun fasteignasala sé tímaskekkja. Sanngjarnt sé að taka til dæmis upp tímagjald eins og tíðkast víða. Björn Þorri Viktorsson, formaður Félags fasteignasala, neitar að láta hafa nokkuð eftir sér. </font /></b />

Hluthafar njóta ekki hagnaðar

Forstjóri Kauphallarinnar segir áhyggjuefni að einungis þrjú sjávarútvegsfyrirtæki verði skráð í Kauphöllinni þegar Samherji verður afskráður í sumar. Fyrirtækjum í Kauphöllinni hefur fækkað úr 75 í 31 á síðustu fimm árum. Aðjúnkt í viðskiptafræðum segir þröngu eignarhaldi um að kenna og óraunhæfum væntingum um ofurgróða. Þá njóti hluthafar ekki alltaf hagnaðar sem skyldi.

Bræðsla líður undir lok í borginni

Í athugun er hjá HB Granda að flytja síldar- og loðnubræðslu félagsins úr Örfirisey í Reykjavík til Vopnafjarðar. HB Grandi starfrækir nú þegar fiskimjölsverksmiðju á Vopnafirði eftir sameiningu félagsins við Tanga fyrr á árinu.

Samskip sækir inn í Rússland

Samskip hafa opnað nýjar skrifstofur í Eistlandi, Lettlandi og Litháen. Í tilkynningu segir að þetta sé til að sinna ört vaxandi starfsemi félagsins í þessum löndum og efla enn frekar sókn Samskipa inn á rússneska markaðinn og áfram austur á bóginn.

Minna um íbúðarkaup

Dregið hefur úr áhuga almennings á íbúðarkaupum frá því um áramót, samkvæmt nýrri könnun Gallups á væntingarvísitölu. Greiningardeild Íslandsbanka telur að ef til vill sé tímabundin mettun að eiga sér stað eftir mikil viðskipti að undanförnu og líklegt sé að að verðhækkun á íbúðarhúsnæði dragi úr áhuga á kaupum.

SÍF selur 55% í Iceland Seafood

SÍF hefur selt 55% hlut í dótturfélagi sínu, Iceland Seafood International, sem stofnað var um hefðbundið sölu- og markaðsstarf félagsins með sjávarafurðir. Kaupandi hlutarins er fjárfestingafélagið Feldir ehf. Eftir þessar breytingar verður Iceland Seafood með veltu upp á tæpar 400 milljónir evra og um 250 starfsmenn.

Yfirtökutilboð í Samherja

Stærstu eigendur sjávarútvegsfyrirtækisins Samherja á Akureyri munu á næstu fjórum vikum gera öðrum hluthöfum í fyrirtækinu yfirtökutilboð en í morgun keypti Fjárfestingafélagið Fjörður hf. 7,33 prósenta hlut í fyrirtækinu.

Og Fjarskipti hafa ekki kvartað

Samkeppnisstofnun hefur ekki fengið formlegar athugasemdir frá Og Fjarskiptum eða beiðni um endurupptöku nýrra reglna sem hún setti fjarskipta- og fjölmiðlasamsteypum Og Vodafone og 365 ljósvakamiðlum, og samsteypu Símans og Skjás eins.

Taprekstur sveitarfélaga

Taprekstur sveitarfélaganna árið 2004 nam tæpum tíu milljörðum króna samkvæmt yfirliti sem Hagstofa Íslands birti í gær. Mest var tapið á síðasta ársfjórðungnum; 4,2 milljarðar króna.

Kosið um samruna í vikunni

Kosið verður um það í þessari viku og byrjun næstu hvort sameina eigi Mjólkursamsöluna og Mjólkurbú Flóamanna á deildarfundum aðildarfélaga MS á Norður- og Vesturlandi. Fram kemur í frétt á heimasíðu Landssambands kúabænda að samkvæmt samvinnulögum verði allar deildir að samþykkja samrunann.

Óska endurupptöku samrunamáls

Forsvarsmenn Og fjarskipta, sem meðal annars eiga 365 ljósvakamiðla, ætla að óska eftir því við samkeppnisyfirvöld að mál vegna samruna annars vegar Og fjarskipta og 365 ljósvakamiðla og hins vegar Landsíma Íslands og íslenska sjónvarpsfélagsins verði tekið upp aftur. Ástæðan er sögð vera sú að ekki hafi verið gætt samræmis milli félagsins og Landssímans þegar skilyrði fyrir sameiningu hafi verið sett.

Ekki jafnræði milli fyrirtækja

Samkeppnisráð mismunar fjarskipta- og fjölmiðlasamsteypum Og Fjarskipta og Landssímans með ólíkum skilyrðum um dreifingu sjónvarpsefnis þeirra, segir Skarphéðinn B. Steinarsson stjórnarformaður Og Fjarskipta sem á Og Vodafone og 365.

40 um hverja Lambaselslóð

Alls eru 40 umsóknir um hverja lóð í Lambaseli í Breiðholti. Borginni hafa borist um 1200 umsóknir um einbýlishúsalóðirnar þrjátíu.

Tæknival hagnast um 608 milljónir

Hagnaður Tæknivals í fyrra var 608 milljónir króna en tap hafði verið á rekstrinum nokkur ár á undan. Árið 2003 var tapið 289 milljónir.

Íhuga hækkun hlutafjár

Stjórn Actavis leggur til að veitt verði heimild til að auka hlutafé í félaginu um 450 milljónir króna að nafnvirði. Aðalfundur félagsins er á fimmtudag.

Aðkomu Ólafs hvergi leynt

Samstarfsmenn Ólafs Ólafssonar, aðaleiganda Kers, vísa á bug ásökunum Páls Þórs Magnússonar, framkvæmdastjóra Sunds, um óheilbrigða viðskiptahætti Ólafs í tengslum við fyrrum meðeigendur sína í Keri. Páll sagði í samtali við Fréttablaðið að Ólafur hefði ætlað að sölsa undir sig Olíufélagið Essó. Hjörleifur Jakobsson, forstjóri Essó, segir þessa staðhæfingu alranga.

Kannar starfslokasamning

Fjármálaeftirlitið hefur óskað eftir upplýsingum um samninga sem fyrrverandi stjórn Sameinaða lífeyrissjóðsins gerði við Jóhannes Siggeirsson, framkvæmdastjóra sjóðsins, árið 2002. Þeir kostuðu sjóðinn 43 milljónir króna þegar Jóhannes var látinn hætta í síðasta mánuði.

Stríð á sjálfsafgreiðslustöðvum

Stóru olíufélögin og dótturfélög þeirra hafa öll aukið afslátt á sjálfsafgreiðslubensíni eftir að Atlantsolía opnaði fyrstu bensínstöð sína í Reykjavík fyrir mánuði.

Farþegum fjölgar áfram

Farþegum í millilandaflugi Icelandair fjölgaði um 6,7% í febrúar í ár í samanburði við febrúar á síðasta ári. Þetta kemur fram í frétta á heimasíðu Kauphallar Íslands. Farþegar í febrúar voru rúmlega 70 þúsund í ár en tæp 66 þúsund í fyrra. Sætanýting var einnig 2 prósentustigum betri, framboð var 5 prósentum meira, en sala 8,6 prósentum meiri.

Setur skilyrði við samruna

Samkeppnisráð hefur sett ítarleg skilyrði fyrir annars vegar samruna Landssíma Íslands og Íslenska sjónvarpsfélagsins, sem rekur Skjá einn og hins vegar samruna Og fjarskipta og 356 ljósvakamiðla, sem reka meðal annars Stöð 2 og Sýn. Fyrirtækin hafa sæst á að una skilyrðunum að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Samkeppnisstofnun.

17 þúsund íbúðir til 2024

Hátt í 17 þúsund íbúðir verða byggðar í Reykjavík á árunum 2001-2024. Stærstu hverfin verða í landi Úlfarsfells þar sem 2.000 íbúðir verða byggðar, í Gufunesi þar sem 3.000 íbúðir verða byggðar og á þéttingasvæði vestan Elliðaáa.

Krónan veiktist um tæp 2% í dag

Markaðir brugðust skarpt við 0,25 prósenta stýrivaxtahækkun Seðlabankans sem tilkynnt var um í gær og tekur gildi á þriðjudaginn. Fram kemur á Vegvísi greiningardeildar Landsbankans að skammtímavaxtamunur við útlönd hafi aukist lítillega í kjölfar hækkunarinnar. Krónan hefur veikst um tæp 2 prósent í töluverðum viðskiptum í dag en mikil viðbrögð voru á gjaldeyrismarkaði.

Skilyrði til að tryggja jafnræði

Samkeppnisráð hefur sett víðtæk skilyrði fyrir samruna á fjarskipta- og fjölmiðlamörkuðum. Er það gert til að samkeppni við fyrirtækjablokkir Símans og Og Vodafone verði ekki útilokuð og til að tryggja hag neytenda.

Sáttur við skilyrði samkeppnisráðs

Samkeppnisráð hefur sett ítarleg skilyrði fyrir samruna Landssímans og Skjás eins, og samruna Og Vodafone og 365 ljósvakamiðla, sem meðal annars reka Stöð 2 og Sýn. Stjórnarformaður fjarskiptafyrirtækisins Hive segist sáttur við skilyrði samkeppnisráðs.

Sjá næstu 50 fréttir