Viðskipti innlent

Úrvalsvísitala hækkar áfram

Ekkert lát er á hækkun hlutabréfa í fyrirtækjum sem mynda úrvalsvísitöluna í Kauphöll Íslands og er meðalhækkun rúmlega 16,5 prósent fyrstu þrjá mánuði ársins, samkvæmt samantekt KB banka. Gengi bréfa í Flugleiðum, eða FL Group, hækkaði langmest eða um tæp 45 prósent, næst kemur Bakkavör með rúmlega 31 prósent og svo Kögun með rösk 30 prósent. Aðeins þrjú félög lækkuðu í verði, Flaga, SÍF og Jarðboranir.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×