Vilja kaupa Singer 1. apríl 2005 00:01 Verð á hlutabréfum í bæði KB banka og breska bankanum Singer & Friedlander hækkaði snögglega í kauphöllum í Reykjavík og Lundúnum í gærmorgun. Í lok dags hafði KB banki hækkað um 2,3 prósent en Singer um 14,8 prósent. Í kjölfarið barst tilkynning til bresku kauphallarinnar um að viðræður um kaup KB banka á breska bankanum væru komnar af stað og lokað var fyrir viðskipti á báðum stöðum. Áhugi KB banka á því að eignast Singer & Friedlander er ekki nýr af nálinni. Tilkynningin í gær markar því ekki óvænt tímamót heldur er hún staðfesting á því að formlegar viðræður hafi átt sér stað. KB banki á þegar um tuttugu prósent hlutafjár í bankanum. Tilkynningin í gær var send út þar sem snörp hækkun varð á hlutabréfaverði bankans í gærmorgun sem bent gæti til þess að upplýsingar um samningaviðræður stjórna bankanna hefðu verið farnar að kvisast út. Hvorki Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri KB banka, né Tony Shearer, forstjóri Singer & Friedlander, vildu tjá sig nánar við Fréttablaðið um stöðu samningaviðræðnanna. "Viðræðurnar eru á því stigi að það er ekki tímabært að við tjáum okkur," segir Hreiðar Már. "Ég get því miður ekki sagt neitt til viðbótar því sem fram kemur í tilkynningunni," segir Shearer. Markaðsgengi Singer & Friedlander í gær var um 560 milljónir punda sem samsvarar ríflega 63 milljörðum íslenskra króna. KB banki er talinn líklegur til þess að vera tilbúinn að greiða í kringum 550 milljónir punda fyrir bankann. Gengi pundsins gagnvart krónunni kemur ekki til með að skipta máli í ákvörðun KB banka þótt það hafi áhrif á upphæðina í krónum talið. Í samanburði við verð á íslenskum bönkum er Singer & Friedlander talinn ódýr. KB banki mun einnig telja að kaup á bankanum skapi færi til að auka mjög starfsemi sína í Bretlandi. Singer & Friedlander hefur beint kröftum sínum mjög að eignastýringu og einkabankaþjónustu en ekki lagt áherslu á fyrirtækjaráðgjöf og verðbréfamiðlun. Á þessum sviðum er líklegt að KB banki sjá tækifæri til að styrkja bankann ef af sameiningu verður. Burðarás á tæplega tíu prósenta hlut í Singer & Friedlander og fullyrt er að fjöldi íslenskra fjárfesta hafi keypt bréf í félaginu á síðustu misserum. Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Verð á hlutabréfum í bæði KB banka og breska bankanum Singer & Friedlander hækkaði snögglega í kauphöllum í Reykjavík og Lundúnum í gærmorgun. Í lok dags hafði KB banki hækkað um 2,3 prósent en Singer um 14,8 prósent. Í kjölfarið barst tilkynning til bresku kauphallarinnar um að viðræður um kaup KB banka á breska bankanum væru komnar af stað og lokað var fyrir viðskipti á báðum stöðum. Áhugi KB banka á því að eignast Singer & Friedlander er ekki nýr af nálinni. Tilkynningin í gær markar því ekki óvænt tímamót heldur er hún staðfesting á því að formlegar viðræður hafi átt sér stað. KB banki á þegar um tuttugu prósent hlutafjár í bankanum. Tilkynningin í gær var send út þar sem snörp hækkun varð á hlutabréfaverði bankans í gærmorgun sem bent gæti til þess að upplýsingar um samningaviðræður stjórna bankanna hefðu verið farnar að kvisast út. Hvorki Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri KB banka, né Tony Shearer, forstjóri Singer & Friedlander, vildu tjá sig nánar við Fréttablaðið um stöðu samningaviðræðnanna. "Viðræðurnar eru á því stigi að það er ekki tímabært að við tjáum okkur," segir Hreiðar Már. "Ég get því miður ekki sagt neitt til viðbótar því sem fram kemur í tilkynningunni," segir Shearer. Markaðsgengi Singer & Friedlander í gær var um 560 milljónir punda sem samsvarar ríflega 63 milljörðum íslenskra króna. KB banki er talinn líklegur til þess að vera tilbúinn að greiða í kringum 550 milljónir punda fyrir bankann. Gengi pundsins gagnvart krónunni kemur ekki til með að skipta máli í ákvörðun KB banka þótt það hafi áhrif á upphæðina í krónum talið. Í samanburði við verð á íslenskum bönkum er Singer & Friedlander talinn ódýr. KB banki mun einnig telja að kaup á bankanum skapi færi til að auka mjög starfsemi sína í Bretlandi. Singer & Friedlander hefur beint kröftum sínum mjög að eignastýringu og einkabankaþjónustu en ekki lagt áherslu á fyrirtækjaráðgjöf og verðbréfamiðlun. Á þessum sviðum er líklegt að KB banki sjá tækifæri til að styrkja bankann ef af sameiningu verður. Burðarás á tæplega tíu prósenta hlut í Singer & Friedlander og fullyrt er að fjöldi íslenskra fjárfesta hafi keypt bréf í félaginu á síðustu misserum.
Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira