Viðskipti innlent

Rætt um yfirtöku á breskum banka

Kaupþing banki hefur hafið viðræður um yfirtöku á breska bankanum Singer og Friedlander. Í tilkynningu sem birtist í Kauphöllunum í Lundúnum og Reykjavík segir að viðræðurnar séu á frumstigi. Kaupþing banki á tæp tuttugu prósent í bankanum og Burðarás tæp tíu prósent. Markaðsvirði Singer og Friedlander var yfir sextíu milljarðar króna í dag en stjórn bankans leggur sérstaka áherslu á þá óvissu sem ríkir um niðurstöður viðræðna.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×