Tugir kvartana á viku 31. mars 2005 00:01 Samkvæmt lögum eiga fasteignasalar að gera samninga fyrirfram við kaupendur og seljendur um þá þjónustu sem þeir inna af hendi. Sigurður Helgi segir að í þessu sé pottur brotinn og berist Húseigendafélaginu tugir kvartana á viku. Sigurður Helgi segir að fasteignasalar geti "verið háskalegir á marga lund". Þeir tali upp fasteignaverðið enda séu það hagsmunir þeirra að fasteignaverð haldist ávallt sem hæst þar sem sölulaunin séu hlutfallstengd. "Það er ekkert náttúrulögmál að þóknun fasteignasala þurfi að miðast við kaupverð eigna," segir hann og telur ekkert til fyrirstöðu að miða við þann tíma og fyrirhöfn sem salan tekur og taka til dæmis upp tímagjald eins og tíðkast hjá mörgum stéttum. "Hagsmunatengdar gjaldskrár hafa verið á undanhaldi hjá flestum sjálfstæðum sérfræðistéttum," segir hann. Verðskrá fasteignasala er misjöfn. Á nokkrum fasteignasölum er föst gjaldskrá upp á rúmar 124 þúsund og allt upp í 199 þúsund krónur með virðisaukaskatti og skiptir þá ekki máli hversu stór eignin er. Á einni fasteignasölu er þóknunin eitt prósent en annars taka fasteignasalar 1,5-3,0 prósent af sölu eigna. Virðisaukaskattur bætist svo við. Misjafnt er hvað er innifalið í þóknun fasteignasala og hvort greiða þurfi umsýslugjald. Í fæstum tilfellum virðist til yfirlit yfir það hvaða þjónusta er innifalin í gjaldinu. Þinglýsingargjald er aldrei innifalið, aðeins snúningar með samninga til þinglýsingar. Hraði, spenna og óðagot einkennir oft fasteignaviðskipti og það telur Sigurður Helgi að dragi á eftir sér ýmsa vonda dilka. "Menn flýta sér um of undir pressu oftar en ekki frá fasteignasölum og gá ekki að sér. Þess vegna er hrapað til samninga þrátt fyrir lausa enda. Þetta hefur í för með sér eftirmál með tilheyrandi kostnaði og leiðindum," segir hann. Björn Þorri Viktorsson, formaður Félags fasteignasala, neitar að tjá sig. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Sýn gefur út afkomuviðvörun Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Viðskipti innlent Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Viðskipti innlent Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Viðskipti erlent Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Neytendur Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Neytendur Saga Framúrskarandi fyrirtækja er saga upprisu íslensks atvinnulífs Framúrskarandi fyrirtæki ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Sjá meira
Samkvæmt lögum eiga fasteignasalar að gera samninga fyrirfram við kaupendur og seljendur um þá þjónustu sem þeir inna af hendi. Sigurður Helgi segir að í þessu sé pottur brotinn og berist Húseigendafélaginu tugir kvartana á viku. Sigurður Helgi segir að fasteignasalar geti "verið háskalegir á marga lund". Þeir tali upp fasteignaverðið enda séu það hagsmunir þeirra að fasteignaverð haldist ávallt sem hæst þar sem sölulaunin séu hlutfallstengd. "Það er ekkert náttúrulögmál að þóknun fasteignasala þurfi að miðast við kaupverð eigna," segir hann og telur ekkert til fyrirstöðu að miða við þann tíma og fyrirhöfn sem salan tekur og taka til dæmis upp tímagjald eins og tíðkast hjá mörgum stéttum. "Hagsmunatengdar gjaldskrár hafa verið á undanhaldi hjá flestum sjálfstæðum sérfræðistéttum," segir hann. Verðskrá fasteignasala er misjöfn. Á nokkrum fasteignasölum er föst gjaldskrá upp á rúmar 124 þúsund og allt upp í 199 þúsund krónur með virðisaukaskatti og skiptir þá ekki máli hversu stór eignin er. Á einni fasteignasölu er þóknunin eitt prósent en annars taka fasteignasalar 1,5-3,0 prósent af sölu eigna. Virðisaukaskattur bætist svo við. Misjafnt er hvað er innifalið í þóknun fasteignasala og hvort greiða þurfi umsýslugjald. Í fæstum tilfellum virðist til yfirlit yfir það hvaða þjónusta er innifalin í gjaldinu. Þinglýsingargjald er aldrei innifalið, aðeins snúningar með samninga til þinglýsingar. Hraði, spenna og óðagot einkennir oft fasteignaviðskipti og það telur Sigurður Helgi að dragi á eftir sér ýmsa vonda dilka. "Menn flýta sér um of undir pressu oftar en ekki frá fasteignasölum og gá ekki að sér. Þess vegna er hrapað til samninga þrátt fyrir lausa enda. Þetta hefur í för með sér eftirmál með tilheyrandi kostnaði og leiðindum," segir hann. Björn Þorri Viktorsson, formaður Félags fasteignasala, neitar að tjá sig.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Sýn gefur út afkomuviðvörun Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Viðskipti innlent Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Viðskipti innlent Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Viðskipti erlent Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Neytendur Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Neytendur Saga Framúrskarandi fyrirtækja er saga upprisu íslensks atvinnulífs Framúrskarandi fyrirtæki ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Sjá meira