Fleiri fréttir Mikill vöxtur gengisbundinna lán Gengisbundin lán til heimila í landinu hafa vaxið með ógnarhraða síðastliðin tvö ár og er nú svo komið að erlend fjármögnun til bílakaupa er orðin ein af vinsælustu aðferðunum til að eignast nýjan bíl. Sömuleiðis hafa erlend lán til húsnæðiskaupa rutt sér til rúms, segja fjármálasérfræðingar KB banka. 24.11.2004 00:01 Eimskip keypti upp HSH Eimskip hefur gengið frá kaupum á öllu hlutaféi í vöruflutningafyrirtækinu HSH í Vestmannaeyjum. Gert er ráð fyrir að rekstur félaganna verði sameinaður á næstu vikum og að starfsemi HSH í Vestmannaeyjum verði flutt í húsnæði Eimskips við Friðarhöfn í Vestmannaeyjum fyrir lok þessa árs. 24.11.2004 00:01 Ánægja með vaxtalækkunina Bankarnir hafa lækkað vexti á íbúðalánum í 4,15 prósent. KB banki reið á vaðið í gær og lækkaði sína vexti og hinir bankarnir fylgdu í kjölfarið. Þetta gerðist eftir að Íbúðalánasjóður lækkaði vexti í 4,15 prósent á mánudaginn í samræmi við niðurstöður í útboði ríkisbréfa fyrir helgina. 24.11.2004 00:01 Svikamylla í Skagafirði Fyrrum stjórnarmaður Sparisjóðs Hólahrepps talar um svikamyllu, en nafni sjóðsins hefur verið breytt í Sparisjóður Skagfirðinga um leið og stofnfé var aukið í 88 milljónir og ný stjórn kosin. Minnihlutinn telur um yfirtöku tveggja peningavelda að ræða. </font /></b /> 24.11.2004 00:01 Vel heppnað útboð SÍF SÍF hefur lokið sölu á nýju hlutafé að andvirði 20,2 milljarðar króna. Stærstur hluti nýja hlutafjárins var seldur til stærstu hluthafa félagsins sem höfðu skuldbundið sig til kaupa áður en til útboðsins kom. 24.11.2004 00:01 Tap á rekstri Morgunblaðsins Tap Árvakurs, útgefanda Morgunblaðsins, nam 303 milljónum króna á síðasta ári samanborið við tæplega 50 milljóna króna hagnað árið áður, samkvæmt endurskoðuðum ársreikningi félagsins fyrir árið 2003. Tap fyrir afskriftir og fjármagnsliði nam 217 milljónum króna, sem er 450 milljónum króna lakari afkoma en árið áður. 24.11.2004 00:01 Grunur um bókhaldssvik Hlutabréf ítalska verktakafyrirtækisins Impregilo, sem er aðalverktaki Landsvirkjunar við Kárahnjúka, féllu um 37,5 prósent í gær í kjölfar rannsóknar yfirvalda á meintum bókhaldsbrotum fyrirtækisins. Impregilo er sakað um að hafa rangfært 296 milljón evra lán, 26 milljarða króna, til dótturfélags síns Imprepar sem er í gjaldþrotameðferð. 24.11.2004 00:01 Íbúðalánasjóður af lánamarkaði Samtök banka og verðbréfafyrirtækja eru ákveðin í að koma Íbúðalánasjóði af lánamarkaði og hafa kært þátttöku ríkisins á markaðnum til EFTA-dómstólsins í Brussel. 24.11.2004 00:01 Bensín lækkar Stóru olíufélögin lækkuðu verð á lítra af 95 oktana bensíni um eina krónu fyrir og um helgina.</font /> 23.11.2004 00:01 Íslandsbanki fylgir Íbúðalánasjóði Íslandsbanki hefur ákveðið að lækka vexti verðtryggðra húsnæðislána úr 4,2% í 4,15%. Ákvörðun er tekin í kjölfar þess að Íbúðalánasjóður lækkaði vexti á sínum lánum eftir síðasta útboð. 23.11.2004 00:01 Stór samningur hjá Atlanta Flugfélagið Air Atlanta hefur nýverið gengið frá samningum sem tryggja félaginu 165 milljón dala tekjur. Það samsvarar um ellefu milljörðum íslenskra króna. 23.11.2004 00:01 Tekjur minnka Hagnaður HB Granda á þriðja ársfjórðungi nam rúmum 78 milljónum króna. Tap var af rekstri fyrirtækisins fyrstu níu mánuði ársins nam 29 milljónum króna. Rekstartekjur HB Granda námu 6,7 milljörðum króna, en tekjur forveranna HB og Granda voru samanlagt 7,4 milljarðar árið áður. 23.11.2004 00:01 Hörð samkeppni Hagnaður easyJet nam 60,8 milljónum punda eða 7, 5 milljörðum króna á tímabilinu apríl til september í ár. Þetta er minna en fyrir sama tímabil í fyrra, en þá nam hagnaðurinn tæpum tíu milljörðum fyrir sama tímabil. Afkoman var lítillega undir spám. Vaxandi samkeppni er markaðir lággjaldaflugfélaga og hefur þeim fjölgað verulega. 23.11.2004 00:01 Vextirnir niður í 4,15% Vextir af húsnæðislánum Íbúðalánasjóðs lækka í dag niður í 4,15% og eru vextirnir því komnir niður fyrir það sem bankarnir bjóða. Hallur Magnússon, hjá Íbúðalánasjóði, greindi frá þessu í þættinum Íslandi í bítið í morgun. Þá verður hámarks lánsupphæð hækkuð úr 11,5 milljónum upp í 13 milljonir um áramót og jafnvel meira. 22.11.2004 00:01 Barist um íbúðalánin Íbúðalánasjóður tilkynnti í gær um lækkun vaxta úr 4,30 í 4,15 prósent. Þar með eru íbúðalán á ný orðin ódýrari hjá Íbúðalánasjóði heldur en hjá bönkunum en þeir bjóða nú flestir 4,2 prósent vexti. 22.11.2004 00:01 Upp undir kvótaþakinu Tillaga um samruna HB Granda, Tanga og Svans RE-45 verður lögð fyrir stjórnir félaganna í dag. HB Grandi er fyrir sameiningu með mestan kvóta allra sjávarútvegsfyrirtækja á landinu. Eftir sameiningu verður fyrirtækið með 31 þúsund þorskígildistonna kvóta innan íslenskrar lögsögu sem er níu prósent af úthlutuðum kvóta. 22.11.2004 00:01 Hátæknihné vekur athygli Hátæknihné sem stoðtækjafyrirtækið Össur framleiðir er meðal áhugaverðustu uppfinninga ársins að mati tímaritsins Time Magazine. Rheo hnéð, sem er rafeindastýrt gervihné með gervigreind, er byltingarkennd nýjung á sviði stoðtækni. 22.11.2004 00:01 Færeyingar fá lánin KB banki hefur skrifað undir viljayfirlýsingu um sölu Kaupthing bank í Danmörku. FIH sem er í eigu KB banka kaupir fyrirtækjaráðgjöf, einkabankaþjónustu og miðlun. Afganginn, meðal annars lánastarfsemi kaupir Sparisjóður Færeyja. 22.11.2004 00:01 Hefðu fengið lítinn stuðning Skattkerfisbreytingar sem eingöngu hefðu komið þeim lægst launuðu til góða hefðu lítinn stuðning fengið hjá skattgreiðendum, að mati forstöðumanns Hagfræðistofnunar. 21.11.2004 00:01 Hagnaður Flugleiða 3,3 milljarðar Hagnaður Flugleiða og þrettán dótturfyrirtækja var um 3,3 milljarðar króna fyrir skatta á fyrstu níu mánuðum ársins. Á sama tímabili árið 2003 var hagnaður fyrir skatta um 2,1 milljarður króna. 19.11.2004 00:01 Ólíklegt að aðrir keppi Fyrstu viðbrögð norskra fjölmiðla við kaupum Íslandsbanka á BNbank í Noregi voru tortryggni um að verðið sem Íslandsbanki bauð væri nógu hátt. Norskir fjölmiðlar gerðu því skóna að hugsanlega væru aðrir til að bjóða hærra verð fyrir norska bankann. 18.11.2004 00:01 Útrás líkust innrás Nálægð við gjöful fiskimið er ekki lengur driffjöður hagsældar á Íslandi og útrás íslenskra fyrirtækja er orðin svo kröftug að nær lagi væri að tala um innrás. Þetta kom fram í máli Arnar Daníels Jónssonar prófessors í Háskóla Íslands á miðvikudag. 18.11.2004 00:01 Bjart yfir efnahagslífi Norðurland Hagvöxtur verður mestur á Íslandi á Norðurlöndunum þetta ár og það næsta samkvæmt nýrri skýrslu norrænu efnahagsnefndarinnar um efnahagsumhverfi á Norðurlöndum út árið 2005. Íslendingar skila minnstum afgangi af fjármálum hins opinbera á þessu ári, en Svíar fá þann vafasama heiður árið 2005. Íslendingar munu einnig státa af mestri verðbólgu Norðurlandanna fyrir tímabilið. 18.11.2004 00:01 Svipað og í nágrannalöndunum Reglur um íslenska lífeyrissjóði eru sambærilegar við þær sem gilda um lífeyrissjóði í löndunum í kringum okkur og fjármálakerfið hér á landi er vel í stakk búið að taka á hugsanlegum vandamálum sem upp kunna að koma. Þetta er mat Tryggva Þórs Herbertssonar hagfræðings. 17.11.2004 00:01 Tvöfaldast í Noregi Íslandsbanki hefur gert tilboð í öll hlutabréf Bolig og Næringsbanken, BNbank, í Noregi fyrir um 33 milljarða króna. Íslandsbanki hefur þegar tryggt sér um 30 prósenta hlutafjár í bankanum og auk þess samþykki 16 prósenta í viðbót. Íslandsbanki liðlega tvöfaldast að stærð við kaupin og eignir hans við yfirtöku norska bankans verða yfir þúsund milljarðar. 16.11.2004 00:01 Fyrsta skóflustungan að stöð í Rvk Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, tekur skóflustungu að fyrstu bensínstöð Atlantsolíu í Reykjavík klukkan tvö í dag á svokallaðri Sprengisandslóð á horni Bústaðavegar og Breiðholtsbrautar. 16.11.2004 00:01 Smásala vex Smásala dagvöru var 4,4 prósentum meiri í október í ár en í sama mánuði í fyrra. Verslun með áfengi jókst um fjögur prósent og lyfsala var 4,3 prósentum meiri en í fyrra. 16.11.2004 00:01 Aðeins tvö félög hafa hækkað Rólegt hefur verið á hlutabréfamarkaði undanfarna daga en Úrvalsvísitalan hefur sigið upp á við eftir mikla niðursveiflu um miðjan október. Þrátt fyrir að vísitalan hafi hækkað á ný er verð á sumum fyrirtækjum enn mun lægra en það var fyrir rúmum mánuði. 16.11.2004 00:01 Kaupa í Noregi Íslandsbanki bauðst í dag til að kaupa öll hlutabréf í norska, Bolig og næringsbanken. Fyrir hafði Íslandsbanki tryggt sér yfirráð yfir 46 prósentum hlutafjárins í bankanum. Við yfirtökuna eykur Íslandsbanki veltu sína um helming. 15.11.2004 00:01 Olíuverð lækkar enn Verð á hráolíu heldur áfram að lækka á fjármálamörkuðum. Í gær fór verðið niður í 46 Bandaríkjadali á tunnu. Verðið er þó enn mjög hátt í sögulegu samhengi. 15.11.2004 00:01 Starfsmenn sáttir Starfsmenn verslunarkeðjunnar Magasin du Nord í Danmörku tóku tíðindum um eigendaskipti vel ef marka má frétt í danska dagblaðinu Jyllands Posten. 15.11.2004 00:01 Varar við breytingum Seðlabankinn varar eindregið við því að lögum um Íbúðalánasjóð verði við núverandi aðstæður breytt á þann veg að sjóðnum verði heimilt að lána 90 prósent af kaupverði íbúða. 15.11.2004 00:01 Ágreiningur um rafmagnsverð Upp úr viðræðum Landsvirkjunar og Norðuráls um orku til stækkaðs álvers á Grundartanga slitnaði vegna ágreinings um rafmagnsverð. Norðurál mun í staðinn ganga til samninga við Orkuveitu Reykjavíkur og verður viljayfirlýsing um það undirrituð næstkomandi miðvikudag. 14.11.2004 00:01 Almenn ánægja með Magasinkaup Danir virðast almennt hafa brugðist vel við fregnum af kaupum Baugs og Straums fjárfestingarbanka á ráðandi hlut í hinni fornfrægu dönsku vöruhúsakeðju Magasin du Nord. 14.11.2004 00:01 Segir sjávarútveg vanmetinn Ragnar Árnason segir að framlag sjávarútvegs til hagkerfisins sé nær því að vera 30 prósent heldur en 10 prósent eins og hagtölur segja til um. Hann segir að afleiddar atvinnugreinar séu ekki eins mikilvægar þótt þær kunni að mælast stærri í þjóðhagsreikningum. </font /></b /> 12.11.2004 00:01 Kaupir á lægra verði Samkvæmt fréttum í breskum fjölmiðlum í gær hefur náðst samkomulag milli Baugs og eigenda Big Food Group um hvernig fara eigi með miklar eftirlaunaskuldir samsteypunnar. Þetta mál hefur staðið endanlegum samningaviðræðum fyrir þrifum. 12.11.2004 00:01 Skilyrða sölu kjölfestueigenda Eignatengsl fyrirtækja eru ekki nógu skýr, að mati Páls Gunnars Pálssonar, forstjóra Fjármálaeftirlitsins. Páll Gunnar var einn framsögumanna á fundi Verslunarráðs Íslands um eignatengsl. Hann segir að Fjármálaeftirlitið muni áfram sem fyrr beina sjónum sínum að eigendum virkra eignarhluta í fjármálafyrirtækjum 12.11.2004 00:01 Tveir sjóðir sameinast Gengið hefur verið frá formlegri sameiningu Frjálsa lífeyrissjóðsins og Séreignalífeyrissjóðsins. Við sameininguna fluttust yfir eignir 3.866 sjóðfélaga Séreignalífeyrissjóðsins, sem námu rúmum þremur milljörðum króna. 12.11.2004 00:01 Kaupa flaggskip danskrar verslunar Íslendingar hafa eignast meirihluta í þekktasta vöruhúsi Dana, Magasin Du Nord við Kóngsins Nýjatorg í Kaupmannahöfn. Birgir Þór Bielvedt, sem rekið hefur Dominos í Kaupmannahöfn, Baugur og Straumur fjárfestingarbanki hafa keypt 69 prósent í TH. Wessel & Wett sem rekur vöruhúsið 12.11.2004 00:01 Kaupa tískukeðju með Landsbankanum Verið er að leggja lokahönd á kaup Baugs á kvenfatakeðjunni MK One. MK One selur ódýran tískufatnað og hefur verið í örum vexti að undanförnu. Kaupverðið með skuldum er 55 milljónir punda eða sjö milljarðar króna. Verslun með ódýran tískufatnað hefur að undanförnu vaxið þrisvar sinnum hraðar en önnur fataverslun í Bretlandi. 11.11.2004 00:01 KB banki hækkar vexti KB banki hefur hækkað vexti á óverðtryggðum inn- og útlánum um 0,25 prósentustig þannig að kjörvextir óverðtryggðra skuldabréfa hækka úr 9,40 prósentum upp í 9,65. Bankinn segist gera þetta í kjölfar þess að Seðlabankinn hefur hækkað stýrivexti um 0,50 prósentustig. 11.11.2004 00:01 Verðbólgan vex áfram Verðbólga heldur áfram að vaxa og er farin að slaga upp undir sex prósent samkvæmt mælingum Hagstofunnar.Vísitala neysluverðs hefur hækkað um 0,21 prósent frá síðasta mánuði. Undanfarna tólf mánuði hefur hún hækkað um tæp fjögur prósent, þar af um tæplega 1,5 prósent síðustu þrjá mánuðina, sem jafngildir 5,7 prósenta verðbólgu á einu ári. 10.11.2004 00:01 Hlutafé fyrir 3,8 milljarða selt í Flugleiðum hf. Hlutafjárútboði Flugleiða hf. er lokið. Voru seldir hlutir að nafnverði 420 milljónir króna á genginu 9,10. Nemur söluverð hlutafjárins því rúmum 3,8 milljörðum króna, en hlutafjárútboðinu var beint til fagfjárfesta. Í tilkynningu frá Flugleiðum segir að fjárfestar hafi óskað eftir að kaupa hlutafé fyrir tæpa 6 milljarða króna. Umframeftirspurn var því 56,4%. 10.11.2004 00:01 Lánin verða enn dýrari Vextir af yfirdráttarlánum eru nú um og yfir fimmtán prósent en eins og sagt var frá í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöld eru íslensk heimili um 61 milljarð yfir á tékkareikningunum sínum. Það eru dýr lán sem búast má við að verði enn dýrari því greiningardeildir bankanna eiga von á að Seðlabankinn muni enn hækka stýrivexti á næstunni. 9.11.2004 00:01 Viðræður við Morgan Stanley Framkvæmdanefnd um einkavæðingu hefur, eftir mat á fjórtán tilboðum frá innlendum og erlendum fjármálastofnunum og ráðgjafarfyrirtækjum sem nefndinni bárust, ákveðið að ganga til viðræðna við Morgan Stanley í London um gerð samnings um þjónustu vegna fyrirhugaðrar sölu á hlutabréfum ríkisins í Landssíma Íslands hf. 9.11.2004 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Mikill vöxtur gengisbundinna lán Gengisbundin lán til heimila í landinu hafa vaxið með ógnarhraða síðastliðin tvö ár og er nú svo komið að erlend fjármögnun til bílakaupa er orðin ein af vinsælustu aðferðunum til að eignast nýjan bíl. Sömuleiðis hafa erlend lán til húsnæðiskaupa rutt sér til rúms, segja fjármálasérfræðingar KB banka. 24.11.2004 00:01
Eimskip keypti upp HSH Eimskip hefur gengið frá kaupum á öllu hlutaféi í vöruflutningafyrirtækinu HSH í Vestmannaeyjum. Gert er ráð fyrir að rekstur félaganna verði sameinaður á næstu vikum og að starfsemi HSH í Vestmannaeyjum verði flutt í húsnæði Eimskips við Friðarhöfn í Vestmannaeyjum fyrir lok þessa árs. 24.11.2004 00:01
Ánægja með vaxtalækkunina Bankarnir hafa lækkað vexti á íbúðalánum í 4,15 prósent. KB banki reið á vaðið í gær og lækkaði sína vexti og hinir bankarnir fylgdu í kjölfarið. Þetta gerðist eftir að Íbúðalánasjóður lækkaði vexti í 4,15 prósent á mánudaginn í samræmi við niðurstöður í útboði ríkisbréfa fyrir helgina. 24.11.2004 00:01
Svikamylla í Skagafirði Fyrrum stjórnarmaður Sparisjóðs Hólahrepps talar um svikamyllu, en nafni sjóðsins hefur verið breytt í Sparisjóður Skagfirðinga um leið og stofnfé var aukið í 88 milljónir og ný stjórn kosin. Minnihlutinn telur um yfirtöku tveggja peningavelda að ræða. </font /></b /> 24.11.2004 00:01
Vel heppnað útboð SÍF SÍF hefur lokið sölu á nýju hlutafé að andvirði 20,2 milljarðar króna. Stærstur hluti nýja hlutafjárins var seldur til stærstu hluthafa félagsins sem höfðu skuldbundið sig til kaupa áður en til útboðsins kom. 24.11.2004 00:01
Tap á rekstri Morgunblaðsins Tap Árvakurs, útgefanda Morgunblaðsins, nam 303 milljónum króna á síðasta ári samanborið við tæplega 50 milljóna króna hagnað árið áður, samkvæmt endurskoðuðum ársreikningi félagsins fyrir árið 2003. Tap fyrir afskriftir og fjármagnsliði nam 217 milljónum króna, sem er 450 milljónum króna lakari afkoma en árið áður. 24.11.2004 00:01
Grunur um bókhaldssvik Hlutabréf ítalska verktakafyrirtækisins Impregilo, sem er aðalverktaki Landsvirkjunar við Kárahnjúka, féllu um 37,5 prósent í gær í kjölfar rannsóknar yfirvalda á meintum bókhaldsbrotum fyrirtækisins. Impregilo er sakað um að hafa rangfært 296 milljón evra lán, 26 milljarða króna, til dótturfélags síns Imprepar sem er í gjaldþrotameðferð. 24.11.2004 00:01
Íbúðalánasjóður af lánamarkaði Samtök banka og verðbréfafyrirtækja eru ákveðin í að koma Íbúðalánasjóði af lánamarkaði og hafa kært þátttöku ríkisins á markaðnum til EFTA-dómstólsins í Brussel. 24.11.2004 00:01
Bensín lækkar Stóru olíufélögin lækkuðu verð á lítra af 95 oktana bensíni um eina krónu fyrir og um helgina.</font /> 23.11.2004 00:01
Íslandsbanki fylgir Íbúðalánasjóði Íslandsbanki hefur ákveðið að lækka vexti verðtryggðra húsnæðislána úr 4,2% í 4,15%. Ákvörðun er tekin í kjölfar þess að Íbúðalánasjóður lækkaði vexti á sínum lánum eftir síðasta útboð. 23.11.2004 00:01
Stór samningur hjá Atlanta Flugfélagið Air Atlanta hefur nýverið gengið frá samningum sem tryggja félaginu 165 milljón dala tekjur. Það samsvarar um ellefu milljörðum íslenskra króna. 23.11.2004 00:01
Tekjur minnka Hagnaður HB Granda á þriðja ársfjórðungi nam rúmum 78 milljónum króna. Tap var af rekstri fyrirtækisins fyrstu níu mánuði ársins nam 29 milljónum króna. Rekstartekjur HB Granda námu 6,7 milljörðum króna, en tekjur forveranna HB og Granda voru samanlagt 7,4 milljarðar árið áður. 23.11.2004 00:01
Hörð samkeppni Hagnaður easyJet nam 60,8 milljónum punda eða 7, 5 milljörðum króna á tímabilinu apríl til september í ár. Þetta er minna en fyrir sama tímabil í fyrra, en þá nam hagnaðurinn tæpum tíu milljörðum fyrir sama tímabil. Afkoman var lítillega undir spám. Vaxandi samkeppni er markaðir lággjaldaflugfélaga og hefur þeim fjölgað verulega. 23.11.2004 00:01
Vextirnir niður í 4,15% Vextir af húsnæðislánum Íbúðalánasjóðs lækka í dag niður í 4,15% og eru vextirnir því komnir niður fyrir það sem bankarnir bjóða. Hallur Magnússon, hjá Íbúðalánasjóði, greindi frá þessu í þættinum Íslandi í bítið í morgun. Þá verður hámarks lánsupphæð hækkuð úr 11,5 milljónum upp í 13 milljonir um áramót og jafnvel meira. 22.11.2004 00:01
Barist um íbúðalánin Íbúðalánasjóður tilkynnti í gær um lækkun vaxta úr 4,30 í 4,15 prósent. Þar með eru íbúðalán á ný orðin ódýrari hjá Íbúðalánasjóði heldur en hjá bönkunum en þeir bjóða nú flestir 4,2 prósent vexti. 22.11.2004 00:01
Upp undir kvótaþakinu Tillaga um samruna HB Granda, Tanga og Svans RE-45 verður lögð fyrir stjórnir félaganna í dag. HB Grandi er fyrir sameiningu með mestan kvóta allra sjávarútvegsfyrirtækja á landinu. Eftir sameiningu verður fyrirtækið með 31 þúsund þorskígildistonna kvóta innan íslenskrar lögsögu sem er níu prósent af úthlutuðum kvóta. 22.11.2004 00:01
Hátæknihné vekur athygli Hátæknihné sem stoðtækjafyrirtækið Össur framleiðir er meðal áhugaverðustu uppfinninga ársins að mati tímaritsins Time Magazine. Rheo hnéð, sem er rafeindastýrt gervihné með gervigreind, er byltingarkennd nýjung á sviði stoðtækni. 22.11.2004 00:01
Færeyingar fá lánin KB banki hefur skrifað undir viljayfirlýsingu um sölu Kaupthing bank í Danmörku. FIH sem er í eigu KB banka kaupir fyrirtækjaráðgjöf, einkabankaþjónustu og miðlun. Afganginn, meðal annars lánastarfsemi kaupir Sparisjóður Færeyja. 22.11.2004 00:01
Hefðu fengið lítinn stuðning Skattkerfisbreytingar sem eingöngu hefðu komið þeim lægst launuðu til góða hefðu lítinn stuðning fengið hjá skattgreiðendum, að mati forstöðumanns Hagfræðistofnunar. 21.11.2004 00:01
Hagnaður Flugleiða 3,3 milljarðar Hagnaður Flugleiða og þrettán dótturfyrirtækja var um 3,3 milljarðar króna fyrir skatta á fyrstu níu mánuðum ársins. Á sama tímabili árið 2003 var hagnaður fyrir skatta um 2,1 milljarður króna. 19.11.2004 00:01
Ólíklegt að aðrir keppi Fyrstu viðbrögð norskra fjölmiðla við kaupum Íslandsbanka á BNbank í Noregi voru tortryggni um að verðið sem Íslandsbanki bauð væri nógu hátt. Norskir fjölmiðlar gerðu því skóna að hugsanlega væru aðrir til að bjóða hærra verð fyrir norska bankann. 18.11.2004 00:01
Útrás líkust innrás Nálægð við gjöful fiskimið er ekki lengur driffjöður hagsældar á Íslandi og útrás íslenskra fyrirtækja er orðin svo kröftug að nær lagi væri að tala um innrás. Þetta kom fram í máli Arnar Daníels Jónssonar prófessors í Háskóla Íslands á miðvikudag. 18.11.2004 00:01
Bjart yfir efnahagslífi Norðurland Hagvöxtur verður mestur á Íslandi á Norðurlöndunum þetta ár og það næsta samkvæmt nýrri skýrslu norrænu efnahagsnefndarinnar um efnahagsumhverfi á Norðurlöndum út árið 2005. Íslendingar skila minnstum afgangi af fjármálum hins opinbera á þessu ári, en Svíar fá þann vafasama heiður árið 2005. Íslendingar munu einnig státa af mestri verðbólgu Norðurlandanna fyrir tímabilið. 18.11.2004 00:01
Svipað og í nágrannalöndunum Reglur um íslenska lífeyrissjóði eru sambærilegar við þær sem gilda um lífeyrissjóði í löndunum í kringum okkur og fjármálakerfið hér á landi er vel í stakk búið að taka á hugsanlegum vandamálum sem upp kunna að koma. Þetta er mat Tryggva Þórs Herbertssonar hagfræðings. 17.11.2004 00:01
Tvöfaldast í Noregi Íslandsbanki hefur gert tilboð í öll hlutabréf Bolig og Næringsbanken, BNbank, í Noregi fyrir um 33 milljarða króna. Íslandsbanki hefur þegar tryggt sér um 30 prósenta hlutafjár í bankanum og auk þess samþykki 16 prósenta í viðbót. Íslandsbanki liðlega tvöfaldast að stærð við kaupin og eignir hans við yfirtöku norska bankans verða yfir þúsund milljarðar. 16.11.2004 00:01
Fyrsta skóflustungan að stöð í Rvk Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, tekur skóflustungu að fyrstu bensínstöð Atlantsolíu í Reykjavík klukkan tvö í dag á svokallaðri Sprengisandslóð á horni Bústaðavegar og Breiðholtsbrautar. 16.11.2004 00:01
Smásala vex Smásala dagvöru var 4,4 prósentum meiri í október í ár en í sama mánuði í fyrra. Verslun með áfengi jókst um fjögur prósent og lyfsala var 4,3 prósentum meiri en í fyrra. 16.11.2004 00:01
Aðeins tvö félög hafa hækkað Rólegt hefur verið á hlutabréfamarkaði undanfarna daga en Úrvalsvísitalan hefur sigið upp á við eftir mikla niðursveiflu um miðjan október. Þrátt fyrir að vísitalan hafi hækkað á ný er verð á sumum fyrirtækjum enn mun lægra en það var fyrir rúmum mánuði. 16.11.2004 00:01
Kaupa í Noregi Íslandsbanki bauðst í dag til að kaupa öll hlutabréf í norska, Bolig og næringsbanken. Fyrir hafði Íslandsbanki tryggt sér yfirráð yfir 46 prósentum hlutafjárins í bankanum. Við yfirtökuna eykur Íslandsbanki veltu sína um helming. 15.11.2004 00:01
Olíuverð lækkar enn Verð á hráolíu heldur áfram að lækka á fjármálamörkuðum. Í gær fór verðið niður í 46 Bandaríkjadali á tunnu. Verðið er þó enn mjög hátt í sögulegu samhengi. 15.11.2004 00:01
Starfsmenn sáttir Starfsmenn verslunarkeðjunnar Magasin du Nord í Danmörku tóku tíðindum um eigendaskipti vel ef marka má frétt í danska dagblaðinu Jyllands Posten. 15.11.2004 00:01
Varar við breytingum Seðlabankinn varar eindregið við því að lögum um Íbúðalánasjóð verði við núverandi aðstæður breytt á þann veg að sjóðnum verði heimilt að lána 90 prósent af kaupverði íbúða. 15.11.2004 00:01
Ágreiningur um rafmagnsverð Upp úr viðræðum Landsvirkjunar og Norðuráls um orku til stækkaðs álvers á Grundartanga slitnaði vegna ágreinings um rafmagnsverð. Norðurál mun í staðinn ganga til samninga við Orkuveitu Reykjavíkur og verður viljayfirlýsing um það undirrituð næstkomandi miðvikudag. 14.11.2004 00:01
Almenn ánægja með Magasinkaup Danir virðast almennt hafa brugðist vel við fregnum af kaupum Baugs og Straums fjárfestingarbanka á ráðandi hlut í hinni fornfrægu dönsku vöruhúsakeðju Magasin du Nord. 14.11.2004 00:01
Segir sjávarútveg vanmetinn Ragnar Árnason segir að framlag sjávarútvegs til hagkerfisins sé nær því að vera 30 prósent heldur en 10 prósent eins og hagtölur segja til um. Hann segir að afleiddar atvinnugreinar séu ekki eins mikilvægar þótt þær kunni að mælast stærri í þjóðhagsreikningum. </font /></b /> 12.11.2004 00:01
Kaupir á lægra verði Samkvæmt fréttum í breskum fjölmiðlum í gær hefur náðst samkomulag milli Baugs og eigenda Big Food Group um hvernig fara eigi með miklar eftirlaunaskuldir samsteypunnar. Þetta mál hefur staðið endanlegum samningaviðræðum fyrir þrifum. 12.11.2004 00:01
Skilyrða sölu kjölfestueigenda Eignatengsl fyrirtækja eru ekki nógu skýr, að mati Páls Gunnars Pálssonar, forstjóra Fjármálaeftirlitsins. Páll Gunnar var einn framsögumanna á fundi Verslunarráðs Íslands um eignatengsl. Hann segir að Fjármálaeftirlitið muni áfram sem fyrr beina sjónum sínum að eigendum virkra eignarhluta í fjármálafyrirtækjum 12.11.2004 00:01
Tveir sjóðir sameinast Gengið hefur verið frá formlegri sameiningu Frjálsa lífeyrissjóðsins og Séreignalífeyrissjóðsins. Við sameininguna fluttust yfir eignir 3.866 sjóðfélaga Séreignalífeyrissjóðsins, sem námu rúmum þremur milljörðum króna. 12.11.2004 00:01
Kaupa flaggskip danskrar verslunar Íslendingar hafa eignast meirihluta í þekktasta vöruhúsi Dana, Magasin Du Nord við Kóngsins Nýjatorg í Kaupmannahöfn. Birgir Þór Bielvedt, sem rekið hefur Dominos í Kaupmannahöfn, Baugur og Straumur fjárfestingarbanki hafa keypt 69 prósent í TH. Wessel & Wett sem rekur vöruhúsið 12.11.2004 00:01
Kaupa tískukeðju með Landsbankanum Verið er að leggja lokahönd á kaup Baugs á kvenfatakeðjunni MK One. MK One selur ódýran tískufatnað og hefur verið í örum vexti að undanförnu. Kaupverðið með skuldum er 55 milljónir punda eða sjö milljarðar króna. Verslun með ódýran tískufatnað hefur að undanförnu vaxið þrisvar sinnum hraðar en önnur fataverslun í Bretlandi. 11.11.2004 00:01
KB banki hækkar vexti KB banki hefur hækkað vexti á óverðtryggðum inn- og útlánum um 0,25 prósentustig þannig að kjörvextir óverðtryggðra skuldabréfa hækka úr 9,40 prósentum upp í 9,65. Bankinn segist gera þetta í kjölfar þess að Seðlabankinn hefur hækkað stýrivexti um 0,50 prósentustig. 11.11.2004 00:01
Verðbólgan vex áfram Verðbólga heldur áfram að vaxa og er farin að slaga upp undir sex prósent samkvæmt mælingum Hagstofunnar.Vísitala neysluverðs hefur hækkað um 0,21 prósent frá síðasta mánuði. Undanfarna tólf mánuði hefur hún hækkað um tæp fjögur prósent, þar af um tæplega 1,5 prósent síðustu þrjá mánuðina, sem jafngildir 5,7 prósenta verðbólgu á einu ári. 10.11.2004 00:01
Hlutafé fyrir 3,8 milljarða selt í Flugleiðum hf. Hlutafjárútboði Flugleiða hf. er lokið. Voru seldir hlutir að nafnverði 420 milljónir króna á genginu 9,10. Nemur söluverð hlutafjárins því rúmum 3,8 milljörðum króna, en hlutafjárútboðinu var beint til fagfjárfesta. Í tilkynningu frá Flugleiðum segir að fjárfestar hafi óskað eftir að kaupa hlutafé fyrir tæpa 6 milljarða króna. Umframeftirspurn var því 56,4%. 10.11.2004 00:01
Lánin verða enn dýrari Vextir af yfirdráttarlánum eru nú um og yfir fimmtán prósent en eins og sagt var frá í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöld eru íslensk heimili um 61 milljarð yfir á tékkareikningunum sínum. Það eru dýr lán sem búast má við að verði enn dýrari því greiningardeildir bankanna eiga von á að Seðlabankinn muni enn hækka stýrivexti á næstunni. 9.11.2004 00:01
Viðræður við Morgan Stanley Framkvæmdanefnd um einkavæðingu hefur, eftir mat á fjórtán tilboðum frá innlendum og erlendum fjármálastofnunum og ráðgjafarfyrirtækjum sem nefndinni bárust, ákveðið að ganga til viðræðna við Morgan Stanley í London um gerð samnings um þjónustu vegna fyrirhugaðrar sölu á hlutabréfum ríkisins í Landssíma Íslands hf. 9.11.2004 00:01