Tvöfaldast í Noregi 16. nóvember 2004 00:01 Íslandsbanki hefur gert tilboð í öll hlutabréf Bolig og Næringsbanken, BNbank, í Noregi fyrir um 33 milljarða króna. Íslandsbanki hefur þegar tryggt sér um 30 prósenta hlutafjár í bankanum og auk þess samþykki 16 prósenta í viðbót. Íslandsbanki liðlega tvöfaldast að stærð við kaupin og eignir hans við yfirtöku norska bankans verða yfir þúsund milljarðar. Íslandsbanki bauð nýtt hlutafé til sölu í gær vegna kaupanna og seldist það upp á skömmum tíma. Fyrirhugað er útboð með forkaupsrétti til hluthafa og hafa tveir þriðju lýst yfir þátttöku og stuðningi við kaupin í Noregi. BN bankinn er á margan hátt líkur danska FIH bankanum sem KB banki keypti fyrr á þessu ári. Afkoma bankans hefur verið stöðug og hann rekinn með hagnaði frá 1961, einnig á því tímabili sem bankakreppa reið yfir Noreg. Útlán bankans eru að mestu til fyrirtækja með veðum í fasteignum. Hagnaður bankans á síðasta ári nam rúmum tveimur milljörðum króna. "Við álítum að við séum að kaupa mjög góðan banka. Þetta er banki sem hefur verið vel rekinn í langan tíma og með gott eignasafn," segir Bjarni Ármannsson, forstjóri Íslandsbanka. "Þessi kaup munu umbreyta Íslandsbankasamstæðunni í íslensk-norskan banka þar sem meirihluti útlána verður í Noregi." Bjarni segir kaupin gefa tækifæri til þess að þróa áfram starfsemi bankans í Noregi. Samkvæmt norskum lögum ber stjórn að fjalla um yfirtökutilboð. Stjórn BNbank telur verðið of lágt og mælir ekki með því. Ástæða þess er meðal annars sú að stjórnin væri í sérkennilegri stöðu ef hærra boð bæðist eftir að stjórnin hefði mælt með núverandi tilboði. Búast má við að í kjölfarið verði lítilsháttar sálfræðistríð um endanlegt verð fyrir bankann. Samkvæmt heimildum bendi fátt til þess að hærra tilboð komi í bankann og því yfirgnæfandi líkur á að Íslandsbanki þurfi ekki að hækka verð að marki til að eignast bankann. Gengi Íslandsbanka hækkaði í gær um rúm sjö prósent í kjölfar tilkynningar um kaupin í Noregi og niðurstöðu hlutafjárútboðs. Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
Íslandsbanki hefur gert tilboð í öll hlutabréf Bolig og Næringsbanken, BNbank, í Noregi fyrir um 33 milljarða króna. Íslandsbanki hefur þegar tryggt sér um 30 prósenta hlutafjár í bankanum og auk þess samþykki 16 prósenta í viðbót. Íslandsbanki liðlega tvöfaldast að stærð við kaupin og eignir hans við yfirtöku norska bankans verða yfir þúsund milljarðar. Íslandsbanki bauð nýtt hlutafé til sölu í gær vegna kaupanna og seldist það upp á skömmum tíma. Fyrirhugað er útboð með forkaupsrétti til hluthafa og hafa tveir þriðju lýst yfir þátttöku og stuðningi við kaupin í Noregi. BN bankinn er á margan hátt líkur danska FIH bankanum sem KB banki keypti fyrr á þessu ári. Afkoma bankans hefur verið stöðug og hann rekinn með hagnaði frá 1961, einnig á því tímabili sem bankakreppa reið yfir Noreg. Útlán bankans eru að mestu til fyrirtækja með veðum í fasteignum. Hagnaður bankans á síðasta ári nam rúmum tveimur milljörðum króna. "Við álítum að við séum að kaupa mjög góðan banka. Þetta er banki sem hefur verið vel rekinn í langan tíma og með gott eignasafn," segir Bjarni Ármannsson, forstjóri Íslandsbanka. "Þessi kaup munu umbreyta Íslandsbankasamstæðunni í íslensk-norskan banka þar sem meirihluti útlána verður í Noregi." Bjarni segir kaupin gefa tækifæri til þess að þróa áfram starfsemi bankans í Noregi. Samkvæmt norskum lögum ber stjórn að fjalla um yfirtökutilboð. Stjórn BNbank telur verðið of lágt og mælir ekki með því. Ástæða þess er meðal annars sú að stjórnin væri í sérkennilegri stöðu ef hærra boð bæðist eftir að stjórnin hefði mælt með núverandi tilboði. Búast má við að í kjölfarið verði lítilsháttar sálfræðistríð um endanlegt verð fyrir bankann. Samkvæmt heimildum bendi fátt til þess að hærra tilboð komi í bankann og því yfirgnæfandi líkur á að Íslandsbanki þurfi ekki að hækka verð að marki til að eignast bankann. Gengi Íslandsbanka hækkaði í gær um rúm sjö prósent í kjölfar tilkynningar um kaupin í Noregi og niðurstöðu hlutafjárútboðs.
Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira