Fleiri fréttir

Bein út­sending: Janúar­ráð­stefna Festu 2022

Janúarráðstefna Festu 2022 fer fram í dag milli klukkan 9 og 12 en um er að ræða stærsta árlega sjálfbærnivettvangur á Íslandi. Hægt verður að fylgjast með útsendingunni í spilara að neðan.

„Það eru allir að boða hækkanir“

Búast má við að verðhækkanir á næstu vikum muni svipa til þeirra sem sáust eftir hrun, að sögn framkvæmdastjóra Bónus. Hins vegar sé staðan í dag sú að bæði innlendir og erlendir aðilar hafi boðað hækkanir en að í hruninu hafi það nær eingöngu átt við um innfluttar vörur. Hann segir allt gert til þess að milda hækkanirnar eins og hægt er.

Stóra bíla­salan braut lög

Fullyrðingar Stóru bílasölunnar ehf. um að boðið væri upp á allt að 100% lán fyrir kaupum á smájeppa voru villandi, að mati Neytendastofu og hið sama á við óskýran verðsamanburð við bíla hjá samkeppnisaðilum.

Hafa stefnt Al­mennri inn­heimtu og eig­anda fé­lagsins

Neytendasamtökin hafa stefnt lögmanninum Gísla Kristbirni Björnssyni, fyrirtæki hans Almennri innheimtu ehf. og tryggingafélaginu Verði vegna smálánainnheimtu. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.

Út­lit fyrir myndar­legan hag­vöxt, hjaðnandi verð­bólgu og hærri stýri­vexti

Útlit er fyrir myndarlegan hagvöxt út árið 2024 og hægt hjaðnandi verðbólgu á þessu ári að mati Greiningar Íslandsbanka sem spáir 4,7% hagvexti árið 2022. Gert er ráð fyrir að stýrivextir verði komnir í 3,25% í lok þessa árs og 4,0% í byrjun 2024. Þeir eru nú 2,0% og hækkuðu um 1,25 prósentustig á seinasta ári.

Reynslumiklu flugfreyjurnar lögðu Icelandair

Icelandair bar að fara eftir starfsaldri þegar félagið afturkallaði uppsagnir flugfreyja og flugþjóna rúmum þremur mánuðum eftir að fólkinu hafði verið sagt upp í apríl 2020.

Flytja inn eldaðan Popcorn kjúkling

Átján tonna tollkvóti sem KFC á Íslandi fékk úthlutað í desember fyrir innflutning á unnum kjötvörum verður nýttur til að flytja inn svonefndan Popcorn kjúkling sem kemur fulleldaður frá Bretlandi.

KFC vill flytja inn á­tján tonn af bresku kjöti

Skyndibitakeðjan KFC fékk í desember úthlutað átján tonna tollkvóta vegna innflutnings á unnum kjötvörum frá Bretlandi. Um er að ræða allan kjötkvóta sem úthlutað var í útboðinu en KFC fær hann á meðalverðinu 599 krónur á kílóið. 

„Alveg eins gott að sleppa hríslunni á bjarg­brúninni“

Veitingastaðnum Bike Cave í Skerjafirði hefur verið lokað um óákveðinn tíma. Hjördís Andrésdóttir, eigandi Bike Cave, segir að persónulegar frekar en rekstrarlegar ástæður ráði för en mikil óvissa hafi fylgt faraldrinum.

„Ég segi bara húrra Ísland“

Gengið hefur verið frá sölu á íslenska útgáfufyrirtækinu Öldu Music til Universal Music/InGrooves, stærsta tónlistarfyrirtækis heims. Alda er rétthafi að stærstum hluta allrar íslenskrar tónlistar sem gefin hefur verið út.

Travel Connect nýr risi á íslenskum markaði

Móðurfélag Nordic Visitor, Iceland Travel og Terra Nova hefur hlotið nafnið Travel Connect. Við sameininguna verður til eitt stærsta ferðaþjónustufyrirtæki landsins.

Stór hluti íslenskrar tónlistar komin í eigu erlendra aðila

Gengið hefur verið frá sölu á íslenska útgáfufyrirtækinu Öldu Music til Universal Music /InGrooves, stærsta tónlistarfyrirtækis heims. Universal Music/InGrooves segir kaupin til marks um mikilvægi íslenskrar tónlistar á alþjóðavísu og hyggst samsteypan fjárfesta í aukinni útgáfu íslenskra listamanna, bæði innanlands og utan.

Á ekkert skylt við egódrifna hugmyndafræði

Ingvar Jónsson, stjórnunar- og markaðsfræðingur og PPC markþjálfi hefur sent frá sér endurútgáfu bókarinnar Sigraðu sjálfan þig aftur og aftur. Bókin kom fyrst út árið 2018 og hefur verið uppseld síðan 2019. Nýja útgáfan er 25% efnismeiri en sú fyrri og ríkulega myndskreytt af kanadíska listamanninum Jim Ridge. Sigraðu sjálfan þig aftur og aftur er bók vikunnar á Vísi.

Auður ráðin gæða­stjóri Dis­ti­ca

Auður Aðalbjarnardóttir hefur verið ráðin gæðastjóri eða faglegur forstöðumaður hjá Distica. Hún tekur jafnframt sæti í framkvæmdastjórn félagsins.

Lífið og vinnan eftir kulnun

Síðustu árin höfum við lært nokkuð um kulnun og hversu mikilvægt það er að sporna við kulnun eins og hægt er. Eða að grípa til snemmtækra aðgerða, svo kulnunin verði ekki þeim mun alvarlegri.

Norsk stjórnvöld gefa út 53 ný olíuleitarleyfi

Norsk stjórnvöld hafa úthlutað 53 nýjum sérleyfum til leitar og vinnslu olíu á landgrunni Noregs. Á sama tíma er skýrt frá því að aldrei í sögunni hafi tekjur Norðmanna af olíu- og gasvinnslu verið eins miklar og á nýliðnu ári.

Innviðagjald borgarinnar fer fyrir Hæstarétt

Hæstiréttur hefur samþykkt áfrýjunarbeiðni verktakafyrirtækisins Sérverks ehf. í máli fyrirtækisins gegn Reykjavíkurborg, þar sem fyrirtækið krafði borgina um endurgreiðslu á um 120 milljóna króna innviðagjaldi sem fyrirtækið hafði greitt borginni í tengslum við uppbyggingu í Vogabyggð.

„Ef ADHD-ið mitt væri próf í skóla væri ég með níu í einkunn“

Séra Hildur Eir Bolladóttir er prestur og skáld en segist þó fyrst og fremst vera mamma. Hún segist vel skilja að fólk sé orðið þreytt á Covid og takmörkunum en bendir á að í öllum erfiðum aðstæðum í lífinu, er líka hægt að hafa gaman. Hildur segist vakna á morgnana við hláturinn í Gulla Helga og Heimi Karls.

Peloton og Netflix lækka í virði meðan neysla færist í fyrra horf

Virði hlutabréfa þrektækjaframleiðandans Peloton hefur hrunið í verði í dag í kjölfar fréttaflutnings um að forsvarsmenn fyrirtækisins ætli sér að draga úr framleiðslu á þrekhjólum, hlaupabrettum og öðrum vegna minnkandi eftirspurnar. John Foley, forstjóri, neitar þessum fregnum en í senn viðurkenni að verið sé að gera breytingar á framleiðslu Peloton.

Bein út­sending: Út­boðs­þing Sam­taka iðnaðarins

Útboðsþing Samtaka iðnaðarins fer fram í beinu streymi í dag á milli 13 og 15. Á þinginu kynna fulltrúar ellefu opinberra aðila fyrirhugaðar verklegar framkvæmdir á árinu og fæst því gott yfirlit yfir helstu útboð ársins.

Biðst velvirðingar ef fólki mislíkaði umdeild auglýsing

Markaðsstjóri Kjarnafæðis biðst velvirðingar ef fólki mislíkaði auglýsing fyrirtækisins um þorramat. Samband íslenskra kristniboðsfélaga hefur hvatt Ríkisútvarpið til að taka auglýsinguna úr umferð vegna blótsyrða.

Tryggvi Þór lætur af störfum sem forstjóri RARIK

Tryggvi Þór Haraldsson forstjóri RARIK ohf. hefur óskað eftir því að láta af störfum. Hann verður þó áfram starfsmaður RARIK og starfa sem ráðgjafi stjórnar og nýs forstjóra og enn fremur í sérstökum verkefnum.

Bein út­sending: Af­hending Ís­lensku á­nægju­vogarinnar

Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar verða birtar í dag. Þetta er í tuttugasta og þriðja skipti sem ánægja íslenskra fyrirtækja er mæld með þessum hætti. Að þessu sinni verða birtar niðurstöður fyrir tólf atvinnugreinar og hafa þær sjaldan verið fleiri.

Góð útkoma Boeing Max frestar kaupum á langdrægari þotum

Icelandair hyggst bíða með ákvörðun um kaup á stærri þotum þar sem Boeing Max-þoturnar hafa reynst henta leiðakerfi félagsins betur en búist var við. Breiðþotur af gerðinni Boeing Dreamliner og Airbus-þotur eru meðal þeirra sem Icelandair skoðar til að sinna fjarlægari áfangastöðum.

Opin Kerfi og Premis sameinast

Framtakssjóðurinn VEX I, sem keypti í desember allt hlutafé í Opnum Kerfum, og hluthafar upplýsingatæknifélagsins Premis hafa undirritað samning um að sameina félögin og eignarhald þeirra. Sameiningin er háð samþykki Samkeppniseftirlitsins.

Gefa milljón ef Ís­land vinnur

Veðmálafyrirtækið Coolbet hyggst gefa heppnum Twitter-notanda slétta milljón ef íslenska landsliðið í handbolta vinnur leikinn á móti Dönum á EM í kvöld.

Hafnar því alfarið að N1 sé að blekkja neytendur

Framkvæmdastjóri N1 hafnar því alfarið að viðskiptavinir séu beittir blekkingum í tengslum við þrautavaraleið á sölu raforku. Hann fagnar því að umræða eigi sér nú stað á raforkumarkaði og að fyrirkomulag þrautavaraleiðarinnar sé nú til skoðunar.

Sjá næstu 50 fréttir