Stóra bílasalan braut lög Eiður Þór Árnason skrifar 26. janúar 2022 09:06 Ef ekki verður brugðist við niðurstöðu Neytendastofu má búast við að tekin verði ákvörðun um sektir. Vísir/Vilhelm Fullyrðingar Stóru bílasölunnar ehf. um að boðið væri upp á allt að 100% lán fyrir kaupum á smájeppa voru villandi, að mati Neytendastofu og hið sama á við óskýran verðsamanburð við bíla hjá samkeppnisaðilum. Komst stofnunin að þeirri niðurstöðu að fyrirtækið hafi brotið gegn ákvæðum laga um neytendalán og laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Neytendastofu barst ábending um að í auglýsingum félagsins á Dacia Duster bifreiðum kæmu fram rangar fullyrðingar um þá bíla sem félagið selji. Málið varðaði annars vegar skort á lögboðnum upplýsingum um auglýst bílalán og hins vegar fullyrðingarnar „ódýrasti smájeppinn fyrir íslenskar aðstæður“ og „allt að 100% lánamöguleiki“ auk samanburðs við ótilgreint listaverð hjá bílaumboði. Greint er frá því á vef Neytendastofu að í svörum Stóru bílasölunnar komi fram að með auglýsingunni sé félagið ekki að bjóða þjónustu á sviði neytendalána heldur einfaldlega að benda á að mögulegt sé að fá allt að 100% lán. Þá er fullyrðing um ódýrasta jeppann sögð í samræmi við raunveruleikann og umboð auglýsi sambærilega bíla og þá sem auglýstir séu af Stóru bílasölunni á 4.450.000 krónur, líkt og fram komi í auglýsingu félagsins. Ekki sambærilegir bílar Neytendastofa komst að þeirri niðurstöðu að vísun Stóru bílasölunnar í kostnað neytenda af bílaláni í auglýsingunni, það er hver mánaðarleg afborgun væri af láninu, valdi því að félaginu sé skylt að upplýsa um aðra þætti lánsins, á borð við vexti og árlega hlutfallstölu kostnaðar. Stofnunin taldi ekki tilefni til frekari aðgerða vegna fullyrðingar um ódýrasta smájeppann fyrir íslenskar aðstæður en taldi hins vegar að fullyrðing um 100% lán væri villandi. Samsett fjármögnun með bílaláni eða bílasamningi og kortaláni geti ekki talist 100% lánamöguleiki þar sem lánin væru háð mismunandi kjörum og skilyrðum. Að lokum taldi Neytendastofa verðsamanburð á bílum til sölu hjá Stóru bílasölunni við ótilgreint listaverð hjá umboðsaðila vera villandi. Þrátt fyrir að um væri að ræða sömu bílategund væri útbúnaður og aukahlutir bílanna frábrugðinn að verulegu leyti sem hefði áhrif á verð bílanna. Neytendur Bílar Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Fleiri fréttir Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Sjá meira
Komst stofnunin að þeirri niðurstöðu að fyrirtækið hafi brotið gegn ákvæðum laga um neytendalán og laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Neytendastofu barst ábending um að í auglýsingum félagsins á Dacia Duster bifreiðum kæmu fram rangar fullyrðingar um þá bíla sem félagið selji. Málið varðaði annars vegar skort á lögboðnum upplýsingum um auglýst bílalán og hins vegar fullyrðingarnar „ódýrasti smájeppinn fyrir íslenskar aðstæður“ og „allt að 100% lánamöguleiki“ auk samanburðs við ótilgreint listaverð hjá bílaumboði. Greint er frá því á vef Neytendastofu að í svörum Stóru bílasölunnar komi fram að með auglýsingunni sé félagið ekki að bjóða þjónustu á sviði neytendalána heldur einfaldlega að benda á að mögulegt sé að fá allt að 100% lán. Þá er fullyrðing um ódýrasta jeppann sögð í samræmi við raunveruleikann og umboð auglýsi sambærilega bíla og þá sem auglýstir séu af Stóru bílasölunni á 4.450.000 krónur, líkt og fram komi í auglýsingu félagsins. Ekki sambærilegir bílar Neytendastofa komst að þeirri niðurstöðu að vísun Stóru bílasölunnar í kostnað neytenda af bílaláni í auglýsingunni, það er hver mánaðarleg afborgun væri af láninu, valdi því að félaginu sé skylt að upplýsa um aðra þætti lánsins, á borð við vexti og árlega hlutfallstölu kostnaðar. Stofnunin taldi ekki tilefni til frekari aðgerða vegna fullyrðingar um ódýrasta smájeppann fyrir íslenskar aðstæður en taldi hins vegar að fullyrðing um 100% lán væri villandi. Samsett fjármögnun með bílaláni eða bílasamningi og kortaláni geti ekki talist 100% lánamöguleiki þar sem lánin væru háð mismunandi kjörum og skilyrðum. Að lokum taldi Neytendastofa verðsamanburð á bílum til sölu hjá Stóru bílasölunni við ótilgreint listaverð hjá umboðsaðila vera villandi. Þrátt fyrir að um væri að ræða sömu bílategund væri útbúnaður og aukahlutir bílanna frábrugðinn að verulegu leyti sem hefði áhrif á verð bílanna.
Neytendur Bílar Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Fleiri fréttir Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent