Yfir hundrað teymi fylgdust með Masterclass Gulleggsins Gulleggið 21. janúar 2022 08:51 Stefanía Bjarney Ólafsdóttir framkvæmdastjóri og stofnandi AVO flutti erindið Hugsaðu stórt með tilþrifum á Masterclass Gulleggsins um helgina. Hari Masterclass frumkvöðlakeppninnar Gulleggið fór fram um liðna helgi. Yfir hundrað teymi fylgdust með fyrirlestrunum sem fóru fram í beinu streymi að þessu sinni vegna hertra sóttvarna. Hægt er að horfa á fyrirlestrana hér. „Þrjúhundruð manns voru skráðir í Masterclass Gulleggsins um síðustu helgi og þrátt fyrir hertar sóttvarnaraðgerðir deginum áður erum við afar ánægð með helgina og prógrammið í heild sinni. Við hjá Icelandic Startups erum að verða ansi vön því að þurfa að bregðast skjótt við og gera breytingar á fyrirkomulagi verkefna en helgin gekk vel og voru á bilinu 90 - 100 manns að fylgjast með okkur í beinu streymi alla helgina. Nú vonumst við bara til þess að sjá sem flesta þátttakendur skila inn kynningu á hugmynd sinni inn í sjálfa keppnina fyrir miðnætti 21. janúar," segir Ása María Þórhallsdóttir, verkefnastjóri Gulleggsins. Ása María Þórhallsdóttir, Sunna Halla Einarsdóttir og Freyr Friðfinnsson Mikil ánægja með fyrirlestrana Anna C De Matos, Kristofer Henry Ásgeirsson og Sebastien Nouat standa að verkefni um Hringrásarsafn. Þau hafa áður sent frá sér verkefnið Reykjavik Tool Library og eru því engir nýgræðingar en segjast hafa lært margt af fyrirlestrum helgarinnar. „Við vildum taka þátt því við þurfum æfingu í að pitcha verkefni til fjárfesta. Það vantar fræðsluvettvang fyrir þá sem eru komnir af stað með viðskiptahugmynd og þetta var frábær reynsla. Helgin var opin öllum og við erum mjög þakklát fyrir það. Við vonum að það verði fleiri Mastersclass helgar, við lærðum mikið og erum enn að læra,“ segja þau. Haukur Guðjónsson hefur einnig áður tekið þátt en hafði mikið gagn af fyrirlestrum helgarinnar . „Ég er að taka þátt í Gullegginu í annað skipti en fyrsta skiptið var árið 2010 þar sem ég var með hugmyndina Búngaló sem ég rak alls í 7 ár og starfaði það fyrirtæki bæði í Kanada og Bandaríkjunum. Fyrir nokkrum árum síðan seldi ég það og er það ennþá starfandi í dag. Nú 12 árum síðar er ég að fara aftur af stað með fyrirtæki sem heitir OneContent og það er afskaplega gaman að fá tækifæri að fara aftur í gegnum Gulleggið og fá þann stuðning sem því fylgir,“ segir Haukur. Bergur Ebbi Benediktsson opnaði Gulleggið 2022Kristín Soffía Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandic Startups.Stefanía Bjarney Ólafsdóttir framkvæmdastjóri og stofnandi AVO.Ása Þórhallsdóttir verkefnastjóri Icelandic Startups.Sunna Halla Einarsdóttir fjármálastjóri Icelandic Startups flutti erindið Fjármögnun - fyrstu skref.Rakel Jónsdóttir sérfræðingur hjá Tækniþróunarsjóði flutti erindið Hvað er Fræ styrkur?Freyr Friðfinnsson verkefnastjóri Icelandic Startups flutti erindið Mótun hugmyndar - vinnustofa.Haraldur Hugosson frumkvöðull flutti erindið Hvernig á að búa til gott pitch deck?Ása Þórhallsdóttir verkefnastjóri í undirbúningsvinnu. Meðal þeirra sem tóku þátt í Masterclass Gulleggsins um helgina eru þau Kristján E. Kristjánsson og Magdalena J.M. Tómasdóttir en þau standa á bak við Lífvörð sem er vél- og hugbúnaður sem mælir og skráir lífsmörk sjúklinga í rauntíma. „Við vorum mjög ánægð með Masterclass Gulleggsins. Fengum innblástur og mikilvægar upplýsingar fyrir vegferð Lífvarðar,“ segja þau. Elín Ósk tekur í sama streng. „Síðasta helgi var mjög fróðleg og þar var farið út í marga hluti sem ég gat virkilega lært af og tekið með mér inn í framtíð míns verkefnis. Ég fékk einnig margar hugmyndir um hvað ég get gert í framtíðinni til að betrumbæta hugmyndina,“ segir Elín Ósk en hennar teymi er að þróa símaforrit sem á að auðvelda heimilisbókhald til muna. Þeir Andri Sigurðsson, Atli Þór Jóhannsson og Sindri Snær Magnússon nýttu sér fyrirlestrana um helgina en þeir mynda teymið Stöff. „Það er rafrænt deilihagkerfi sem bíður notendum upp á að samnýta stöff með leigu eða láni og þar með koma í veg fyrir sóun og styrkja hringrásarhagkerfið. Eins og Airbnb fyrir stöffið þitt,“ útskýra þeir. Gulleggið frumkvöðlakeppnin er haldin af Icelandic Startups og hefur farið fram árlega síðan 2008. Tilgangurinn er að nýjar hugmyndir fái brautargengi og koma reyndir frumkvöðlar, fjárfestar og sérfræðingar að keppninni á hverju ári og veita leiðsögn og gefa endurgjöf. Nýsköpun Mest lesið Arion banki hækkar vexti hressilega Neytendur Draumar rætast: „Lengi skammaðist ég mín ...“ Atvinnulíf Með ólíkindum og merki um taumlausa græðgi Neytendur Þungur róður hjá Samstöðinni Viðskipti innlent Flugrisar funda í Hörpu vegna seinkana og aflýsinga Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri VSB verkfræðistofu Viðskipti innlent Kveður ostasnakkið fyrir Wolt Viðskipti innlent Greiðslubyrði gæti farið hríðlækkandi á næsta ári Neytendur Félagar opna Fiskbúðina við Sundlaugaveg á ný Viðskipti innlent Gera Apple að greiða tvær billjónir í skatta Viðskipti erlent Fleiri fréttir Sinna verktöku hjá Wolt samhliða námi og öðrum störfum Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Langar meira í 911 T-Hybrid en bæði lungun sín Fjölbreyttar lausnir fyrir íslenskan markað Lánskjaravakt Aurbjargar auðveldar leit að hagstæðara húsnæðisláni Sprenging í sölu á sérsmíðuðum saunaklefum Nútímaleg nálgun í netöryggi Íslensk framleiðsla og traust lausn fyrir byggingarmarkaðinn Með hollustu að leiðarljósi Sjá meira
Hægt er að horfa á fyrirlestrana hér. „Þrjúhundruð manns voru skráðir í Masterclass Gulleggsins um síðustu helgi og þrátt fyrir hertar sóttvarnaraðgerðir deginum áður erum við afar ánægð með helgina og prógrammið í heild sinni. Við hjá Icelandic Startups erum að verða ansi vön því að þurfa að bregðast skjótt við og gera breytingar á fyrirkomulagi verkefna en helgin gekk vel og voru á bilinu 90 - 100 manns að fylgjast með okkur í beinu streymi alla helgina. Nú vonumst við bara til þess að sjá sem flesta þátttakendur skila inn kynningu á hugmynd sinni inn í sjálfa keppnina fyrir miðnætti 21. janúar," segir Ása María Þórhallsdóttir, verkefnastjóri Gulleggsins. Ása María Þórhallsdóttir, Sunna Halla Einarsdóttir og Freyr Friðfinnsson Mikil ánægja með fyrirlestrana Anna C De Matos, Kristofer Henry Ásgeirsson og Sebastien Nouat standa að verkefni um Hringrásarsafn. Þau hafa áður sent frá sér verkefnið Reykjavik Tool Library og eru því engir nýgræðingar en segjast hafa lært margt af fyrirlestrum helgarinnar. „Við vildum taka þátt því við þurfum æfingu í að pitcha verkefni til fjárfesta. Það vantar fræðsluvettvang fyrir þá sem eru komnir af stað með viðskiptahugmynd og þetta var frábær reynsla. Helgin var opin öllum og við erum mjög þakklát fyrir það. Við vonum að það verði fleiri Mastersclass helgar, við lærðum mikið og erum enn að læra,“ segja þau. Haukur Guðjónsson hefur einnig áður tekið þátt en hafði mikið gagn af fyrirlestrum helgarinnar . „Ég er að taka þátt í Gullegginu í annað skipti en fyrsta skiptið var árið 2010 þar sem ég var með hugmyndina Búngaló sem ég rak alls í 7 ár og starfaði það fyrirtæki bæði í Kanada og Bandaríkjunum. Fyrir nokkrum árum síðan seldi ég það og er það ennþá starfandi í dag. Nú 12 árum síðar er ég að fara aftur af stað með fyrirtæki sem heitir OneContent og það er afskaplega gaman að fá tækifæri að fara aftur í gegnum Gulleggið og fá þann stuðning sem því fylgir,“ segir Haukur. Bergur Ebbi Benediktsson opnaði Gulleggið 2022Kristín Soffía Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandic Startups.Stefanía Bjarney Ólafsdóttir framkvæmdastjóri og stofnandi AVO.Ása Þórhallsdóttir verkefnastjóri Icelandic Startups.Sunna Halla Einarsdóttir fjármálastjóri Icelandic Startups flutti erindið Fjármögnun - fyrstu skref.Rakel Jónsdóttir sérfræðingur hjá Tækniþróunarsjóði flutti erindið Hvað er Fræ styrkur?Freyr Friðfinnsson verkefnastjóri Icelandic Startups flutti erindið Mótun hugmyndar - vinnustofa.Haraldur Hugosson frumkvöðull flutti erindið Hvernig á að búa til gott pitch deck?Ása Þórhallsdóttir verkefnastjóri í undirbúningsvinnu. Meðal þeirra sem tóku þátt í Masterclass Gulleggsins um helgina eru þau Kristján E. Kristjánsson og Magdalena J.M. Tómasdóttir en þau standa á bak við Lífvörð sem er vél- og hugbúnaður sem mælir og skráir lífsmörk sjúklinga í rauntíma. „Við vorum mjög ánægð með Masterclass Gulleggsins. Fengum innblástur og mikilvægar upplýsingar fyrir vegferð Lífvarðar,“ segja þau. Elín Ósk tekur í sama streng. „Síðasta helgi var mjög fróðleg og þar var farið út í marga hluti sem ég gat virkilega lært af og tekið með mér inn í framtíð míns verkefnis. Ég fékk einnig margar hugmyndir um hvað ég get gert í framtíðinni til að betrumbæta hugmyndina,“ segir Elín Ósk en hennar teymi er að þróa símaforrit sem á að auðvelda heimilisbókhald til muna. Þeir Andri Sigurðsson, Atli Þór Jóhannsson og Sindri Snær Magnússon nýttu sér fyrirlestrana um helgina en þeir mynda teymið Stöff. „Það er rafrænt deilihagkerfi sem bíður notendum upp á að samnýta stöff með leigu eða láni og þar með koma í veg fyrir sóun og styrkja hringrásarhagkerfið. Eins og Airbnb fyrir stöffið þitt,“ útskýra þeir. Gulleggið frumkvöðlakeppnin er haldin af Icelandic Startups og hefur farið fram árlega síðan 2008. Tilgangurinn er að nýjar hugmyndir fái brautargengi og koma reyndir frumkvöðlar, fjárfestar og sérfræðingar að keppninni á hverju ári og veita leiðsögn og gefa endurgjöf.
Gulleggið frumkvöðlakeppnin er haldin af Icelandic Startups og hefur farið fram árlega síðan 2008. Tilgangurinn er að nýjar hugmyndir fái brautargengi og koma reyndir frumkvöðlar, fjárfestar og sérfræðingar að keppninni á hverju ári og veita leiðsögn og gefa endurgjöf.
Nýsköpun Mest lesið Arion banki hækkar vexti hressilega Neytendur Draumar rætast: „Lengi skammaðist ég mín ...“ Atvinnulíf Með ólíkindum og merki um taumlausa græðgi Neytendur Þungur róður hjá Samstöðinni Viðskipti innlent Flugrisar funda í Hörpu vegna seinkana og aflýsinga Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri VSB verkfræðistofu Viðskipti innlent Kveður ostasnakkið fyrir Wolt Viðskipti innlent Greiðslubyrði gæti farið hríðlækkandi á næsta ári Neytendur Félagar opna Fiskbúðina við Sundlaugaveg á ný Viðskipti innlent Gera Apple að greiða tvær billjónir í skatta Viðskipti erlent Fleiri fréttir Sinna verktöku hjá Wolt samhliða námi og öðrum störfum Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Langar meira í 911 T-Hybrid en bæði lungun sín Fjölbreyttar lausnir fyrir íslenskan markað Lánskjaravakt Aurbjargar auðveldar leit að hagstæðara húsnæðisláni Sprenging í sölu á sérsmíðuðum saunaklefum Nútímaleg nálgun í netöryggi Íslensk framleiðsla og traust lausn fyrir byggingarmarkaðinn Með hollustu að leiðarljósi Sjá meira