Viðskipti innlent

Biðja um heimild til að selja alla hluti ríkisins í Íslandsbanka

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Bankasýslan biður um að heimildin gildi til tveggja ára.
Bankasýslan biður um að heimildin gildi til tveggja ára. Vísir/Vilhelm

Bankasýsla ríkisins lagði í gær fram tillögu til Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra þess efnis að stofnunin fái heimild til að selja alla eignarhluti ríkisins í Íslandsbanka.

Stofnunin leggur til að hlutirnir verði seldir í nokkrum áföngum og að höfðu nánara samráði við ráðherra um skiptingu þeirra og tímasetningar. 

Á heimasíðu bankasýslunnar segir að óskað sé eftir því að heimildin gildi í tvö ár eða til og með 31. desember á næsta ári. 

Í minnisblaði sem stofnunin sendi ráðherra samhliða tillögunni segir að hún sé í samræmi við fyrirætlanir stjórnvalda eins og þær birtast í frumvarpi til fjárlaga fyrir þetta ár. Áætlanir stjórnvalda geri ráð fyrir að um helmingurinn verði seldur á þessu ári og hinn á því næsta. 

Í ljósi þess hve vel þótti takast til þegar 35 prósenta hlutur í bankanum var seldur telur Bankasýsla ríkisins einsýnt að sala á frekari hlutum fari einnig fram með almennu útboði.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×