Biðst velvirðingar ef fólki mislíkaði umdeild auglýsing Snorri Másson skrifar 21. janúar 2022 12:03 Andrés Vilhjálmsson markaðsstjóri Kjarnafæðis segir fleiri ánægða en óánægða með umdeilda auglýsingu fyrirtækisins á þorramat. Kirkjunnar menn eru klofnir í fylkingar. Vísir/Kjarnafæði Markaðsstjóri Kjarnafæðis biðst velvirðingar ef fólki mislíkaði auglýsing fyrirtækisins um þorramat. Samband íslenskra kristniboðsfélaga hefur hvatt Ríkisútvarpið til að taka auglýsinguna úr umferð vegna blótsyrða. Það er bóndadagur. Matvælaframleiðendur reyna að selja þorramatinn heim vegna samkomutakmarkana og áríðandi að koma skilaboðum til neytenda, en auðvitað ekki sama hvernig það er gert. Kjarnafæði valdi umdeilda leið í samstarfi við auglýsingastofuna Cirkus. Við heyrum í Helen Símonarson leikkonu í brotinu hér að neðan. Þetta er hneykslanlegur munnsöfnuður í útvarpi að mati margra á samfélagsmiðlum. Samband íslenskra kristniboðsfélaga blandar sér í umræðuna á Facebook og skrifar: „Fyrirtækin virðast skilja blótsyrðin og bölvið sem matarblót. Fyrirtækinu til skammar,“ segir þar. Ragnar Gunnarsson, prestur og framkvæmdastjóri Sambands íslenskra kristniboðsfélaga, segir í samtali við fréttastofuna að menn átti sig á tvíræðninni, en þetta sé ekki fallegt. „Það er auðséð að sumir ætla sér ekki að versla við þetta fyrirtæki á næstunni. Okkar fólk er ekki ánægt með þetta. Þetta misbýður sumum. Öðrum finnst þetta bara til skammar,“ segir Ragnar. Með okkar fólki segist hann eiga við fólk sem tengist samtökunum og að margt sé það sannarlega kirkjunnar fólk. Munnsöfnuðurinn tímabundinn Andrés Vilhjálmsson markaðsstjóri Kjarnafæðis kveðst feginn að fleiri virðist ánægðir en óánægðir með auglýsinguna. Skiljanlega sé þó meining aldrei að fólki mislíki heiftarlega auglýsingar fyrirtækisins. „Við verðum bara að fá að leggja mat á það eftir herferðina hvort við höfum gengið of langt eða ekki. Í þessu augnabliki finnst mér ekki. Það verða smá breytingar á auglýsingunum þegar það fer að líða. Þessi munnsöfnuður tekur stutt yfir og við biðjumst velvirðingar ef fólki hefur mislíkað okkar auglýsing,“ segir Andrés í samtali við fréttastofu. Rétt er að gera grein fyrir því að íslensk klerkastétt er ekki öll eins og hún leggur sig hneyksluð á auglýsingunni. Öðru nær, séra Hjálmar Jónsson fyrrverandi dómkirkjuprestur er hrifinn, ef marka má vísu sem hann setti saman af tilefninu: Norðlenska kikkið ég klárlega finn, kunnuglegt orðbragðið mælt fram af þunga. Helvítis, bölvaður, hálfvitinn þinn, hakkaðu í þig slátur og punga. Hér að neðan er færsla frá manni sem er sannarlega ósáttur við auglýsinguna og hið sama gildir um flesta sem gera athugasemd við færsluna. Þorrablót Þorramatur Auglýsinga- og markaðsmál Þjóðkirkjan Bóndadagur Mest lesið Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Viðskipti innlent Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Sjá meira
Það er bóndadagur. Matvælaframleiðendur reyna að selja þorramatinn heim vegna samkomutakmarkana og áríðandi að koma skilaboðum til neytenda, en auðvitað ekki sama hvernig það er gert. Kjarnafæði valdi umdeilda leið í samstarfi við auglýsingastofuna Cirkus. Við heyrum í Helen Símonarson leikkonu í brotinu hér að neðan. Þetta er hneykslanlegur munnsöfnuður í útvarpi að mati margra á samfélagsmiðlum. Samband íslenskra kristniboðsfélaga blandar sér í umræðuna á Facebook og skrifar: „Fyrirtækin virðast skilja blótsyrðin og bölvið sem matarblót. Fyrirtækinu til skammar,“ segir þar. Ragnar Gunnarsson, prestur og framkvæmdastjóri Sambands íslenskra kristniboðsfélaga, segir í samtali við fréttastofuna að menn átti sig á tvíræðninni, en þetta sé ekki fallegt. „Það er auðséð að sumir ætla sér ekki að versla við þetta fyrirtæki á næstunni. Okkar fólk er ekki ánægt með þetta. Þetta misbýður sumum. Öðrum finnst þetta bara til skammar,“ segir Ragnar. Með okkar fólki segist hann eiga við fólk sem tengist samtökunum og að margt sé það sannarlega kirkjunnar fólk. Munnsöfnuðurinn tímabundinn Andrés Vilhjálmsson markaðsstjóri Kjarnafæðis kveðst feginn að fleiri virðist ánægðir en óánægðir með auglýsinguna. Skiljanlega sé þó meining aldrei að fólki mislíki heiftarlega auglýsingar fyrirtækisins. „Við verðum bara að fá að leggja mat á það eftir herferðina hvort við höfum gengið of langt eða ekki. Í þessu augnabliki finnst mér ekki. Það verða smá breytingar á auglýsingunum þegar það fer að líða. Þessi munnsöfnuður tekur stutt yfir og við biðjumst velvirðingar ef fólki hefur mislíkað okkar auglýsing,“ segir Andrés í samtali við fréttastofu. Rétt er að gera grein fyrir því að íslensk klerkastétt er ekki öll eins og hún leggur sig hneyksluð á auglýsingunni. Öðru nær, séra Hjálmar Jónsson fyrrverandi dómkirkjuprestur er hrifinn, ef marka má vísu sem hann setti saman af tilefninu: Norðlenska kikkið ég klárlega finn, kunnuglegt orðbragðið mælt fram af þunga. Helvítis, bölvaður, hálfvitinn þinn, hakkaðu í þig slátur og punga. Hér að neðan er færsla frá manni sem er sannarlega ósáttur við auglýsinguna og hið sama gildir um flesta sem gera athugasemd við færsluna.
Þorrablót Þorramatur Auglýsinga- og markaðsmál Þjóðkirkjan Bóndadagur Mest lesið Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Viðskipti innlent Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Sjá meira