Travel Connect nýr risi á íslenskum markaði Eiður Þór Árnason skrifar 24. janúar 2022 10:45 Ásberg Jónsson, framkvæmdastjóri Travel Connect. Vísir/Vilhelm Móðurfélag Nordic Visitor, Iceland Travel og Terra Nova hefur hlotið nafnið Travel Connect. Við sameininguna verður til eitt stærsta ferðaþjónustufyrirtæki landsins. Samkeppniseftirlitið heimilaði í október kaup Nordic Visitor á ferðaskrifstofunni Iceland Travel sem var áður í eigu Icelandair Group. Árið 2019 keypti Nordic Visitor ferðaskrifstofuna Terra Nova af Arion banka. Magma Hotel á Kirkjubæjarklaustri og rekstur Iceland Tours og Nine Worlds er sömuleiðis í eigu nýs sameinaðs félags. Fram kemur í tilkynningu frá Travel Connect að fyrirtækin muni öll starfa áfram sjálfstætt undir nýju móðurfélagi. „Fyrirtækin eru hvert um sig leiðandi á sínu sviði og búa að sterkum viðskiptasamböndum. Með öflugu og reynslumiklu starfsfólki verður lögð áhersla á að deila þekkingu á milli fyrirtækjanna og mynda sterka heild í faglegri þjónustu við erlenda ferðamenn.“ Ásberg verður framkvæmdastjóri sameinaðs félags Nordic Visitor er einnig með starfsemi í Svíþjóð og Skotlandi en hátt í 200 manns starfa hjá sameinuðu félagi. Ásberg Jónsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Nordic Visitor, verður nýr framkvæmdastjóri Travel Connect. Við breytingarnar tekur Sigfús Steingrímsson við starfi framkvæmdastjóra Nordic Visitor en hann leiddi áður bókunar- og þróunardeild fyrirtækisins. Vörumerki hins sameinaða félags.Travel Connect „Fyrirtækin eru að mörgu leyti ólík en með samrunanum viljum við efla faglegan grunn þjónustunnar og styrkja okkar samkeppnishæfni gagnvart sambærilegum erlendum fyrirtækjum. Ég hef trú á því að ferðaþjónusta á Íslandi muni fljótt ná fyrri styrk og að öflugt samstarf fyrirtækjanna styðji við uppbyggingu íslenskrar ferðaþjónustu” segir Ásberg Jónsson, framkvæmdastjóri Travel Connect, í tilkynningu. „Þetta er gríðarlega spennandi verkefni. Staða Nordic Visitor er sterk og við sjáum mikil sóknarfæri í stöðunni sem er að skapast eftir faraldur og skert ferðafrelsi. Salan hefur aukist jafnt og þétt síðustu mánuði og ljóst að áfangastaðir okkar í norðanverðri Evrópu höfða sterkt til ferðaþyrstra viðskiptavina. Ég hlakka til að leiða fyrirtækið inn í nýja tíma í ferðaþjónustu ásamt frábæru starfsfólki Nordic Visitor,“ segir Sigfús Steingrímsson framkvæmdastjóri Nordic Visitor. Ferðamennska á Íslandi Kaup og sala fyrirtækja Tengdar fréttir SE gefur grænt ljós á kaup Nordic Visitor á Iceland Travel Samkeppniseftirlitið (SE) hefur samþykkt kaup ferðaskrifstofunnar Nordic Visitor hf. á Iceland Travel ehf. Komst eftirlitið að þeirri niðurstöðu að ekki yrði til markaðsráðandi staða eða umtalsverð röskun á samkeppni með samrunanum og því væri ekki tilefni til íhlutunar. 22. október 2021 14:38 Icelandair Group losar sig við Iceland Travel Icelandair Group og Nordic Visitor undirrituðu í dag samning um kaup þess síðarnefnda á 100 prósent hlut Icelandair Group í Iceland Travel. 11. júní 2021 18:09 Mest lesið Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Samkeppniseftirlitið heimilaði í október kaup Nordic Visitor á ferðaskrifstofunni Iceland Travel sem var áður í eigu Icelandair Group. Árið 2019 keypti Nordic Visitor ferðaskrifstofuna Terra Nova af Arion banka. Magma Hotel á Kirkjubæjarklaustri og rekstur Iceland Tours og Nine Worlds er sömuleiðis í eigu nýs sameinaðs félags. Fram kemur í tilkynningu frá Travel Connect að fyrirtækin muni öll starfa áfram sjálfstætt undir nýju móðurfélagi. „Fyrirtækin eru hvert um sig leiðandi á sínu sviði og búa að sterkum viðskiptasamböndum. Með öflugu og reynslumiklu starfsfólki verður lögð áhersla á að deila þekkingu á milli fyrirtækjanna og mynda sterka heild í faglegri þjónustu við erlenda ferðamenn.“ Ásberg verður framkvæmdastjóri sameinaðs félags Nordic Visitor er einnig með starfsemi í Svíþjóð og Skotlandi en hátt í 200 manns starfa hjá sameinuðu félagi. Ásberg Jónsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Nordic Visitor, verður nýr framkvæmdastjóri Travel Connect. Við breytingarnar tekur Sigfús Steingrímsson við starfi framkvæmdastjóra Nordic Visitor en hann leiddi áður bókunar- og þróunardeild fyrirtækisins. Vörumerki hins sameinaða félags.Travel Connect „Fyrirtækin eru að mörgu leyti ólík en með samrunanum viljum við efla faglegan grunn þjónustunnar og styrkja okkar samkeppnishæfni gagnvart sambærilegum erlendum fyrirtækjum. Ég hef trú á því að ferðaþjónusta á Íslandi muni fljótt ná fyrri styrk og að öflugt samstarf fyrirtækjanna styðji við uppbyggingu íslenskrar ferðaþjónustu” segir Ásberg Jónsson, framkvæmdastjóri Travel Connect, í tilkynningu. „Þetta er gríðarlega spennandi verkefni. Staða Nordic Visitor er sterk og við sjáum mikil sóknarfæri í stöðunni sem er að skapast eftir faraldur og skert ferðafrelsi. Salan hefur aukist jafnt og þétt síðustu mánuði og ljóst að áfangastaðir okkar í norðanverðri Evrópu höfða sterkt til ferðaþyrstra viðskiptavina. Ég hlakka til að leiða fyrirtækið inn í nýja tíma í ferðaþjónustu ásamt frábæru starfsfólki Nordic Visitor,“ segir Sigfús Steingrímsson framkvæmdastjóri Nordic Visitor.
Ferðamennska á Íslandi Kaup og sala fyrirtækja Tengdar fréttir SE gefur grænt ljós á kaup Nordic Visitor á Iceland Travel Samkeppniseftirlitið (SE) hefur samþykkt kaup ferðaskrifstofunnar Nordic Visitor hf. á Iceland Travel ehf. Komst eftirlitið að þeirri niðurstöðu að ekki yrði til markaðsráðandi staða eða umtalsverð röskun á samkeppni með samrunanum og því væri ekki tilefni til íhlutunar. 22. október 2021 14:38 Icelandair Group losar sig við Iceland Travel Icelandair Group og Nordic Visitor undirrituðu í dag samning um kaup þess síðarnefnda á 100 prósent hlut Icelandair Group í Iceland Travel. 11. júní 2021 18:09 Mest lesið Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
SE gefur grænt ljós á kaup Nordic Visitor á Iceland Travel Samkeppniseftirlitið (SE) hefur samþykkt kaup ferðaskrifstofunnar Nordic Visitor hf. á Iceland Travel ehf. Komst eftirlitið að þeirri niðurstöðu að ekki yrði til markaðsráðandi staða eða umtalsverð röskun á samkeppni með samrunanum og því væri ekki tilefni til íhlutunar. 22. október 2021 14:38
Icelandair Group losar sig við Iceland Travel Icelandair Group og Nordic Visitor undirrituðu í dag samning um kaup þess síðarnefnda á 100 prósent hlut Icelandair Group í Iceland Travel. 11. júní 2021 18:09