Fleiri fréttir

„Lykilatriðin núna eru að nýta tímann þar til bóluefnið er komið“

Fjöldi einstaklinga á atvinnuleysisbótum jókst um 100% í öllum landshlutum nema á Vestfjörðum. Birna Guðmundsdóttir deildarstjóri Gagnagreiningar Vinnumálastofnunar gerir ráð fyrir að janúar og febrúar gætu orðið erfiðir mánuðir. Hér má sjá nýjar tölur sem Vinnumálastofnun tók saman fyrir Atvinnulífið á Vísi.

Handboltakempa sér um mannauð Landspítalans

Gunnar Ágúst Beinteinsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs á Landspítala. Gunnar tekur við starfinu af Ástu Bjarnadóttur sem gegnt hefur hlutverkinu í fimm ár.

Bobba í Nesfiski segist vera bæði frek og nýjungagjörn

Hún heitir Þorbjörg Bergsdóttir en í Garðinum er hún alltaf kölluð Bobba. Hún er aðaleigandi og stjórnarformaður Nesfisks, stærsta fyrirtækis byggðarinnar, sem heimsótt er í þættinum Um land allt á Stöð 2.

Icelandair fjölgar ferðum yfir jólin

Icelandair stefnir að því að fjölga áfangastöðum og flugferðum yfir jólin, þ.e. frá tímabilinu 16. desember til 10. janúar 2021.

Hjörleifshöfði seldur Íslendingum og Þjóðverjum

Hjörleifshöfði í Mýrdalshreppi hefur verið seldur íslenskum og þýskum aðilum. Þetta herma heimildir fréttastofu. Til stendur að nýta jörðina meðal annars í ferðaþjónustu og vinnslu úr Kötluvikri.

Slógu til árið 2010 og velta nú á annan milljarð

Bjarki Viðar Garðarsson og Pétur Hannes Ólafsson kynntust þegar þeir störfuðu báðir að uppbyggingu íslenskra fyrirtækja í Hong Kong. Með þeim tókst strax góður vinskapur og yfir kaffibolla á Starbucks ákváðu þeir að stofna sitt eigið fyrirtæki. Onanoff veltir nú um 1,3 milljarði og stefnir veltan í tvo milljarða á næsta ári.

Kaupa Sjóferðir Hafsteins og Kiddýjar

Sjóferðir ehf. hafa keypt tvo báta og bryggjuhús af Sjóferðum Hafsteins og Kiddýjar á Ísafirði. Skrifað var undir kaupsamning fyrir helgi en eigendur Sjóferða ehf. eru þau Stígur Berg Sophusson og unnusta hans Henný Þrastardóttir. Sjóferðir ehf munu halda áfram áætlunarferðum á Hornstrandir og um djúp frá Ísafirði.

Það þýddi ekkert að leggjast í þunglyndi og gefast upp

Það þýddi ekkert annað en að draga punginn upp og hugsa eins og karlmaður segir Þórdís Helgadóttir um fundinn með bankastjóranum þegar hún vildi fjármagna fasteignakaup fyrir reksturinn. Þórdís og dætur hennar eru í helgarviðtali Atvinnulífsins að þessu sinni en Þórdís keypti hárgreiðslustofu árið 1985 og stofnaði síðan heildverslunina Þórborgu árið 2012.

Er stundum morgunfúl en dreymir um að vakna eldhress

Rósa Guðný Þórsdóttir leikkona og leikstjóri er gestur kaffispjallsins þessa helgina. Hún viðurkennir að vera stundum morgunfúl en dreymir um að vakna eldhress á morgnana og dansa fram í eldhús.

Tvö dómsmál gegn Michelle Ballarin

Búið er að höfða tvö dómsmál gegn bandaríska fjárfestinum Michelle Ballarin. Annað snýr að notkun á markaðsefni sem annar aðili telur sig eiga og hitt um vangoldin laun.

Norwegian í frjálsu falli

Hlutabréf í flugfélaginu Norwegian hafa hríðfallið í norsku kauphöllinni í morgun. Frá opnun hafa virði bréfanna fallið um 15 prósent.

MAX-vélar Icelandair teknar í notkun næsta vor

Forstjóri Icelandair Group segir að miðað við fjölda flugferða í núverandi ástandi sé Icelandair með nægilega margar vélar til að anna áætluninni. Bandarísk flugmálayfirvöld gáfu MAX-vélunum grænt ljós til að fljúga á ný í gær.

20 þúsund komnir með Parka

Breytingar urðu á innlendum bílastæðamarkaði þegar appinu Parka var ýtt úr vör. Nú ári seinna eru 20 þúsund búnir að taka það í notkun.

Stýrivextir lækka óvænt

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 0,75%

Vélrænt nám mun hafa áhrif á öll fyrirtæki

Vélrænt nám mun hafa áhrif á öll fyrirtæki, stór sem smá og það er ekki eftir neinu að bíða með að nýta sér þessa tækni. Sem dæmi má nefna hvernig vélrænt nám getur dregið úr brottfalli viðskiptavina.

Sjá næstu 50 fréttir