Viðskipti innlent

Handboltakempa sér um mannauð Landspítalans

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Gunnar Beinteinsson mun eflaust hafa í mörg horn að líta í nýju starfi þótt hann sé hættur að svífa inn úr horninu á handboltavellinum.
Gunnar Beinteinsson mun eflaust hafa í mörg horn að líta í nýju starfi þótt hann sé hættur að svífa inn úr horninu á handboltavellinum. Landspítalinn

Gunnar Ágúst Beinteinsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs á Landspítala. Gunnar tekur við starfinu af Ástu Bjarnadóttur sem gegnt hefur hlutverkinu í fimm ár. Áfram er gert ráð fyrir kröftum hennar á Landspítala að því er segir í tilkynningu.

Gunnar lauk prófi í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands árið 1991 og meistaranámi með áherslu á stefnumótun og stjórnun frá Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn árið 2002.

Gunnar hóf störf hjá Actavis Group árið 2004 sem forstöðumaður stefnumótunar og frá árinu 2006 sem framkvæmdastjóri mannauðsmála. Árið 2015 varð hann framkvæmdastjóri rekstrar og mannauðsmála hjá Xantis Pharma AG í Sviss. Frá því fyrr á þessu ári hefur hann starfað við eigið ráðgjafafyrirtæki í Sviss.

Gunnar spilaði handbolta með FH og íslenska landsliðinu á árunum 1985-2000.

Samhliða þessu lætur af störfum framkvæmdastjóra mannauðs Ásta Bjarnadóttir, eftir fimm farsæl ár í uppbyggingu mannauðsstarfs á spítalanum. Hún mun gegna starfi framkvæmdastjóra mannauðs til 1. janúar og gert er ráð fyrir kröftum hennar áfram á Landspítala.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×