Viðskipti innlent

Icelandair fjölgar ferðum yfir jólin

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Ætla má að margir reyni að komast heim í tæka tíð fyrir jól.
Ætla má að margir reyni að komast heim í tæka tíð fyrir jól. Vísir/Vilhelm

Icelandair stefnir að því að fjölga áfangastöðum og flugferðum yfir jólin, þ.e. frá tímabilinu 16. desember til 10. janúar 2021, miðað við það sem verið hefur undanfarnar vikur.

Félagið stefnir að því að fljúga til og frá Kaupmannahöfn, Osló, Stokkhólmi, Amsterdam, London, París, Frankfurt og Berlín. Í Norður-Ameríku stefnir félagið á flug til og frá Boston, New York og Seattle.

Icelandair kveðst munu leggja allt kapp á að koma farþegum á áfangastað fyrir jól og áramót. Aðstæður séu þó síbreytilegar vegna faraldurs kórónuveiru „og fari svo að einstaka flug verði fellt niður, verður það tilkynnt með góðum fyrirvara og Icelandair mun leysa úr málum farþega,“ segir í tilkynningu.

Ætla má að margir Íslendingar sem búa erlendis kjósi að snúa heim til Íslands yfir jól og áramót. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn minnti fólk á það í dag að reyna að koma heim í síðasta lagi 18. desember, svo það yrði laust úr sóttkví á aðdangadag.


Tengdar fréttir

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
1,59
6
5.366
REITIR
1,15
4
248.100
EIK
0,78
1
504
SJOVA
0,53
1
378
ARION
0,13
2
55.662

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICESEA
-1,96
4
14.642
SVN
-1,41
11
46.811
BRIM
-1,31
6
34.390
SIMINN
-0,81
1
500
MAREL
-0,48
1
834
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.