Viðskipti erlent

Norwegian leitar til dómstóla til að bjarga félaginu frá gjaldþroti

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Aðeins sex flugvélar Norwegian Air eru á ferð og flugi þessa dagana. Aðrar standa óhreyfðar enda eftirspurn lítil.
Aðeins sex flugvélar Norwegian Air eru á ferð og flugi þessa dagana. Aðrar standa óhreyfðar enda eftirspurn lítil. EPA/Johan Nilsson

Flugfélagið Norwegian Air hefur leitað til dómstóla á Írlandi vegna mikilla skulda. Um er að ræða viðleitni til að koma í veg fyrir gjaldþrot flugfélagsins á tímum kórónuveirufaraldursins.

Í yfirlýsingu frá Norwegian sem Reuters vísar til segir að leitað sé til dómstóla á Írlandi enda séu eignir félagsins skráðar á Írlandi.

Félagið segist hafa trú á því að nægjanlegt lausafé sé til staðar til að geta komist í gegnum ferlið. Flugfélagið er þriðja stærsta lággjaldaflugfélag í heimi og það stærsta erlenda sem flýgur til New York og fleiri stórborga í Bandaríkjunum. Í lok september námu skuldir félagsins um þúsund milljörðum íslenskra króna.

Sex af 140 flugvélum félagsins eru í notkun sem stendur enda liggja almenn ferðalög svo til niðri á tímum kórónuveirufaraldursins. Norska ríkisstjórnin hafnaði í síðustu viku beiðni flugfélagsins um frekari stuðning.


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ARION
1,04
18
257.231
SIMINN
0,65
6
220.620
SKEL
0,47
9
60.732
ORIGO
0,29
2
2.001
SYN
0,28
2
82

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
VIS
-2,74
11
227.668
REGINN
-2,39
11
24.941
EIM
-1,7
5
81.625
TM
-1,59
9
93.496
ICEAIR
-1,41
119
182.558
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.