Viðskipti innlent

Bobba í Nesfiski segist vera bæði frek og nýjungagjörn

Kristján Már Unnarsson skrifar
Þorbjörg Bergsdóttir, Bobba, er stjórnarformaður Nesfisks í Garði.
Þorbjörg Bergsdóttir, Bobba, er stjórnarformaður Nesfisks í Garði. Arnar Halldórsson

Hún heitir Þorbjörg Bergsdóttir en í Garðinum er hún alltaf kölluð Bobba. Hún er aðaleigandi og stjórnarformaður Nesfisks, stærsta fyrirtækis byggðarinnar, sem heimsótt er í þættinum Um land allt. Einnig var fjallað um Bobbu og Nesfisk í fréttum Stöðvar 2.

Nesfiskur er með um 350 manns í vinnu. Fyrirtækið gerir út ellefu fiskiskip og er í kringum tíunda sætið yfir stærstu útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki landsins.

Bobba byggði upp Nesfisk ásamt eiginmanni sínum, Baldvini Njálssyni. Mann sinn missti hún fyrir tuttugu árum en síðan hefur hún leitt fyrirtækið. Sonurinn Bergþór Baldvinsson er núna framkvæmdastjóri.

Söguna má rekja aftur til ársins 1973 þegar fjölskyldan hóf fiskverkun „uppi í heiði“. Þau hafa í gegnum tíðina þurft að kaupa allan sinn kvóta á markaði.

Þórður Guðmundsson, aldursforsetinn í Nesfiski, er 87 ára gamall.Arnar Halldórsson

Og hér er engum sagt upp vegna aldurs. Þannig er hann Þórður á verkstæðinu orðinn 87 ára gamall.

„Mér líkar bara vel að vinna hérna. Ég er ekki tilbúinn til að hætta,“ segir aldursforsetinn Þórður.

Hér má sjá fimm mínútna kafla úr þættinum:


Tengdar fréttir

Ein stærsta fjöldagröf Íslands er á Útskálum

Ein stærsta fjöldagröf á Íslandi er í kirkjugarðinum á Útskálum á Suðurnesjum. Gröfin er um leið minnisvarði um einhvern mesta mannskaða í sögu Íslandsbyggðar.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICESEA
5,57
15
466.479
HAGA
4,03
13
168.408
EIM
3,27
16
820.960
ICEAIR
3,12
91
366.226
SJOVA
2,73
19
125.097

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
VIS
0
15
233.274
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.