Viðskipti innlent

Kaupa Sjóferðir Hafsteins og Kiddýjar

Birgir Olgeirsson skrifar
Hafsteinn Ingólfsson, Guðrún Kristjana Kristjánsdóttir, Stígur Berg Sophusson og Henný Þrastardóttir.
Hafsteinn Ingólfsson, Guðrún Kristjana Kristjánsdóttir, Stígur Berg Sophusson og Henný Þrastardóttir.

Sjóferðir ehf. hafa keypt tvo báta og bryggjuhús af Sjóferðum Hafsteins og Kiddýjar á Ísafirði. Skrifað var undir kaupsamning fyrir helgi en eigendur Sjóferða ehf. eru þau Stígur Berg Sophusson og unnusta hans Henný Þrastardóttir. Sjóferðir ehf munu halda áfram áætlunarferðum á Hornstrandir og um djúp frá Ísafirði.

Stígur hefur unnið hjá Sjóferðum Hafsteins og Kiddýjar frá árinu 2006 þar sem hann byrjaði sem háseti en árið 2010 varð hann svo skipstjóri hjá fyrirtækinu. Hann á sjálfur ættir að rekja til Hornvíkur og er vel kunnugur um svæðið.

Bátarnir eru misstórir, annars vegar er Ingólfur sem tekur 30 farþega. Hann er að auki með krana svo Ingólfur nýtist auk farþegaflutninga í þungaflutninga og vinnuferðir. Stærri báturinn, oft nefnd Drottningin, Guðrún Kristjáns sem tekur allt að 48 farþega.

Sjóferðir Hafsteins og Kiddýjar hafa boðið upp á áætlunarferðir til Hornstranda frá árinu 1993 en fyrirtækið var auglýst til sölu í fyrra.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REITIR
1,15
4
248.100
EIK
0,78
1
504
SJOVA
0,53
1
378
KVIKA
0,4
7
131.866
ARION
0,13
2
55.662

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICESEA
-1,96
4
14.642
SVN
-1,41
11
46.811
BRIM
-1,31
6
34.390
SIMINN
-0,81
1
500
MAREL
-0,48
1
834
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.