Viðskipti innlent

Pylsan kostar nú 500 krónur

Atli Ísleifsson skrifar
Söluturninn við Tryggvagötu í miðborg Reykjavíkur.
Söluturninn við Tryggvagötu í miðborg Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm

Ein pylsa kostar nú 500 krónur hjá Bæjarins bestu pylsum. Eigandi og framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir að verðhækkunina skýrast af hækkandi aðfangakostnaði, en þó einna helst hraðri aukningu launakostnaðar.

Þetta kom fram á vef Fréttablaðsins í gær. Verð á pylsunni hækkar um þrjátíu krónur, úr 470 í 500 krónur.

Haft er eftir Guðrúnu Kristmundsdóttur, eiganda og framkvæmdastjóra, að verð hafi ekki hækkað í mörg ár en að nauðsynlegt sé að grípa til þessa ráðs nú.

„Launakostnaður er kominn vel yfir 40 prósent af tekjum,“ er haft eftir Guðrúnu.

Árið 2015 kostaði pylsan 400 krónur, en árið 2017 var verðið hækkað í 450 krónur.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
4,33
52
205.487
MAREL
2,07
20
259.911
SKEL
0
2
4.476
ORIGO
0
1
10.050

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
TM
-1,79
1
1.238
REGINN
-1,74
3
15.000
EIK
-1,54
4
30.198
FESTI
-1,11
1
536
ICESEA
-0,88
10
60.434
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.