Viðskipti innlent

Aðalheiður Ósk ráðin framkvæmdastjóri Vök

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Vök Baths.
Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Vök Baths. Aðsend

Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir hefur verið ráðin í starf framkvæmdastjóra Vök Baths og mun hún hefja störf í ársbyrjun 2021. Aðalheiður er viðskiptafræðingur að mennt með M.Sc. gráðu frá Háskóla Íslands í nýsköpun og viðskiptaþróun.

Áður starfaði Aðalheiður sem deildarstjóri ráðgjafar- og þjónustu hjá Advania, vörustjóri á sölu- og markaðssviði hjá Reykjavík Excursions – Kynnisferðum. Þá var hún verkefnastjóri hjá Air Atlanta Icelandic. Hún hefur einnig setið í stjórn Stjórnvísis frá 2017 og gengt þar formennsku frá árinu 2019.

„Það er spennandi tækifæri en jafnframt krefjandi að taka við sem framkvæmdastjóri hjá Vök Baths, segir Aðalheiður.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.