Viðskipti innlent

Fresta fjárlögum um viku vegna aðgerðanna á föstudag

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar og þingmaður Framsóknarflokksins.
Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar og þingmaður Framsóknarflokksins. Vísir/vilhelm

Önnur umræða um fjárlög sem fara átti fram á morgun á Alþingi mun frestast um að minnsta kosti viku. Þetta segir Willum Þór Þórsson formaður fjárlaganefndar í samtali við Morgunblaðið í morgun en ástæðan er þær aðgerðir sem ríkiðstjórnin kynnti á föstudaginn var. 

Þær kalli á frekari vinnu áður en hægt sé að ganga endanlega frá meirihlutaáliti. Tillögurnar sem kynntar voru munu að sögn Willums annað hvort verða gerðar breytingatillögum um fjárlög eða fjáraukalög.

Ríkisstjórnin kynnti nokkuð umfangsmiklar aðgerðir á föstudag til að koma til móts við þá sem orðið hafa fyrir tekju- og/eða atvinnumissi í kórónuveirufaraldrinum. Þannig voru til dæmis grunnatvinnuleysisbætur hækkaðar umfram það sem áður hafði verið boðað, hlutabótaleiðin framlengd út maí á næsta ári og svokallaðir viðspyrnustyrkir kynntir, auk sérstakrar eingreiðslu fyrir örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega.


Tengdar fréttir





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×