Viðskipti innlent

Segir íslensk tryggingafélög okra á bíleigendum því þau komist upp með það

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
FÍB segir íslenska ökumenn sitja uppi með mun hærri gjöld en ökumenn á hinum Norðurlöndunum.
FÍB segir íslenska ökumenn sitja uppi með mun hærri gjöld en ökumenn á hinum Norðurlöndunum. Vísir/Vilhelm

Félag íslenskra bifreiðaeigenda segir bílatryggingar hér á landi allt frá helmingi til tvöfalt dýrari en á hinum Norðurlöndunum. Vísar félagið í eigin úttekt og segir engar skýringar á því hvers vegna munurinn sé svona mikill, íslenskum bíleigendum í óhag.

Skoðun á aðstæðum í Danmörku hafi leitt í ljós að þar séu bílar dýrari en hér á landi og laun svipuð. Samt séu íslensku bílatryggingarnar 57-97% dýrari en þær dönsku. Danskt tryggingafélag innheimti rúmlega 97 þúsund króna iðgjald á móti 153 til 192 þúsund króna iðgjaldi íslensku félaganna.

Hér má sjá tilboð sem FÍB fékk í VW Golf eTSI 150 hjá fjórum íslenskum tryggingafélögum og tryggingafélögum á hinum Norðurlöndunum.

FÍB segir einu skýringuna þá að íslensk tryggingafélög okri á bíleigendum vegna þess að þau komist upp með það. Engin raunveruleg samkeppni ríki á milli félaganna og hafi aldrei gert.

Fjármálaeftirlit Seðlabankans beinlínis hvetji félögin til að hafa sem hæst iðgjöld.

„Þessum ofteknu iðgjöldum er safnað í tugmilljarða króna sjóði sem tryggingafélögin ávaxta í þágu eigenda sinna,“ segir í umfjöllun FÍB.

FÍB segist við skoðun sína hafa tekið hliðstæð dæmi um bíltegundir og fjölskylduaðstæður, til að fá sem réttastan samanburð. Óskað hafi verið eftir iðgjaldatilboðum í VW Golf annars vegar og Toyota RAV hins vegar.

Hér til hliðar má sjá töflu yfir iðgjöldin sem tryggingafélög á Norðurlöndunum buðu í Golfinn.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×