Fleiri fréttir

Bjarni Ármanns keypti sig inn í skórisann S4S

Sjávarsýn, fjárfestingarfélag Bjarna Ármannssonar, keypti 26 prósenta hlut í heildversluninni S4S af Ingunni Gyðu Wernersdóttur. Rekur skóverslanirnar Steinar Waage, Ecco, Skór.is, Kaupfélagið, Toppskórinn og Air.is í Smáralind.

Valdamiklum konum í stjórnun fjölgar ekki

Konur voru níu prósent af framkvæmdastjórum stærstu fyrirtækja landsins í fyrra samkvæmt nýjum tölum Creditinfo. Um þrettán prósent stjórnarformanna sömu félaga voru af kvenkyni. "Þetta er að gerast alltof alltof hægt."

Gervigreind vinnur þá bestu í póker

Gervigreindin Libratus vann sigur á fjórum atvinnumönnum í Texas Hold'em póker á móti í Pitts­burgh sem lauk í vikunni. Samtals nemur upphæðin sem Libratus vann sér inn rúmlega tvö hundruð milljónum króna.

Ein stærsta hótelkeðja landsins til sölu

Hluthafar eignarhaldsfélagsins Keahótela, sem rekur samtals átta hótel víðsvegar um landið, meðal annars Hótel Borg og Apótek Hótel í Reykjavík, hafa sett félagið í söluferli. Á meðal þeirra sem áforma að selja hlut sinn í hótelkeðjunni er Horn II.

Tekjur jukust um 11 prósent á einu besta rekstrarári í sögu Nýherja

Tekjur Nýherjasamstæðunnar námu rúmlega 4,2 milljörðum króna á síðasta ársfjórðungi 2016 og jukust um 15,5 prósent frá sama tímabili árið áður. Samtals voru tekjur fyrirtækisins nærri fimmtán milljarðar á árinu 2016 og hækkuðu um ellefu prósent á milli ára. Þá var hagnaður ársins 383 milljónir og jókst um 55 milljónir frá fyrra ári.

Viðskipti sem byggja á trausti

Hrauntak ehf. hefur í mörg ár annast innflutning á notuðum og nýjum vinnuvélum, dráttarbílum, vörubílum og ýmiss konar tækjum og varahlutum.

Mest seldu sendibílar í heimi

Ford Transit atvinnubílarnir hafa verið til sölu í mörg ár hjá Brimborg. Bílarnir hafa unnið til fjölda verðlauna. Þeir eru harðgerðir, sparneytnir og hafa lága bilanatíðni.

Spennandi tímar fram undan

Starfsfólk Volvo atvinnutækja | Brimborg á spennandi ár í vændum en starfsemin flytur í nýtt húsnæði síðar á árinu. Síðasta ár var það stærsta hjá fyrirtækinu í mörg ár og gert er ráð fyrir að 2017 verði jafnvel stærra.

Novo hræðist ekki Brexit

Danski lyfjarisinn Novo Nordisk ætlar að fjárfesta í nýrri rannsóknarstöð við Oxford háskóla í Bretlandi fyrir 115 milljónir punda eða 16 milljarða króna

Aflvélar fá Meyer umboðið

Aflvélar, Vesturhrauni 3 í Garðabæ, hafa fengið umboðið fyrir hinu þekkta bandaríska merki Meyer. Fyrirtækið afhenti nýlega Reykjavíkurflugvelli stærsta flugbrautarsóp landsins og hefur auk þess lagt í talsverða fjárfestingu til að auka gæði þjónustu sinnar.

Klettur kynnir nýjan Scania

Ný kynslóð Scania vöruflutningabíla var frumsýnd í Kletti nýverið. Miklar breytingar hafa verið gerðar á húsum bílanna en hugmyndavinna, þróun og prófanir hafa staðið yfir í áratug. Aksturseiginleikar hafa batnað og aðstaða fyrir ökumann orðin mun betri.

Armar Vinnulyftur taka við Genie-umboðinu á Íslandi

Armar Vinnulyftur hafa tekið við umboðinu fyrir Genie-lyftur á Íslandi en Genie er annar tveggja stærstu lyftuframleiðenda heims. Armar taka við umboðinu af Heimi og Lárusi sf. en þeir hafa haft umboðið í fjórtán ár.

Áratuga reynsla skilar sér

A. Wendel ehf. var stofnað árið 1957 af Adolf Wendel og fagnar því 60 ára afmæli í ár. Fyrirtækið selur aðallega tæki til vinnslu og niðurlagningar á steypu og malbiki, búnað til snjóruðnings og hálkueyðingar á vegum.

Eldsneytissparnaður með Mobil Delvac

Delvac mótorsmurolíur hafa verið framleiddar frá 1925, þá af fyrirtækinu Vacuum Oil sem síðar varð hluti af Exxon Mobil. Þær hafa verið óslitið í framleiðslu og stanslausri þróun í 92 ár.

Heildarlausnir Kraftvéla

KYNNING: Kraftvélar ehf. fer með umboð fjölda heimsþekktra vörumerkja í atvinnutækjum. Viktor Karl Ævarsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Kraftvéla, segir bjartsýni ríkja á markaðnum í dag og umtalsverð aukning sé í sölu vinnuvéla á milli ára. Kraftvélar bjóði heildarlausnir í vinnuvélum og atvinnubifreiðum. Höfuðstöðvar Kraftvéla eru að Dalvegi 6-8 í Kópavogi og þjónustustöðvar um allt land.

Björn hættir hjá Viðskiptaráði

Björn Brynjúlfur Björnsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands, hefur sagt upp störfum en hann hefur starfað hjá ráðinu frá árinu 2014. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag sem Björn staðfestir í samtali við Viðskiptablaðið. Þar ekki greint frá ástæðu þess að hann hefur sagt starfinu lausu.

Sóknarfæri fyrir Ísland í Asíu

Uppbygging tengslaneta við Asíulönd er stórt hagsmunamál í útflutningi. Hágæðamörkuðum í Evrópu og vestan hafs fækkar en fjölgar hratt í Asíu. Kallað eftir samstarfi stjórnvalda, atvinnulífs og menntastofnana.

Laugavegur 31 gæti fært kirkjunni yfir milljarð

Laugavegur 31 hentar ekki fyrir starfsemi þjóðkirkjunnar og er til sölu. Áhugasamir kaupendur spyrja um húsið nánast í hverri viku segir fulltrúi í kirkjuráði sem kveður þó ekki öruggt að af sölunni verði.

Gráa svæðið

Netflix birti uppgjör sitt fyrir fjórða ársfjórðung í síðustu viku. Mörg góð tíðindi var þar að finna; tekjur félagsins voru rétt tæpir 2,5 milljarðar Bandaríkjadala á fjórðungnum sem er yfir spám og þriðjungi meira en á sama tíma fyrir ári.

Verðbólgan til friðs í þrjú ár

Verðbólga í janúar mælist 1,9% og er óbreytt frá síðasta mánuði samkvæmt tölum Hagstofunnar. Verðbólga hefur verið undir 2,5 prósenta verðbólgumarkmiði Seðlabankans í þrjú ár samfleytt, og Greining Íslandsbanka telur útlit fyrir að svo verði enn um sinn.

Fjölbreytileiki er mikilvægur

ISS er eitt þriggja fyrstu fyrirtækja á Íslandi til að hljóta Jafnlaunavottun VR. Fyrirtækið hefur að leiðarljósi að árangur þess byggist á fjölbreytileika í stjórnun þar sem gildi og viðhorf beggja kynja komi fram. Fjölbreytta liðsheils þurfi til að stýra fyrirtækjum.

Sjá næstu 50 fréttir