Tulipop leikföng í hundrað bandarískar verslanir Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 31. janúar 2017 20:00 Fyrir sjö árum byrjuðu tvær íslenskar konur að skapa Tulipop ævintýraheiminn og hafa um sjötíu vörur verið framleiddar undir merkinu. Borðbúnaður, lampar, töskur og annar nytjavarningur. En nú er Tulipop komið í útrás og leikfangalína hefur litið dagsins ljós. „Þetta er lína sem er framleidd af bandarísku leikfangafyrirtæki sem heitir Toynami sem selur mikið í Bandaríkjunum og víða um hei," segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri og annar stofnanda Tulipop. Afrakstur samstarfsins eru bangsar, plastfígúrur og sparibaukur og verður leikföngunum dreift í hundrað verslanir í Bandaríkjunum til að byrja með. Annar stofnandi og yfirhönnuður Tulipop, Signý Kolbeinsdóttir, mun flytja til New York á morgun og fylgja verkefninu eftir á nýrri skrifstofu Tulipop. „Þessi leikfangasamningur er stórt skref í þá átt að leyfa fólki að kynnast persónunum betur. Það er ekki hægt að sofa með lampa í fanginu upp í rúmi en það er hægt að sofa með bangsana," segir Helga en mikill áhugi hefur verið á persónum Tulipop. Og næst á dagskrá er að þær fái bæði rödd og látbragð. „Við höfum mikið verið spurðar um teiknimyndir og sögur og hvar krakkar og fullorðnir geta kynnst heiminum og persónunum betur. Við erum einmitt um þessar mundir að vinna að því að koma teiknimyndaframleiðslu af stað og ekki langt í að það líti dagsins ljós.“ Mest lesið Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Sjá meira
Fyrir sjö árum byrjuðu tvær íslenskar konur að skapa Tulipop ævintýraheiminn og hafa um sjötíu vörur verið framleiddar undir merkinu. Borðbúnaður, lampar, töskur og annar nytjavarningur. En nú er Tulipop komið í útrás og leikfangalína hefur litið dagsins ljós. „Þetta er lína sem er framleidd af bandarísku leikfangafyrirtæki sem heitir Toynami sem selur mikið í Bandaríkjunum og víða um hei," segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri og annar stofnanda Tulipop. Afrakstur samstarfsins eru bangsar, plastfígúrur og sparibaukur og verður leikföngunum dreift í hundrað verslanir í Bandaríkjunum til að byrja með. Annar stofnandi og yfirhönnuður Tulipop, Signý Kolbeinsdóttir, mun flytja til New York á morgun og fylgja verkefninu eftir á nýrri skrifstofu Tulipop. „Þessi leikfangasamningur er stórt skref í þá átt að leyfa fólki að kynnast persónunum betur. Það er ekki hægt að sofa með lampa í fanginu upp í rúmi en það er hægt að sofa með bangsana," segir Helga en mikill áhugi hefur verið á persónum Tulipop. Og næst á dagskrá er að þær fái bæði rödd og látbragð. „Við höfum mikið verið spurðar um teiknimyndir og sögur og hvar krakkar og fullorðnir geta kynnst heiminum og persónunum betur. Við erum einmitt um þessar mundir að vinna að því að koma teiknimyndaframleiðslu af stað og ekki langt í að það líti dagsins ljós.“
Mest lesið Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Sjá meira