Viðskipti innlent

Þessi sóttu um stöðu sviðsstjóra velferðarsviðs borgarinnar

atli ísleifsson skrifar
Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, Regína Ásvaldsdóttir og Valgerður Bjarnadóttir eru í hópi umsækjenda.
Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, Regína Ásvaldsdóttir og Valgerður Bjarnadóttir eru í hópi umsækjenda.
Alls sóttu tíu manns um stöðu sviðsstjóra velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, en umsóknarfrestur rann út 23. janúar síðastliðinn.

Stefán Eiríksson gegndi stöðunni áður en hann var ráðinn borgarritari í desember síðastliðinn.

Í hópi umsækjenda má meðal annars finna fyrrverandi þingmann og núverandi bæjarstjóra Akraness.

Umsækjendur voru:

  • Andreas Örn Aðalsteinsson, þjónustufulltrúi
  • Auður Herdís Sigurðardóttir, félagsmálastjóri
  • Elly A Þorsteinsdóttir, skrifstofustjóri á velferðarsviði Reykjavíkurborgar
  • Guðjón Sigurbjartsson, viðskiptafræðingur
  • Hulda Dóra Styrmisdóttir, ráðgjafi
  • Kristján Sturluson, félagsráðgjafi og sálfræðingur
  • Matthildur Ásmundardóttir, framkvæmdastjóri
  • Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri
  • Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, dósent í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands.
  • Valgerður Bjarnadóttir, fv. alþingismaður





Fleiri fréttir

Sjá meira


×