Gráa svæðið Stjórnarmaðurinn skrifar 29. janúar 2017 11:00 Netflix birti uppgjör sitt fyrir fjórða ársfjórðung í síðustu viku. Mörg góð tíðindi var þar að finna; tekjur félagsins voru rétt tæpir 2,5 milljarðar Bandaríkjadala á fjórðungnum sem er yfir spám og þriðjungi meira en á sama tíma fyrir ári. Áskrifendum fjölgaði einnig meira en gert var ráð fyrir og eru nú um 75 milljónir þegar allt er talið. Netflix hefur því verið á mikilli siglingu í Kauphöllinni í New York og hækkaði um 9% strax í kjölfar birtingar árshlutauppgjörsins. Hins vegar er áhugavert að rýna eilítið meira í tölurnar. Unnendur Netflix (stjórnarmaðurinn þar á meðal) hafa tekið eftir því undanfarin misseri að eigin framleiðsla er farin að skipa æ stærri sess hjá Netflix á kostnað aðkeypts efnis frá kvikmyndaverum á borð við Warner, Fox eða Sony. Þetta hefur þau áhrif að inni á efnisveitunni er mun áhugaverðara efni en áður. Kostnaðurinn er líka eftir því, en áætlað er að félagið muni þurfa aukafjármögnun upp á um tvo milljarða á þessu ári til að standa undir efniskostnaði. Framleiðsla á eigin efni er ekki bara fokdýr, heldur hefur hún einnig slæm áhrif á greiðslustreymi þar sem jafnan þarf að greiða kostnað eins og hann fellur til, en ekki í jöfnum greiðslum meðan sýningar fara fram eins og gert er með aðkeypt efni. Þetta er hins vegar ekki auðsjáanlegt í birtum uppgjörum félagsins. Netflix hefur oft verið nefnt sem birtingarmynd hinnar nýju miðlunar á sjónvarpsefni, hefðbundið línulegt sjónvarpsefni sagt á útleið. Líklega er þó sannleikurinn einhvers staðar á gráa svæðinu. Þeir vinna sem ná að feta hinn gullna meðalveg. Staðreyndin er sú að hefðbundið afþreyingarfyrirtæki á borð við Sky í Bretlandi er með sexfalda EBIDTA Netflix (ríflega tvo milljarða punda) en þó með aðeins ögn hærri tekjur. Þrátt fyrir það er Netflix metið á 140x EBIDTA, en Sky einungis 9x. Netflix kann að vera framtíðin, en þeir eiga langt í land með að sýna álíka arðsemi til hluthafa sinna og hefðbundnu risarnir á markaðnum. Sennilega er nokkuð langt í land miðað við áform Netflix um efniskaup í náinni framtíð.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Netflix Stjórnarmaðurinn Mest lesið Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Samruninn muni taka langan tíma Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Sjá meira
Netflix birti uppgjör sitt fyrir fjórða ársfjórðung í síðustu viku. Mörg góð tíðindi var þar að finna; tekjur félagsins voru rétt tæpir 2,5 milljarðar Bandaríkjadala á fjórðungnum sem er yfir spám og þriðjungi meira en á sama tíma fyrir ári. Áskrifendum fjölgaði einnig meira en gert var ráð fyrir og eru nú um 75 milljónir þegar allt er talið. Netflix hefur því verið á mikilli siglingu í Kauphöllinni í New York og hækkaði um 9% strax í kjölfar birtingar árshlutauppgjörsins. Hins vegar er áhugavert að rýna eilítið meira í tölurnar. Unnendur Netflix (stjórnarmaðurinn þar á meðal) hafa tekið eftir því undanfarin misseri að eigin framleiðsla er farin að skipa æ stærri sess hjá Netflix á kostnað aðkeypts efnis frá kvikmyndaverum á borð við Warner, Fox eða Sony. Þetta hefur þau áhrif að inni á efnisveitunni er mun áhugaverðara efni en áður. Kostnaðurinn er líka eftir því, en áætlað er að félagið muni þurfa aukafjármögnun upp á um tvo milljarða á þessu ári til að standa undir efniskostnaði. Framleiðsla á eigin efni er ekki bara fokdýr, heldur hefur hún einnig slæm áhrif á greiðslustreymi þar sem jafnan þarf að greiða kostnað eins og hann fellur til, en ekki í jöfnum greiðslum meðan sýningar fara fram eins og gert er með aðkeypt efni. Þetta er hins vegar ekki auðsjáanlegt í birtum uppgjörum félagsins. Netflix hefur oft verið nefnt sem birtingarmynd hinnar nýju miðlunar á sjónvarpsefni, hefðbundið línulegt sjónvarpsefni sagt á útleið. Líklega er þó sannleikurinn einhvers staðar á gráa svæðinu. Þeir vinna sem ná að feta hinn gullna meðalveg. Staðreyndin er sú að hefðbundið afþreyingarfyrirtæki á borð við Sky í Bretlandi er með sexfalda EBIDTA Netflix (ríflega tvo milljarða punda) en þó með aðeins ögn hærri tekjur. Þrátt fyrir það er Netflix metið á 140x EBIDTA, en Sky einungis 9x. Netflix kann að vera framtíðin, en þeir eiga langt í land með að sýna álíka arðsemi til hluthafa sinna og hefðbundnu risarnir á markaðnum. Sennilega er nokkuð langt í land miðað við áform Netflix um efniskaup í náinni framtíð.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Netflix Stjórnarmaðurinn Mest lesið Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Samruninn muni taka langan tíma Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent